Milos: Við vorum betri aðilinn í þessum leik T'omas Þór Þórðarson skrifar 9. ágúst 2015 22:08 Milos Milojevic og Helgi Sigurðsson fara yfir málin í Garðabænum í kvöld. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Víkings, var máturlega sáttur við stigið sem hann fékk í Garðabænum í kvöld, en undir hans stjórn hafa Víkingar nú náð í átta stig af tólf mögulegum. "Það var ekki mikið af opnum færum hjá okkur né hjá þeim. Leikurinn spilaðist nákvæmlega eins og við vildum. Við gerðum ein varnarmistök og þeir refsa okkur grimmt fyrir þau," sagði Milos við Vísi.Sjá einnig:Rúnar Páll: Glórulaust hjá dómaranum "Við sýndum samt frábæran karakter að koma til baka eftir það og vorum grimmir í öllum návígum eftir það. Við vorum fastir fyrir allan leikinn og fáum tvo þeirra manna út af. Ég vildi þrjú stig í dag en er ánægður með eitt stig." Stjarnan var mun meira með boltann í kvöld en Víkingar vörðust fimlega og sóttu hratt þegar þeir gátu. Í raun voru það Víkingar sem fengu betri færi í leiknum en Gunnar Nielsen var fyrir þeim í marki heimamanna. "Mér fannst við betri aðilinn í leiknum. Við fengum besta færið í fyrri hálfleik þegar Hallgrímur skýtur í stöngina og svo ver Gunnar aftur frá honum úr dauðafæri.- í seinni hálfleik," sagði Milos. "Við vorum sterkari og leyfðum þeim bara að vera með boltann. Þú mátt alveg vera með boltann því ef þú skorar ekki mark á móti okkur er mér alveg sama." Víkingur er nú búinn að gera tvö jafntefli í röð en í byrjun tímabils var liðið að gera svolítið af jafnteflum áður en löng taphrina tók við. "Mér fannst strákarnir svara vel fyrir síðasta leik þar sem ég var ekki ánægður með þá. Liðið spilaði vel og holningin á því var góð. Við gerðum bara ein mistök en allt annað var fullkomið. Það væri ekki ósanngjarnt ef við færum heim með öll stigin hér í kvöld," sagði Milos, en þarf liðið ekki að passa upp á í næstu leikjum að láta jafnteflin telja? "Þrjú stig eru alltaf kærkomin en það er alltaf betra að fá eitt stig heldur en ekkert stig. Nú eigum við tvo risaleiki fyrir höndum. Sem betur fer er vika á milli þeirra. Nú förum við bara að einbeita okkur að toppslagnum á móti Leikni. Það eru alltaf hörkuleikir þegar við spilum á móti þeim," sagði Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sjá meira