ÍR og ÍBV unnu sína leiki nokkuð örugglega á fyrsta degi hins árlega Hafnarfjarðarmóts í handbolta en leikið var í Standgötunni. Hafnarfjarðarliðin FH og Hauka byrja mótið því ekki vel.
Adam Haukur Baumruk skoraði ellefu mörk fyrir Íslandsmeistara Hauka í kvöld en það dugði ekki á móti ÍR því ÍR-ingar unnu leikinn 31-30.
Reynsluboltinn Sturla Ásgeirsson var markahæstur í liði ÍR með níu mörk en þeir Arnar Birkir Hálfdánsson og Ingólfur Þorgrímsson voru með sex mörk hvor.
Auk marka Adams Hauks þá skoraði Elías Halldórsson fimm mörk fyrir Hauka og þeir Janus Daði Smárason, Þröstur Þráinsson og Einar Pétur Pétursson skoruðu allir þrjú mörk.
ÍBV vann sjö marka sigur á FH, 30-23, í seinni leik kvöldsins. Theodór Sigurbjörnsson skoraði sjö mörk fyrir ÍBV og þeir Grétar Þór Eyþórsson, Dagur Arnarsson og Kári Kristjánsson voru allir með fjögur mörk.
Einar Rafn Eiðsson skoraði sex mörk fyrir FH-liðið, Þorgeir Björnsson var með fjögur mörk og þeir Andri Berg Haraldsson, Daníel Matthíasson og Theodór Ingi Pálmason skoruðu þrjú mörk hver.
Á morgun fara fram tveir leikir. Klukkan 18.00 spila Haukar og ÍBV og klukkan 20.00 mætast FH og ÍR.
Bæði Hafnarfjarðarliðin töpuðu á Hafnarfjarðarmótinu í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1



„Hann hefði getað fótbrotið mig“
Enski boltinn


Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn


Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn