Ástand heimsins Böðvar Jónsson skrifar 8. september 2015 11:07 Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Böðvar Jónsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Maður les, hlustar og horfir á þau ósköp sem ganga á í heiminum og veltir fyrir sér hversu slæmt ástandið geti orðið áður en leiðtogar heimsins, allir sem einn, taka ráð saman í fullkominni og raunverulegri, alvöru með það í huga að brjóta odd af oflæti og stöðva stríðsátökin mannkyninu til heilla. Margir hafa sagt og munu segja: „Það er hægara sagt en gert“. Það er alveg rétt en það er samt eina raunhæfa lausnin í stöðunni. Fólk er snortið og því er ofboðið svo það hefur stigið fram og boðið hverskyns aðstoð vegna flóttamannavandans og krafið ráðamenn aðgerða. Vandinn sem heimurinn stendur frammi fyrir virðist stefna í einhverja mestu þjóðflutninga sem heimurinn hefur staðið frammi fyrir. Ekkert lát er á flóttamannastraumnum, fremur aukning ef eitthvað er. Ég endurtek því, eina raunhæfa lausnin er friður. Maður hefur oft tekið upp umræðuna um frið en henni er oft mætt með þeirri fullyrðingu að friður sé ómögulegur, eðli mannsins komi í veg fyrir það því maðurinn sé í eðli sínu sjálfselskur og árásargjarn. Mér sýnist viðbrögð almennings við ástandinu sem við blasir afsanna þessa fullyrðingu. Það hefur einnig sýnt sig á síðustu dögum að almenningur getur haft áhrif og í mörgum löndum þvingað fram aðgerðir ráðamanna til samræmis við ríkjandi vilja almennings, þökk sé gjörbreyttri stöðu í heiminum. Segja má að spámannleg orð sem mælt voru upp úr 1850 og sem hljóða „Heimurinn er eitt land og mannkynið íbúar þess“ hafi sannað tilvistarrétt sinn og því skýrar sem hver dagurinn líður. Með hjálp samfélagsmiðla og nútíma samgangna er almenningur um allan heim farinn að skynja heiminn sem eitt land nokkuð sem leiðtogar heimsins tregðast við að viðurkenna en fjölþjóðafyrirtæki nýta út í ystu æsar. Krafa dagsins ætti að vera: Ráðamenn heimsins! Takið höndum saman, stöðvið vopnuð átök með öllum tiltækum ráðum, hefðbundnum eða óhefðbundnum, alla vega ráðum sem duga og tryggja íbúum átakasvæða aðstæður til uppbyggingar og lífvænlegs umhverfis á heimaslóð. Við upphaf alþjóðlegs friðarárs Sameinuðu þjóðanna 1985 var yfirlýsingin „Fyrirheit um heimsfrið“ afhent ráðamönnum um allan heim. Yfirlýsingunni var mætt með áhugaleysi þá, kannski líta menn hana öðrum augum nú. Mig langar að birta eina stutta málsgrein úr þessari yfirlýsingu. „Að þessi friður verði fyrst að veruleika eftir óumræðilegar skelfingar, sem þrákelknisleg fastheldni mannkynsins við gamalt hegðunarmynstur hrindir af stað, eða honum verði komið á núna á grundvelli vilja til samráðs, eru þeir valkostir, sem blasa við öllum íbúum jarðarinnar. Á þessum háskalegu tímamótum, þegar illleysanlegir erfiðleikar, sem steðja að þjóðunum, hafa runnið saman í vandamál, sem allur heimurinn stendur sameiginlega andspænis, væri það óverjandi ábyrgðarleysi að láta sér mistakast að stemma stigu við átökum og öngþveiti.“ Megi ráðamenn heimsins bera gæfu til að koma saman og einsetja sér að hefja það samráð sem mun ráðast að rótum vandans og leiða mannkynið til varanlegs friðar og farsældar.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar