Langaði að leggja sitt á vogarskálarnar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 12. september 2015 10:00 Hér má sjá Ástu með tveimur af myndunum tíu sem verða á sýningunni. Verkin byggja á óskum íslenskra barna. Vísir/Vilhelm Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði. Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Í dag verður opnuð í Gerðubergi ljósmyndasýningin Óskir íslenskra barna. Sýningin er samstarfsverkefni ljósmyndarans Ástu Kristjánsdóttur, Barnaheilla – Save the Children á Íslandi og Steinunnar Hauksdóttur sem sá um uppsetningu, búninga og gerð óskatrésins. Sýningin hefur verið rúm tvö ár í vinnslu og segir Ásta sig hafa langað til þess að vekja athygli á réttindum og stöðu þeirra barna á Íslandi sem búa við vanrækslu, ofbeldi og/eða fátækt. „Eftir að hafa lesið mikið um fátækt á Íslandi og að börn væru vanrækt, fátæk og beitt ofbeldi fór ég að velta því fyrir mér hvað ég gæti gert,“ segir Ásta en sýningin er byggð á sönnum reynslusögum barna og sýna myndirnar ímyndaðar óskir barnanna. Hún segir verkefnið vissulega hafa verið krefjandi og á tímum erfitt en hvatinn hafir verið að stuðla að fræðslu og forvörnum. „Krakkar geta komið á sýninguna og ef þau þurfa hjálp geta þau sett nafnið sitt og símanúmer á lítinn miða og þá verður haft samband við þau og þeim veitt ráðgjöf,“ segir Ásta en líkt og áður sagði er sýningin unnin í samstarfi við Barnaheill og er haldin í tilefni af 25 ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sögurnar eru margar hverjar átakanlegar og eru þær unnar upp úr beinum tilvitnunum í börnin og ímyndaðar óskir þeirra. „Ein átta ára gömul stelpa sagði orðrétt: Ég var heppin að vera ekki unglingur, því þá hefði ég getað fengið barn í magann. Óskin hennar var sú að hún vildi vera orðin fullorðin. Hún vildi bara komast í burtu frá heimili sínu af því hún vildi ekki búa þar lengur." Í lok sýningarinnar hafa börnin kost á að festa sínar óskir á óskatré og hvetur Ásta foreldra til að aðstoða börnin við að skoða sýninguna og skrifa óskir sínar á miða. Sýningin opnar í Gerðubergi klukkan 14.00 í dag og stendur þar yfir í þrjá mánuði.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira