Bjarki: Ég og Arnar vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. ágúst 2015 13:30 Bjarki Gunnlaugsson var tolleraður eftir síðasta leik sinn fyrir FH. Vísir/Daníel „Þetta er líf sem er frábært þegar vel gengur en þetta er líka líf sem er ekki eins skemmtilegt þegar illa gengur,“ sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Farið var yfir víðan völl enda hefur Bjarki kynnst ýmsu á ferli sínum. „Það er erfitt að takast á við að fá ekki að spila og þú þarft að vera sterkur andlega enda færðu að heyra töluverða gagnrýni sem þú verður að geta þolað. Ég las blöðin úti þegar vel gekk en lét þau alveg vera þegar illa gekk,“ sagði Bjarki léttur. Héldum að við værum fullmótaðir leikmennArnar og Bjarki á sínum tímaMynd/VísirBjarki telur að það sé auðveldara fyrir unga atvinnumenn að fara út í dag heldur en fyrir tuttugu árum. „Þeir geta talað við eldri menn, fyrrum atvinnumenn og fengið ráð við ýmsum vandamálum sem koma upp. Hvort sem það er vegna meiðsla eða að fara og tala við þjálfarann um að fá fleiri mínútur þá hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bjarki sem sagði að hann hefði haft gott af því sjálfur. „Þetta getur haft afleiðingar. Við vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord og eftir á hyggja var þetta tóm froða af okkur hálfu. Ef að félagið sýnir manni traust og segir það í orðum þá áttu að þrauka. Við komum úr umhverfi þar sem miklar væntingar voru gerðar til okkar og við héldum fyrir vikið að við værum fullmótaðir leikmenn sem ýtti undir óþolinmæði af okkar hálfu.“ Vill gera leikmenn betriBjarki í leik með Preston.Vísir/GettyBjarki er í dag umboðsmaður hjá Total Football en hann segist vera að því til þess að reyna að hjálpa leikmönnum að verða betri. „Umboðsmennskan sameinar allar hliðar fótboltans fyrir mig. Það er hægt að nýta reynsluna úr þjálfun, sem leikmaður og manni langar að gera leikmenn betri. Ég vildi fara út í þetta til þess, að geta gert leikmenn betri því að oft þarf bara smá til viðbótar til þess að leikmenn geti tekið næsta skref.“ Þá talar Bjarki um hugarfar ungra leikmanna ásamt því að ræða síðustu ár ferilsins hjá FH en viðtali má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Leik lokið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira
„Þetta er líf sem er frábært þegar vel gengur en þetta er líka líf sem er ekki eins skemmtilegt þegar illa gengur,“ sagði Bjarki Bergmann Gunnlaugsson, fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu og núverandi umboðsmaður hjá Total Football, í samtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni í gær. Farið var yfir víðan völl enda hefur Bjarki kynnst ýmsu á ferli sínum. „Það er erfitt að takast á við að fá ekki að spila og þú þarft að vera sterkur andlega enda færðu að heyra töluverða gagnrýni sem þú verður að geta þolað. Ég las blöðin úti þegar vel gekk en lét þau alveg vera þegar illa gekk,“ sagði Bjarki léttur. Héldum að við værum fullmótaðir leikmennArnar og Bjarki á sínum tímaMynd/VísirBjarki telur að það sé auðveldara fyrir unga atvinnumenn að fara út í dag heldur en fyrir tuttugu árum. „Þeir geta talað við eldri menn, fyrrum atvinnumenn og fengið ráð við ýmsum vandamálum sem koma upp. Hvort sem það er vegna meiðsla eða að fara og tala við þjálfarann um að fá fleiri mínútur þá hefur þetta afleiðingar,“ sagði Bjarki sem sagði að hann hefði haft gott af því sjálfur. „Þetta getur haft afleiðingar. Við vorum of óþolinmóðir hjá Feyenoord og eftir á hyggja var þetta tóm froða af okkur hálfu. Ef að félagið sýnir manni traust og segir það í orðum þá áttu að þrauka. Við komum úr umhverfi þar sem miklar væntingar voru gerðar til okkar og við héldum fyrir vikið að við værum fullmótaðir leikmenn sem ýtti undir óþolinmæði af okkar hálfu.“ Vill gera leikmenn betriBjarki í leik með Preston.Vísir/GettyBjarki er í dag umboðsmaður hjá Total Football en hann segist vera að því til þess að reyna að hjálpa leikmönnum að verða betri. „Umboðsmennskan sameinar allar hliðar fótboltans fyrir mig. Það er hægt að nýta reynsluna úr þjálfun, sem leikmaður og manni langar að gera leikmenn betri. Ég vildi fara út í þetta til þess, að geta gert leikmenn betri því að oft þarf bara smá til viðbótar til þess að leikmenn geti tekið næsta skref.“ Þá talar Bjarki um hugarfar ungra leikmanna ásamt því að ræða síðustu ár ferilsins hjá FH en viðtali má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Leik lokið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira