Tuttugu efstu greiða á við 730 meðallaun fiskverkafólks í skatt Heimir Már Pétursson skrifar 24. júlí 2015 19:15 Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Útgerðarmenn í Vestmannaeyjum eru skattakóngur og skattadrottning á þessu ári og greiða sameiginlega í skatt svipaða uphæð og um tvö hundruð starfsmenn í fiskvinnslu fá í árslaun. Kári Stefánsson stekkur upp um tíu sæti á listanum yfir hæstu skattgreiðendur. Fólk í útgerð er áberandi í efstu sætum yfir þá sem greiða mest í tekjuskatt vegna tekna á síðasta ári og þar eiga Vestmannaeyingar bæði kónginn og drottninguna. Þórður Rafn Sigurðsson greiðir hæstan tekjuskatt Íslendinga vegna tekna á síðasta ári eða 671 milljón króna. En hann seldi útgerðarfyrirtækið Dala-Rafn í fyrra. Guðbjörg M. Matthíasdóttir, útgerðarkona í Vestmannaeyjum og einn aðaleigenda útgáfufélags Morgunblaðsins, greiðir mest kvenna eða 127,3 milljónir króna. Skattgreiðslur þeirra tveggja svara til um 200 meðllauna fólks í fiskvinnslu. Guðbjörg fellur niður um sex sæti en hún var í öðru sæti yfir gjaldendur í fyrra. Þar er nú annar útgerðarmaður, Þorsteinn Sigurðsson kenndur við útgerðarfélagið Stálskip í Hafnarfirði, sem var selt í fyrra. Hann greiðir 304,6 milljónir króna. Erfðaprinsinn Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðargreiningar, gerir annað og meira en að telja litninga. Hann telur líka krónur og aura og greiðir ríkissjóði 277,5 milljónir króna í tekjuskatt í ár. Stekkur úr þrettánda sæti í það þriðja yfir hæstu skattgreiðendur. Í fjórða sæti er Gunnar Torfason í Reykjavík með 181 milljón og á eftir honum koma Davíð Freyr Albertsson í Kópavogi með 173 milljónir, Bertil Martin Hansson í Reykjavík með 140 milljónir, Jón Guðmann Pétursson í Kópavogi með 136 milljónir, þá Guðbjörg M. Matthíasdóttir og þekktir útgerðarmenn fyrir neðan hana eru Kristján V. Vilhelmsson Akureyri með rúmar 110 milljónir og Adolf Guðmundsson á Seyðisfirði með 102 milljónir. Sautján karlar og þrjár konur eru á lista yfir þá tuttugu einstaklinga sem greiða mest í skatta vegna tekna á síðasta ári. Samtals greiðir þessi hópur rúmlega 3,1 milljarð króna í tekjuskatt. Það svarar til meðalárslauna um 740 manns í fiskvinnslu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43 Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Þórður Rafn Sigurðsson skattakóngur Íslands 2015 Skattakóngur ársins í ár greiddi helmingi meira í skatt en skattakóngur síðasta árs. 24. júlí 2015 09:43