Snorri leitar að líki til að dansa við Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. júlí 2015 19:06 Mynd/Snorri Ásmundsson Snorri Ásmundsson listamaður fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni en á Facebook-síðu sinni auglýsir hann eftir deyjandi einstaklingi sem er reiðubúinn að leyfa sér að dansa við líkamsleifar sínar eftir andlátið. Snorri sagði í samtali við Reykjavík Síðdegis að hann hefði fyrst auglýst eftir líkamsleifum skömmu fyrir hrun árið 2008. Síðan þá hafi hann reglulega sent frá sér auglýsingar með það að markmiði að fá efnivið í myndbandsverk. „Ég er búinn að vera með þetta vídjóverk í huga síðan 2008 og ég ætla semsagt að dansa við líkið,” sagði Snorri – sem nú er staddur í hitastækju í Póllandi. Hann sagði að tilgangur verksins væri að vekja upp ýmsar spurningar sem og að spyrja fjölda áleitinna spurninga . Auk þess sé hann að ögra sjálfum sér. „Ég hef örugglega ekki getu til að vera mikið í kringum dauðar manneskjur,” sagði Snorri og bætti við hann sæi fyrir sér að verkið yrði að öllum líkindum kómískt, fallegt og skemmtilegt verk. Enginn hefur þó enn gefið sig fram að sögn Snorra - að frátöldum manni sem bauð lík sitt fram á sínum tíma en læknaðist síðan af sjúkdómnum sem átti að draga hann til dauða. Snorri leiti því enn að líkamsleifum sem hann hyggst dansa við í um klukkustund áður en hann skilar því aftur „í sama ástandi og ég fékk það,“ eins og Snorri komst að orði í samtalinu við Reykjavík Síðdegis sem hlýða má hér að ofan. Þá má sjá nýjustu Facebook-færslu Snorra um málið hér að neðan.Looking for dead bodies in the name of the art. I need a corpse for a video installation. If you are dying I would like...Posted by Snorri Asmundsson on Monday, 16 July 2012 Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Snorri Ásmundsson listamaður fer ótroðnar slóðir í listsköpun sinni en á Facebook-síðu sinni auglýsir hann eftir deyjandi einstaklingi sem er reiðubúinn að leyfa sér að dansa við líkamsleifar sínar eftir andlátið. Snorri sagði í samtali við Reykjavík Síðdegis að hann hefði fyrst auglýst eftir líkamsleifum skömmu fyrir hrun árið 2008. Síðan þá hafi hann reglulega sent frá sér auglýsingar með það að markmiði að fá efnivið í myndbandsverk. „Ég er búinn að vera með þetta vídjóverk í huga síðan 2008 og ég ætla semsagt að dansa við líkið,” sagði Snorri – sem nú er staddur í hitastækju í Póllandi. Hann sagði að tilgangur verksins væri að vekja upp ýmsar spurningar sem og að spyrja fjölda áleitinna spurninga . Auk þess sé hann að ögra sjálfum sér. „Ég hef örugglega ekki getu til að vera mikið í kringum dauðar manneskjur,” sagði Snorri og bætti við hann sæi fyrir sér að verkið yrði að öllum líkindum kómískt, fallegt og skemmtilegt verk. Enginn hefur þó enn gefið sig fram að sögn Snorra - að frátöldum manni sem bauð lík sitt fram á sínum tíma en læknaðist síðan af sjúkdómnum sem átti að draga hann til dauða. Snorri leiti því enn að líkamsleifum sem hann hyggst dansa við í um klukkustund áður en hann skilar því aftur „í sama ástandi og ég fékk það,“ eins og Snorri komst að orði í samtalinu við Reykjavík Síðdegis sem hlýða má hér að ofan. Þá má sjá nýjustu Facebook-færslu Snorra um málið hér að neðan.Looking for dead bodies in the name of the art. I need a corpse for a video installation. If you are dying I would like...Posted by Snorri Asmundsson on Monday, 16 July 2012
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira