Mathias Schlie, 27 ára danskur miðjumaður, er á leið til Vals á láni frá Hobro. Hann er fyrrverandi samherji Patricks Pedersen, framherja Vals, en þeir spiluðu saman hjá Vendyssel í Danmörku.
Schlie gekk í raðir Hobro frá Vendyssel síðasta sumar en spilaði aðeins tvo leiki sem varamaður fyrir Hobro í dönsku úrvalsdieldinni.
Hann hefur ekki komið við sögu hjá Hobro við upphaf nýrrar leiktíðar og var því lánaður til Valsmanna sem eru í toppbaráttunni í Pepsi-deildinni.
„Mathias Schlie er góður leikmaður sem hefur ekki fengið nóg að spila hjá okkur. Við vonum að dvöl hans á Íslandi veiti honum sjálfstraust svo hann komi til baka sem betri leikmaður,“ segir Jens Hammer Sörensen, yfirmaður knattspyrnumála hjá Hobro, á heimasíðu félagsins.
Schlie er annar leikmaðurinn sem Valur fær í félagaskiptagluggannum, en fyrr í mánuðinum gekk Emil Atlason í raðir Hlíðarendafélagsins á láni frá KR.
Valur er í þriðja sæti Pepsi-deildarinnar með 24 stig, en liðinu mistókst að komast á toppinn á laugardaginn þegar liðið tapaði óvænt fyrir Víkingi.
Valsmenn voru í meiðslavandræðum í þeim leik, en bæði miðvörðurinn Thomas Guldborg Christiansen og miðjumaðurinn Haukur Páll Sigurðsson voru frá vegna meiðsla.
Valur fær danskan miðjumann
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt
Enski boltinn


Dramatík í Manchester
Enski boltinn


Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn


Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA
Körfubolti



Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum
Íslenski boltinn