Sextánda umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í kvöld með frestuðum leik ÍBV og KR í Vestmannaeyjum en í gær var farið yfir hina fimm leiki umferðarinnar í Pepsi-mörkunum.
Hörður Magnússon stýrði þættinum að venju og var að þessu sinni með sérfræðinganna Hjört Hjartarson og Arnar Gunnlaugsson með sér.
Topplið FH og Breiðabliks unnu bæði heimasigra en hinir þrír leikir umferðarinnar enduðu með jafntefli þar af voru skoruðu sex mörk í jafntefli Fylkis og Keflavíkur í Árbænum.
Víkingar og Valsmenn tryggðu sér jafntefli í Reykjavíkurslögum með því að skora jöfnunarmark undir lok sinna leikja.
Eins og til þessa í sumar þá sýnir Vísir styttri útgáfu af Pepsi-mörkunum daginn eftir frumsýningu og má sjá nýjasta þáttinn hér að ofan.
Pepsi-mörkin | 16. þáttur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mest lesið


Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin
Íslenski boltinn

„Svona er úrslitakeppnin“
Handbolti


„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“
Körfubolti

Dramatík í Manchester
Enski boltinn




Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi
Íslenski boltinn