Freyr: Markmiðið er að vinna riðilinn Kristinn Páll Teitsson skrifar 9. september 2015 16:30 Freyr Alexandersson. Vísir/Pjetur „Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira
„Það er klárlega markmiðið okkar að vinna riðilinn og bóka okkur með því sæti beint inn á lokamótið sem fer fram í Hollandi eftir tvö ár og við munum vinna markvisst að því,“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, eftir að hafa tilkynnt leikmannahópinn fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2017 sem fer fram í Hollandi. Það munar um að Margrét Lára Viðarsdóttir virðist vera að ná aftur fyrri styrk en hún hefur leikið 90 mínútur í undanförnum leikjum og Freyr sagðist vera ánægður að sjá hana vera farna af stað á ný. „Það er jákvætt fyrir okkur og fyrir hana. Þetta er búið að vera erfitt fyrir hana í meiðslunum en henni líður vel núna og það er eflaust mikil tilhlökkun hjá henni að koma til móts við liðið. Hún er flottur íþróttamaður sem hefur átt glæsilegan feril þrátt fyrir erfið meiðsli, það segir sitt að hún hafi skorað rúmlega 70 mörk fyrir íslenska landsliðið,“ sagði Freyr sem var ánægður að fá leik þegar leikmenn liðsins úr Pepsi-deildinni væru í toppstandi. „Þær ættu að vera í toppformi þessa dagana og fyrir vikið henta þessir haust leikdagar okkur vel. Þær sem eru í þessum hóp hafa verið að standa sig vel og koma vonandi með það inn í landsliðið núna.“ Sonný Lára Þráinsdóttir og Guðrún Arnardóttir eru hluti af leikmannahóp íslenska liðsins en þær hafa slegið í gegn í liði Blika. „Þær hafa báðar átt frábært Íslandsmót. Þær komu með á Algarve Cup síðast og þar fékk ég tækifæri til að skoða betur hvað þær hafa fram að færa. Þær hafa báðar tekið gríðarlegum framförum undanfarin ár og það er frábært að fá samkeppni í miðvarða- og markmannsstöðunni.“ Freyr sagði það jákvætt fyrir aðra leikmenn Pepsi-deildarinnar að sjá að með góðri frammistöðu væri sæti í landsliðinu í boði. „Það er mjög mikilvægt, deildin er búin að vera frábær í sumar. Gæðin í deildinni eru að aukast og við erum búin að fá toppleiki trekk í trekk. Þetta gefur öðrum stelpum von því við veljum þær sem standa sig vel.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Sport Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Real Madrid fer liða verst út úr myndbandsdómgæslunni Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Sjá meira