Ólafur Karl: Fínt að komast í burtu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2015 22:11 Ólafur Karl skoraði þrjú mörk fyrir Stjörnuna í sumar. vísir/anton Eins og frá var greint á Vísi fyrr í kvöld mun Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen klára tímabilið með Sandnes Ulf í norsku B-deildinni. „Þetta er búið að vera í gangi í smá tíma núna,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi nú rétt í þessu. En finnst honum þetta vera ánægjuleg lending í málinu? „Já, já, ekkert þannig. Það var voða lítið annað í stöðunni,“ sagði Ólafur sem segir það ekki hafa verið á dagskránni hjá sér að fara út í atvinnumennsku en hann var á sínum tíma á mála hjá AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann kom heim í Stjörnuna fyrir tímabilið 2010. „Ég var alls ekkert að stefna að þessu. Þetta kom bara upp og ég var líka þrjóskur við að vilja fara. En þetta er þægilegur lánssamningur og svo er ekkert verra að fá peningana líka.“ Sandnes Ulf er í 2. sæti norsku B-deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni sem liðið féll úr í fyrra. Einn annar Íslendingur er á mála hjá félaginu, Ingvar Jónsson, sem Ólafur þekkir vel frá tíma þeirra saman í Stjörnunni. „Við þekkjum hvor annan mjög vel og erum gott teymi,“ sagði Ólafur en veit hann hvaða væntingar eru til hans gerðar hjá nýja liðinu? „Ætli maður eigi ekki að styrkja liðið til að komast upp í efstu deild,“ svaraði Ólafur sem heldur utan á fimmtudaginn. Eftir frábært tímabil í fyrra, bæði hjá Ólafi sjálfum og Stjörnunni, hefur lítið gengið upp í ár. Stjarnan er sem stendur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með einungis 20 stig eftir 16 leiki. Þrátt fyrir þetta slæma gengi segist Ólafur ekki vera að flýja af hólmi. „Ég hefði alveg viljað vera áfram þótt það gangi illa en það var lítið annað í stöðunni fyrir mig. „Svo er líka ágætt að komast í burtu. Það er mikið áreiti í gangi hérna og kannski fínt að fara í eitthvað krummaskuð þar sem enginn þekkir mann,“ sagði Ólafur að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Sjá meira
Eins og frá var greint á Vísi fyrr í kvöld mun Stjörnumaðurinn Ólafur Karl Finsen klára tímabilið með Sandnes Ulf í norsku B-deildinni. „Þetta er búið að vera í gangi í smá tíma núna,“ sagði Ólafur í samtali við Vísi nú rétt í þessu. En finnst honum þetta vera ánægjuleg lending í málinu? „Já, já, ekkert þannig. Það var voða lítið annað í stöðunni,“ sagði Ólafur sem segir það ekki hafa verið á dagskránni hjá sér að fara út í atvinnumennsku en hann var á sínum tíma á mála hjá AZ Alkmaar í Hollandi áður en hann kom heim í Stjörnuna fyrir tímabilið 2010. „Ég var alls ekkert að stefna að þessu. Þetta kom bara upp og ég var líka þrjóskur við að vilja fara. En þetta er þægilegur lánssamningur og svo er ekkert verra að fá peningana líka.“ Sandnes Ulf er í 2. sæti norsku B-deildarinnar og er í harðri baráttu um sæti í úrvalsdeildinni sem liðið féll úr í fyrra. Einn annar Íslendingur er á mála hjá félaginu, Ingvar Jónsson, sem Ólafur þekkir vel frá tíma þeirra saman í Stjörnunni. „Við þekkjum hvor annan mjög vel og erum gott teymi,“ sagði Ólafur en veit hann hvaða væntingar eru til hans gerðar hjá nýja liðinu? „Ætli maður eigi ekki að styrkja liðið til að komast upp í efstu deild,“ svaraði Ólafur sem heldur utan á fimmtudaginn. Eftir frábært tímabil í fyrra, bæði hjá Ólafi sjálfum og Stjörnunni, hefur lítið gengið upp í ár. Stjarnan er sem stendur í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með einungis 20 stig eftir 16 leiki. Þrátt fyrir þetta slæma gengi segist Ólafur ekki vera að flýja af hólmi. „Ég hefði alveg viljað vera áfram þótt það gangi illa en það var lítið annað í stöðunni fyrir mig. „Svo er líka ágætt að komast í burtu. Það er mikið áreiti í gangi hérna og kannski fínt að fara í eitthvað krummaskuð þar sem enginn þekkir mann,“ sagði Ólafur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Í beinni: KR - Valur | Erkifjendur mætast í Laugardal „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Sjá meira