Heimsleikarnir í CrossFit: Íslendingarnir ofarlega eftir fyrstu greinar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. júlí 2015 17:15 Katrín Tanja Davíðsdóttir mynd/instagram síða katrínar Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir fyrstu greinina í einstaklingsflokki en hann er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í áttunda sæti í kvennaflokki. Annie Mist Þórisdóttir lauk keppni í fyrstu greininni í 13. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir var í því átjánda og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 22. sæti. Alls eru fjörutíu keppendur í hvorum flokki. Lið CrossFit Reykjavíkur endaði í 27. sæti í liðakeppninni. CrossFit Reykjavík hleypur í boðhlaupi klukkan 21.00. Næst kemur að konunum sem takast á við sandpokana á eftirfarandi tímasetningum; Þuríður Erla klukkan 22.40, Katrín Tanja 23.20, Ragnheiður Sara 23.40 og Annie Mist á miðnætti. Björgvin Karl keppir ekki fyrr en klukkan 01.40. Fyrstu íslensku keppendurnir á Heimsleikunum í CrossFit voru ræstir út klukkan 14.00 að íslenskum tíma er fyrsta WOD í kvennaflokki hófst. Karlarnir fóru í sjóinn klukkutíma síðar og liðin eru í honum nú um klukkan 18. Beina útsendingu frá keppninni má finna hér á Vísi. Fyrsti viðburður dagsins fór fram í vatni. Fyrst þurftu keppendur að synda 500 metra í sjónum, næla sér í sérstakt bretti sem þeir réru tvær mílur á. Að endingu lýkur þurftu þeir að synda 500 metra á ný. Síðari keppnisgreinin felst í að færa sandpoka milli staða. Keppnin fer fram á íþróttavelli og byrja keppendur efst í stúkunni norðan megin. Þaðan þurfa þeir að flytja sandpokana niður á völlinn, yfir hann þveran og upp í stúkuna hinum megin. Hægt er að brúka hjólbörur til verksins. „Miðvikudagurinn er oftast frekar óútreiknanlegur. Fæstir hafa prufað þetta bretti áður og hvað þá í tvær mílur,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég er nokkuð öruggur með mig í sjósundi og mér gekk ágætlega að æfa mig á brettinu. Hjólbörukeppnin er nokkuð óútreiknanlegt en það hjálpar að vera hávaxinn.“ „Ég er spennt fyrir því að byrja. Undirbúningur hefur gengið vel og ég held ég sé tilbúin,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég hef bætt mig mikið í sjónum en þetta bretti er smá óvissuþáttur. Ekkert okkar hefur prófað það áður svo þetta er bara spurning hver neglir þetta á staðnum.“ Liði CrossFit Reykjavíkur bíður einnig grein í sjónum. Fyrra WOD-ið snýst um að lyfta svokölluðum „ormi“ 75 sinnum áður en þau synda með bát 500 yarda. Því næst er „orminum“ lyft 50 sinnum og aðrir 500 yardar teknir í vatninu með bátinn. Að lokum er orminum lyft 25 sinnum. Síðari keppnin er boðhlaup þar sem hver liðsmaður hleypur eina mílu og klukkar þann næsta til að senda hann af stað. „Fyrsta æfingin leggst nokkuð vel í liðið. Allir eru spenntir fyrir því að byrja þó bæði ormurinn og báturinn sé eitthvað sem vði höfum ekki prófað áður. Samvinna skiptir öllu máli í þessu og það er það sem við höfum unnið mest að,“ segja meðlimir um komandi átök. Beina útsendingu frá liðakeppninni er að finna hér að neðan en í fréttinni miðri er bein útsending frá einstaklingskeppninni. Neðst fylgir síðan mánudagskvöldverðurinn þar sem keppendum var sagt frá fyrstu þrautunum sem biðu þeirra. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson er efstur íslensku keppendanna eftir fyrstu greinina í einstaklingsflokki en hann er í sjötta sæti í karlaflokki. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í áttunda sæti í kvennaflokki. Annie Mist Þórisdóttir lauk keppni í fyrstu greininni í 13. sæti, Katrín Tanja Davíðsdóttir var í því átjánda og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í 22. sæti. Alls eru fjörutíu keppendur í hvorum flokki. Lið CrossFit Reykjavíkur endaði í 27. sæti í liðakeppninni. CrossFit Reykjavík hleypur í boðhlaupi klukkan 21.00. Næst kemur að konunum sem takast á við sandpokana á eftirfarandi tímasetningum; Þuríður Erla klukkan 22.40, Katrín Tanja 23.20, Ragnheiður Sara 23.40 og Annie Mist á miðnætti. Björgvin Karl keppir ekki fyrr en klukkan 01.40. Fyrstu íslensku keppendurnir á Heimsleikunum í CrossFit voru ræstir út klukkan 14.00 að íslenskum tíma er fyrsta WOD í kvennaflokki hófst. Karlarnir fóru í sjóinn klukkutíma síðar og liðin eru í honum nú um klukkan 18. Beina útsendingu frá keppninni má finna hér á Vísi. Fyrsti viðburður dagsins fór fram í vatni. Fyrst þurftu keppendur að synda 500 metra í sjónum, næla sér í sérstakt bretti sem þeir réru tvær mílur á. Að endingu lýkur þurftu þeir að synda 500 metra á ný. Síðari keppnisgreinin felst í að færa sandpoka milli staða. Keppnin fer fram á íþróttavelli og byrja keppendur efst í stúkunni norðan megin. Þaðan þurfa þeir að flytja sandpokana niður á völlinn, yfir hann þveran og upp í stúkuna hinum megin. Hægt er að brúka hjólbörur til verksins. „Miðvikudagurinn er oftast frekar óútreiknanlegur. Fæstir hafa prufað þetta bretti áður og hvað þá í tvær mílur,“ segir Björgvin Karl Guðmundsson. „Ég er nokkuð öruggur með mig í sjósundi og mér gekk ágætlega að æfa mig á brettinu. Hjólbörukeppnin er nokkuð óútreiknanlegt en það hjálpar að vera hávaxinn.“ „Ég er spennt fyrir því að byrja. Undirbúningur hefur gengið vel og ég held ég sé tilbúin,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég hef bætt mig mikið í sjónum en þetta bretti er smá óvissuþáttur. Ekkert okkar hefur prófað það áður svo þetta er bara spurning hver neglir þetta á staðnum.“ Liði CrossFit Reykjavíkur bíður einnig grein í sjónum. Fyrra WOD-ið snýst um að lyfta svokölluðum „ormi“ 75 sinnum áður en þau synda með bát 500 yarda. Því næst er „orminum“ lyft 50 sinnum og aðrir 500 yardar teknir í vatninu með bátinn. Að lokum er orminum lyft 25 sinnum. Síðari keppnin er boðhlaup þar sem hver liðsmaður hleypur eina mílu og klukkar þann næsta til að senda hann af stað. „Fyrsta æfingin leggst nokkuð vel í liðið. Allir eru spenntir fyrir því að byrja þó bæði ormurinn og báturinn sé eitthvað sem vði höfum ekki prófað áður. Samvinna skiptir öllu máli í þessu og það er það sem við höfum unnið mest að,“ segja meðlimir um komandi átök. Beina útsendingu frá liðakeppninni er að finna hér að neðan en í fréttinni miðri er bein útsending frá einstaklingskeppninni. Neðst fylgir síðan mánudagskvöldverðurinn þar sem keppendum var sagt frá fyrstu þrautunum sem biðu þeirra.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30 Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Kynning á keppendunum: Fimm Íslendingar keppa í einstaklingsflokki Helmingur framlags Evrópu á heimsleikunum í Crossfit kemur frá Íslandi. Vísir kynnir keppendurna til sögunnar, hitar upp fyrir leikana og fylgist með þeim frá degi eitt. 20. júlí 2015 19:30
Kynning á keppendum Heimsleikanna: CrossFit Reykjavík keppir í liðaflokki Alls eru þrettán íslenskir keppendur, séu varamenn taldir með, á Heimsleikunum í CrossFit. Þeir fara á fullt á morgun. Vísir hitar upp fyrir leikana og fylgist með frá upphafi. 21. júlí 2015 12:45