Hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. ágúst 2015 09:00 Óskar Örn er kominn með 10 mörk í öllum keppnum í sumar. vísir/andri marinó „Ég er búinn að skora meira en áður og er bara nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér,“ segir Óskar Örn Hauksson KR-ingur en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hann hefur sem fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR sem er komið í bikarúrslit og er einu marki frá toppsæti deildarinnar. Eins og hann bendir á hefur hann skorað meira en áður og er kominn með tíu mörk í öllum keppnum. Það stóð ekki til að Óskar Örn myndi spila með KR í sumar enda var hann lánaður til Kanada út árið. Þar spilaði hann með FC Edmonton. Sú dvöl varð styttri en til stóð og Óskar kom heim tíu dögum fyrir fyrsta leik.Gott að kúpla sig út „Ég held ég hafi haft gott af því að kúpla mig aðeins út úr íslenska boltanum í smá stund og koma ferskari til baka,“ segir Óskar en hvað klikkaði í Kanada? „Ég var ekki að passa vel inn í liðið og leikstílinn þeirra. Þetta var vinnulið og ekki mikið með boltann. Þetta var meira hlaup og djöfulgangur. Það hentaði mér ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem miðjumann og ég var þar meira og minna að elta boltann. Þá kemur lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og skemmtilega en það fjaraði undan þessu og var lítt gaman í lokin.“ Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur vita mætavel hefur Óskar verið með betri leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Atvinnumennskutilraunir hans hafa þó ekki gengið upp. Hann fór til að mynda til Sandnes Ulf árið 2012 en kom aftur heim. „Ég hef oft pælt í af hverju þetta hefur ekki gengið. Sandnes var svipað og Edmonton. Lið sem er lítið með boltann. Ég hef ekki hentað í þannig bolta og kannski ekki fengið almennileg tækifæri til að spila. Á æfingum tel ég mig hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“ segir Óskar og viðurkennir að vera svolítið svekktur yfir því að þessir hlutir hafi ekki gengið upp. „Það er auðvelt að segja þjálfarinn. Ég veit ég er nógu góður til að gera meira úr þessu en ég hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið. Svo meiðist ég um mitt tímabil 2011 þegar það var mikið í gangi. Þá var ég að eiga mitt besta tímabil. Það hefur ekki legið fyrir að mér að vera í atvinnumennsku.“ Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á leiðinni til norska liðsins Vålerenga en það datt upp fyrir á elleftu stundu. „Það var rosalega svekkjandi því þá var ég að fara í lið sem er stórt í Noregi og í Evrópubaráttu. Lið sem er meira með boltann og hefði kannski hentað mér betur. Þetta dæmi var týpískt fyrir mig og minn atvinnumannsferil. Ég fékk tveggja daga frí til að jafna mig á svekkelsinu. Ég keyrði með konunni út á land til að kúpla mig út úr öllu. Ég var ekkert sérstaklega skemmtilegur þessa tvo daga.“Alltaf ágætur í sköllunum Óskar Örn er að verða 31 árs gamall og gerir sér grein fyrir því að atvinnumannstækifærin eru ekki þau sömu og áður. „Ég er ekkert að horfa á það núna. Ég held að lið séu ekki að horfa á mann sem er að verða 31 árs, hefur spilað á Íslandi nánast allan sinn feril og átt hálfmisheppnaðan atvinnumannsferil.“ Miðað við það hvernig Óskar er að spila í sumar má ekki útiloka neitt í framhaldinu. „Þetta er eitt af mínum bestu tímabilum þó svo það hafi verið hljótt um það. Nú er ég orðinn þekktur skallamaður líka. Ég hef alltaf verið ágætur í sköllunum og núna hefur það dottið. Ég náði kannski að styrkja mig aðeins í djöfulganginum í Kanada.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
„Ég er búinn að skora meira en áður og er bara nokkuð ánægður með tímabilið hjá mér,“ segir Óskar Örn Hauksson KR-ingur en hann hefur verið einn af bestu leikmönnum Pepsi-deildarinnar í sumar. Hann hefur sem fyrr verið í lykilhlutverki hjá KR sem er komið í bikarúrslit og er einu marki frá toppsæti deildarinnar. Eins og hann bendir á hefur hann skorað meira en áður og er kominn með tíu mörk í öllum keppnum. Það stóð ekki til að Óskar Örn myndi spila með KR í sumar enda var hann lánaður til Kanada út árið. Þar spilaði hann með FC Edmonton. Sú dvöl varð styttri en til stóð og Óskar kom heim tíu dögum fyrir fyrsta leik.Gott að kúpla sig út „Ég held ég hafi haft gott af því að kúpla mig aðeins út úr íslenska boltanum í smá stund og koma ferskari til baka,“ segir Óskar en hvað klikkaði í Kanada? „Ég var ekki að passa vel inn í liðið og leikstílinn þeirra. Þetta var vinnulið og ekki mikið með boltann. Þetta var meira hlaup og djöfulgangur. Það hentaði mér ekki. Þjálfarinn hugsaði mig sem miðjumann og ég var þar meira og minna að elta boltann. Þá kemur lítið út úr mér. Þetta byrjaði vel og skemmtilega en það fjaraði undan þessu og var lítt gaman í lokin.“ Eins og íslenskir knattspyrnuunnendur vita mætavel hefur Óskar verið með betri leikmönnum deildarinnar undanfarin ár. Atvinnumennskutilraunir hans hafa þó ekki gengið upp. Hann fór til að mynda til Sandnes Ulf árið 2012 en kom aftur heim. „Ég hef oft pælt í af hverju þetta hefur ekki gengið. Sandnes var svipað og Edmonton. Lið sem er lítið með boltann. Ég hef ekki hentað í þannig bolta og kannski ekki fengið almennileg tækifæri til að spila. Á æfingum tel ég mig hafa sýnt hvað ég kann í fótbolta,“ segir Óskar og viðurkennir að vera svolítið svekktur yfir því að þessir hlutir hafi ekki gengið upp. „Það er auðvelt að segja þjálfarinn. Ég veit ég er nógu góður til að gera meira úr þessu en ég hef kannski tekið vitlausar ákvarðanir með lið. Svo meiðist ég um mitt tímabil 2011 þegar það var mikið í gangi. Þá var ég að eiga mitt besta tímabil. Það hefur ekki legið fyrir að mér að vera í atvinnumennsku.“ Í ágúst í fyrra var Óskar Örn á leiðinni til norska liðsins Vålerenga en það datt upp fyrir á elleftu stundu. „Það var rosalega svekkjandi því þá var ég að fara í lið sem er stórt í Noregi og í Evrópubaráttu. Lið sem er meira með boltann og hefði kannski hentað mér betur. Þetta dæmi var týpískt fyrir mig og minn atvinnumannsferil. Ég fékk tveggja daga frí til að jafna mig á svekkelsinu. Ég keyrði með konunni út á land til að kúpla mig út úr öllu. Ég var ekkert sérstaklega skemmtilegur þessa tvo daga.“Alltaf ágætur í sköllunum Óskar Örn er að verða 31 árs gamall og gerir sér grein fyrir því að atvinnumannstækifærin eru ekki þau sömu og áður. „Ég er ekkert að horfa á það núna. Ég held að lið séu ekki að horfa á mann sem er að verða 31 árs, hefur spilað á Íslandi nánast allan sinn feril og átt hálfmisheppnaðan atvinnumannsferil.“ Miðað við það hvernig Óskar er að spila í sumar má ekki útiloka neitt í framhaldinu. „Þetta er eitt af mínum bestu tímabilum þó svo það hafi verið hljótt um það. Nú er ég orðinn þekktur skallamaður líka. Ég hef alltaf verið ágætur í sköllunum og núna hefur það dottið. Ég náði kannski að styrkja mig aðeins í djöfulganginum í Kanada.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ Fótbolti Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - ÍBV 4-1 | Reykjavíkurslagur í úrslitum bikarsins KR vann afar sannfærandi sigur á ÍBV í undanúrslitum bikarsins í kvöld og komst í fimmta sinn á síðustu sex árum í úrslit bikarsins. 30. júlí 2015 12:21