Sveinbjörg Birna fordæmir femíníska listasýningu í ráðhúsinu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 17. september 2015 10:27 Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir. Vísir/Valli „Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær. Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
„Ef helstu afrek okkar kvenna í gegnum tíðina og nú eru að afklæða okkur þá held ég að ég leggi bara árar í bát strax, og sé ekki hví við konur erum að mennta okkur og sækjast eftir því að komast til áhrifa,“ segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- og flugvallarvina, um listasýninguna Kynleikar sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur, á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt heimildum Vísis er til athugunar að loka þessum þætti sýningarinnar. Listamennirnir sem að sýningunni standa sökuðu í gær starfsmenn ráðhússins um að slökkva ítrekað á þeim myndbandsverkum sem á sýningunni eru. Þeir segja að um femínísk listaverk sé að ræða, sem meðal annars sýni nakta kvenmannslíkama, og telja líklegt að þau hafi sært blygðunarkennd einstakra starfsmanna í ráðhúsinu.Umrædd Facebook-færsla.„Píka um allt ráðhús“Sveinbjörgu segist blöskra verkið. „Mér blöskrar hluti af sýningunni í Ráðhúsinu sem heitir afrekssýning kvenna sem virðist gera því hátt undir höfði að skrifa "píka" út um allt ráðhús og birta myndir og myndbönd af nöktum konum og teikningar af sköpunarfærum kvenna,“ segir hún og furðar sig á því hversu miklum fjármunum hafi verið varið í sýninguna. „Þetta er dýrasti liðurinn af þessum 15 milljónum sem átti að setja í hátíðarhöld vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Kostar um 7,5 og búið að ráða einhvern sýningarstjóra og ég veit ekki hvað og hvað. Mér hreinlega blöskrar eða ég skil ekki svona list, þetta hefur ekkert með afrek kvenna að gera.“ Aðstandendur listasýningarinnar báðu í gær gesti afsökunar á málinu en sögðust hafa hafið samningaviðræður við borgina. Verkin eru sýnd í mötuneyti ráðhússins. Nú rétt í þessu gerðist það svo að Sveinbjörg Birna tók út umrædda Facebook-færslu. Heimildir Vísis herma að það hafi verið samkvæmt beiðni innan úr ráðhúsinu, en þar er málið nú til umfjöllunar enda hefur það valdið talsverðu uppnámi innan húss og er til athugunar að slökkva á þessum hluta sýningarinnar. Ef það gengur eftir eru þetta síðustu forvöð að sjá hina umdeildu sýningu í heild sinni. Hildur Lillendahl, verkefnastjóri sýningarinnar, vildi ekki tjá sig um málið. ATH. Við biðjumst velvirðingar á því að gestir komi nær undantekningarlaust að svörtum myndbandsskjám og verkum í...Posted by Ekkisens Listarýmisdóttir on 15. september 2015 Facebook-færsla listahópsins frá því í gær.
Tengdar fréttir Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Ítrekað slökkt á femínísku listaverki í ráðhúsinu Femínískt listaverk særir blygðunarkennd starfsfólks sem neitar að hafa það fyrir augunum 16. september 2015 13:10