Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Valur 6-0 | Blikar einum sigri frá titlinum Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 25. ágúst 2015 09:28 Blikar fagna einu marka sinna í dag. Vísir/Andri Marinó Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Breiðablik vann öruggan sigur á Val, 6-0, í 15. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Sigurinn var aldrei í hættu en liðið náði samt sem áður ekki að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn með sigrinum. Stjarnan vann einnig sinn leik fyrir norðan.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum myndum hér fyrir ofan. Blikar hófu leikinn með miklum látum en Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins þriggja mínútna leik. Blikar náðu fínni fyrirgjöf fyrir mark Valsara og markið kom upp úr þeirri fyrirgjöf. Þórdís María Aikman, markvörður Vals, fór út í skelfilegt úthlaup, boltinn barst að lokum til Andreu, sem lagði boltann í autt markið. Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals, stóð ein eftir á marklínunni og gat lítið gert í málunum. Blikar réðu lögum og lofum út hálfleikinn og það eina sem sást frá Valsliðinu voru misheppnuð skot utan af velli. Heimastúlkur náðu að bæta við öðru marki á markamínútunni sjálfri, þeirri 43. þegar Fanndís Friðriksdóttir hamraði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig. Heimastúlkur byrjuðu síðari hálfleikinn á því að skora tvö mörk á stuttum tíma og staðan var orðin 4-0. Fanndís Friðriks skoraði þá sitt annað mark og Telma Hjaltalín skoraði einnig. Þegar hálftími var eftir af leiknum var hann í raun búinn. Fanndís átti eftir að skora sitt þriðja mark í leiknum og kom það rétt undir lok leiksins. Þá kórónaði hún frábæran leik sinn og lék sér einfaldlega að varnarmönnum Vals og innsiglaði þrennuna. Svava Rós Guðmundsdóttir innsiglaði magnaðan sigur Blika í kvöld og gerði sjötta mark þeirra í leiknum. Blikar unnu gríðarlega þægilegan sigur á Val í kvöld. Fleiri mörk voru ekki skoruð í leiknum. Breiðablik er einfaldlega með mikið betra lið. Blikar þurfa því einn sigur í viðbót til að tryggja sér titilinn. Fanndís: Þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á„Þrátt fyrir að það hafi verið 2-0 fyrir okkur í hálfleik, þá vorum við ekkert að spila frábærlega vel,“ segir Fanndís Friðriksdóttir, markaskorari Blika, eftir sigurinn. „En ef leikir fara 6-0 þá segir það manni að hann var ekkert svo erfiður. Við nálguðumst þennan leik bara eins og alla aðra og ætluðum að fara í hann eins og alla aðra, með það hugafar að vinna.“ Fanndís segir að núna sé mjög mikilvægt að hafa hausinn rétt skrúfaðan á.+ „Ef það er ekki þannig, þá getur þetta farið illa. Við þurfum að stilla spennustigið og gíra okkur upp í það að klára þetta almennilega.“ Ólafur: Ekki svona mikill gæðamunur á þessum liðum„Ég get ekki viðurkennt að gæðamunurinn sé svona mikill á liðunum,“ segir Ólafur Tryggvi Brynjólfsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld. „Við vorum með ákveðið leikskipulag inn í leikinn, en fáum á okkur mark strax í upphafi. Eftir það var þetta erfitt en við náðum að vinna okkur aftur inn í leikinn.“ Hann segir að með smá meiri gæðum hjá hans leikmönnum hefði liðið getað opnað vörn Blika betur. „Við ætluðum síðan bara að halda áfram í síðari hálfleiknum en þegar leið á hann fór að bera á óþolinmæði hjá mínum leikmönnum. Þá fóru menn að fara úr stöðu og svona og þá opnast fyrir þessa hröðu framherja Breiðabliks.“ Ólafur segir að það sé enginn möguleiki á því að titillinn fari eitthvað annað en til Blika í ár. „Þær fengu þrjá sigurvegara frá Val fyrir tímabilið, stelpur sem kunna að vinna og það hjálpar liðinu gríðarlega.“vísir/getty
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn