Búast má við að fleiri vilji fylgja fordæmi Þingvallanefnda um gjaldtöku Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 11. júlí 2015 18:22 Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Þjóðgarðsvörðurinn á Þingvöllum segir ákvörðun um þjónustugjöld á Þingvöllum gefa ákveðið fordæmi fyrir því að rukkað verði gjald fyrir þjónustu á ferðamannasvæðum, ekki bara á opinberum friðlýstum svæðum heldur líka stöðum í eigu einkaaðila. Þingvallanefnd ætlar taka upp bílastæðagjald í Þjóðgarðinum og er vonast til þess að gjaldið muni skila fjörutíu til fimmtíu milljónum króna á ári. Mikil uppbygging á sér stað á Þingvöllum til að bæta þjónustuna og það kostar peninga. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður segir að gera þurfi skýran greinarmun á aðgangsgjöldum og þjónustugjöldum. Ekki sé verið að rukka fyrir aðgang að náttúrunni heldur afnot af þjónustunni. Búið er að panta gjaldmæla sem verða settir upp á Hakinu, á Þingplani neðan Almannagjár, á gamla Vallhallarreitnum. Bílastæðagjaldið verður 500 krónur fyrir fólksbíla, 750 fyrir jeppa og fimmtán hundruð til þrjú þúsund krónur fyrir stærri bíla. Áfram verður rukkað fyrir salernisferðir og eins verður tekið gjald fyrir að kafa í Silfru. Þegar farið var að selja aðgang að salerninu 2011 brugðust margir við með því að fara bak við salernisbygginguna og gera þarfir sínar þar. Við því hefur verið brugðist með því að reisa vígalega girðingu. Ólafur Örn segir að búast megi við því að fleiri vilji taka upp þjónustugjöld í kjölfar þessarar ákvörðunar enda hafi Þingvellir ákveðið forystuhlutverk í þessum málum. Bæði forsætisráðuneytið og sjö manna þingmannanefnd komi að þessari ákvörðun. Hann segir þjónustugjöld mun jákvæðari þróun en aðgangsgjöld. Hafa verði þó í huga að það gildi sérlög um Þingvelli sem veiti skýra heimild fyrir slíkri gjaldtöku. Breyta þurfi lögum til að auðvelda fleirum að fara þessa leið.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Rukka 500 krónur á bílinn á Þingvöllum "Það er búið að vinna lengi í þessu og vanda vel til verka með lagalegu hliðina,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður um nýtt bílastæðagjald sem Þingvallanefnd hefur ákveðið að taka upp á þremur bílastæðum. 11. júlí 2015 07:00