Þorsteinn: Vil helst fá viðurkenninguna eftir tvo mánuði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. júlí 2015 13:24 Þorsteinn Halldórsson er á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Breiðabliks. vísir/valli Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira
Breiðablik fékk flestar viðurkenningar á hófi sem KSÍ hélt í höfuðstöðvum Ölgerðarinnar í hádeginu en þar voru veittar viðurkenningar fyrir fyrri umferð Pepsi-deildar kvenna.Sjá einnig:Breiðablik með fimm fulltrúa í liði fyrri umferðarinnar | Fanndís valin best Breiðablik á fimm fulltrúa í úrvalsliði umferða 1-9 og þá var Fanndís Friðriksdóttir útnefnd besti leikmaðurinn en hún er markahæst í Pepsi-deildinni með 14 mörk. Þjálfari umferða 1-9 kemur einnig úr röðum Breiðabliks en hann heitir Þorsteinn Halldórsson og er á sínu fyrsta ári með Blikaliðið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu en ég vil helst fá hana eftir tvo mánuði,“ sagði Þorsteinn en sjö leikir standa á milli Breiðabliks og Íslandsmeistaratitilsins sem liðið hefur ekki unnið síðan 2005. „Við erum með gott lið, höfum verið samstillt og spilað þokkalega góða leiki. Þetta er árangurinn af því. Ég tók við góðu búi en við styrktum liðið aðeins og höfum búið til gott lið,“ sagði Þorsteinn. Varnarleikur Breiðabliks hefur verið ógnarsterkur í sumar en liðið hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í fyrstu 11 leikjunum og haldið hreinu í átta leikjum í röð. „Grundvallaratriði er gæði leikmannanna og svo höfum við unnið aðeins í þessu og smám saman verið að bæta varnarleik liðsins sem heildar. „Það skilar sér í því að við höfum fengið fá mörk, og fá færi, á okkur,“ sagði Þorsteinn sem segir mikilvægi Málfríðar Ernu Sigurðardóttur og Hallberu Gísladóttur mikið en þær komu til Breiðabliks í vetur eftir að hafa verið mjög sigursælar hjá Val. „Þetta eru stelpur sem hafa unnið allt og þekkja þetta. Það lyftir hinum upp og hjálpar liðinu. Þær koma með sigurhugsun inn í liðið og það er kannski það sem liðið þurfti á að halda.“ Breiðablik er í góðri stöðu á toppnum, með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar en liðin mætast fimmtudaginn 20. ágúst. Þorsteinn segist ekki vera farinn að hugsa um þann leik. „Ég er ekki farinn að spá nokkurn skapaðan hlut í þann leik, það er bara næsti leikur. Ef við ætlum að fara að horfa svona langt fram á veginn lendum við í vandræðum,“ sagði Þorsteinn. „Við reynum að halda okkur í núinu og einbeita okkur að hverju verkefni fyrir sig. Og næst er það KR,“ bætti Þorsteinn við en KR er eina liðið sem hefur tekið stig af Breiðabliki í sumar, en liðin gerðu 1-1 jafntefli í 3. umferðinni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Sjá meira