Hjörtur um Hermann Hreiðarsson: Hann var kolbrjálaður frá fyrstu mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. ágúst 2015 11:29 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Leik lokið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, var rekinn upp í stúku í fyrri hálfleik í leik Árbæinga og Valsmanna á mánudaginn. Hermann var mjög ósáttur við frammistöðu velska dómarans Iwan Griffith og lét hann og aðstoðarmenn hans óspart heyra það. Á endanum fékk Walesverjinn nóg og sendi Eyjamanninn upp í stúku. Daginn eftir var Hermann í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Akraborginni á X-inu þar sem hann fór mikinn. Hermann talaði m.a. um að hann ætlaði að hafa þrjár æfingar í viku þar sem hann ætlaði að kenna leikmönnum sínum að henda sér niður til að fiska aukaspyrnur og að hin svokölluðu stæóru lið fengju alla dóma með sér. Viðtalið við Hermann má hlusta á með því að smella hér. Hluti af því var spilaður í Pepsi-mörkunum í gær og að því loknu ræddu Hörður Magnússon og sérfræðingar hans, áðurnefndur Hjörtur og Kristján Guðmundsson, um framkomu Hermanns og ummæli hans í Akraborginni.Hermann er fyrirmynd „Mér finnst þau vond,“ sagði Kristján Guðmundsson um ummæli Hermanns. „Það er ekki svona sem þjálfari í úrvalsdeild á að tala. Hann er ákveðin fyrirmynd, fyrir liðið sitt, aðra þjálfara í deildinni og þjálfara í neðri deildunum líka. „Hann verður að stilla sig af þarna. Hann er kannski enn leikmaður, þar sem hann fékk útrás við að spila leikinn. En spennustigið á þjálfaranum fyrir utan völlinn er allt öðruvísi.“ Hjörtur var sömuleiðis ekki hrifinn af hegðun Hermanns á hliðarlínunni og sagði að það hefði ekki verið spurning um hvort heldur hvenær hann yrði rekinn af velli. „Þarna eru dómararnir að biðja hann um að slaka á. Þarna er Hermann búinn að vera, ég segi bara, kolbrjálaður frá fyrstu mínútu. Hann var að æsa sig við Gunnar Helgason, sem er fjórði dómari, nánast frá fyrstu mínútu,“ sagði Hjörtur og bætti við. „Spennustigið hjá Hermanni í þessum leik var alltof hátt. Hann var kolbrjálaður á hliðarlínunni og var verðskuldað rekinn út af. „Menn geta talað um að vera ástríðufullir en hann er náttúrulega mjög reiður þarna.“Þetta gengur ekki upp Þegar Hermann gekk af velli var hann með óviðeigandi handahreyfingar og spurði Hörður hvort þetta væri honum ekki til skammar? „Hermann er sennilega ennþá leikmaðurinn sem fékk útrás inni á vellinum og þar viðgekkst kannski eitthvað slíkt sem hann var að gera,“ svaraði Kristján. „En ekki sem þjálfarinn og fyrirmyndin. Þetta gengur ekki upp.“Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti KA búið að landa fyrirliða Lyngby Íslenski boltinn Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Íslenski boltinn Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Golf Fleiri fréttir Daði leggur skóna á hilluna Leik lokið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Sjá meira