Kvöldið er það stærsta á árinu en tveir titilbardagar verða í boði. Aðalbardagi kvöldsins er viðureign Írans Conor McGregor, æfingafélaga Gunnars, og Chad Mendes.
Þeir voru í hópi þeirra sem sátu fyrir svörum á opnum blaðamannafundi í Las Vegas í kvöld. Það má sjá hann í heild sinni hér fyrir ofan.
Þátttakendur voru:
Dana White – forseti UFC
Chad Mendes – (fjaðurvigt)
Conor McGregor – (fjaðurvigt)
Robbie Lawler – (UFC meistari, veltivigt)
Rory MacDonald – (veltivigt)
Jake Ellenberger – (veltivigt)
Stephen Thompson – (veltivigt)
Vísir er í Las Vegas og fylgir Gunnari Nelson eftir alla vikuna. Ekki missa af neinu. Like-aðu okkur á Facebook, eltu okkur á Twitter og skyggnstu bakvið tjöldin á Snapchat (sport365). Tryggðu þér svo áskrift á 365.is.