Flóttamenn á Íslandi Gunnhildur Árnadóttir skrifar 11. september 2015 10:00 Íslendingar eru, ásamt 146 öðrum þjóðum, aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna. Samningurinn er frá 1951 og bókun sama efnis frá 1968. Ríki, sem eru aðilar að bókuninni, skuldbinda sig til að beita efnisákvæðum samningsins um flóttamenn, eins og þeir eru skilgreindir í samningnum. Í stuttu máli má segja, að með aðild að samningnum samþykki Íslendingar skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á hugtakinu flóttamaður, og fylgi þeim reglum, sem um þá eru settar í alþjóðasamningum. Flóttamenn, sem eru skrásettir í flóttamannabúðum UNHCR, og hafa fengið viðurkennda stöðu sem slíkir, geta stundum ekki nýtt sér vernd í því landi, þar sem þeir eru staddir hverju sinni, og það er því oft mat Flóttamannastofnunarinnar, að nauðsynlegt sé að flytja þá til þriðja lands. Þegar svo er, þá biðla SÞ til aðildarríkja samningsins að taka við þessum einstaklingum og veita þeim vernd samkvæmt ákvæðum samningsins. Þessir flóttamenn eru oft nefndir „kvótaflóttamenn“, þ.e. „resettlement refugees“. Hælisleitendur, sem oft eru nefndir svo í fréttum, eru ekki í þessum hópi. Það eru þessir kvótaflóttamenn, sem rætt er hvort Íslendingar eigi að taka við. Flóttamenn, sem nú þegar hafa verið skilgreindir sem slíkir og eiga skýlausan rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Íslendingar hafa í yfir 50 ár verið aðilar að samningi, sem staðfestir þennan rétt þeirra. Það virðist sem þessi staðreynd hafi farið fram hjá meirihluta þeirra, sem mæla gegn móttöku flóttamanna. Hér er ekki um að ræða einhverja „lukkuriddara“, sem stökkva um borð í báta í leit að betur launaðri vinnu, eða konur og unglingsstúlkur, sem hafa heyrt að gaman sé að versla í Lindex. Þvert á móti er hér um að ræða fólk, sem æðstu yfirvöld flóttamannamála í heiminum hafa viðurkennt sem einstaklinga sem „er/u utan heimalands síns […] af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa þangað aftur.“ (skilgreining á hugtakinu flóttamaður skv. 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna). Við höfum öll séð myndirnar í fréttum og á samfélagsmiðlum. Enginn gerir að gamni sínu að koma sér í þá stöðu, sem þar birtist okkur. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið á móti níu kvótaflóttamönnum að meðaltali á ári. Það eru tæplega þrír flóttamenn á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar hafa Finnar tekið við tíu sinnum fleiri, eða 34 á hverja 100.000, Norðmenn 123 á hverja 100.000 og Svíar 160 á hverja 100.000. Ef við öll þykjumst í augnablik vera sammála um, að taka eigi við kvótaflóttamönnum og fjölga í hópnum; hvernig á þá að standa að því, og hversu mörgum eigum við að taka við? Persónulega tel ég, að í stað þess að taka við 50, þá þyrfti talan að vera mun hærri. Það er ekki þar með sagt, að við eigum að keppa við hæstu tölur nágrannaríkjanna, enda værum við þá að tala um yfir 400 manns á ári, sem íslenska aðferðin við móttöku flóttamanna myndi ekki ráða við. Fram að þessu hefur Rauði kross Íslands borið hitann og þungann af móttöku flóttamanna á Íslandi, og hafa samtökin staðið sig með eindæmum vel við það verkefni. Þetta má greina í öllum viðhorfskönnunum og viðtölum, sem tekin hafa verið við flóttamenn, búsetta á Íslandi. En ef íslensk ríkisstjórn ræðst í það verkefni að veita fjölda kvótaflóttamanna búsetu á Íslandi, þá er það ekki raunsætt að ætlast til þess, að félagasamtök og sjálfboðaliðar annist það verkefni alfarið. Það þarf að setja ákveðinn ramma utan um þjónustu við flóttamenn og aðlögun þeirra að samfélaginu. Í Noregi tilheyrir þessi þjónusta sveitarfélögunum. Þegar skrifað er undir samning um búsetu flóttamanns í tilteknu sveitarfélagi, þá flyst viðkomandi frá flóttamannahæli (asylmottak) til sveitarfélagsins. Það er þá á ábyrgð sveitarfélagsins að útvega einstaklingi eða fjölskyldu húsnæði, hvort sem það er á almennum leigumarkaði eða í félagsbústöðum. Einnig ber sveitarfélaginu skylda til að tryggja einstaklingunum aðlögunarferli, sem felur í sér norskukennslu, samfélagskennslu, ásamt öðru námi og verkefnum, sem miða að því að viðkomandi geti á tveimur árum útskrifast úr þessu ferli og við taki launuð atvinna eða framhaldsnám. Þetta ferli er ekki gallalaust, en mætti þó taka til fyrirmyndar, þegar Íslendingar ráðast í móttöku og aðlögun nýrra flóttamanna. Að mörgu er að huga og mikilvægt, að vel sé staðið að þessu starfi, og þá ekki síst heilbrigðisþættinum. Hlýhugurinn, sem komið hefur fram í íslensku samfélagi síðustu daga, er stórkostlegur. Ég vil þó benda á, að þessar lausnir eru flestar hverjar skammtímalausnir. Þær eru sannarlega mikilvægar, þegar neyðin ber að dyrum. Um leið er þó nauðsynlegt, að hefja vinnu og leit að langtímalausnum og framhaldsaðstoð skipulögð. Tryggja þarf að hægt sé að veita þá þjónustu sem flóttamennirnir þurfa á að halda, á tungumáli sem þeir skilja. Því er mikilvægt að túlkaþjónusta sé fyrir hendi innan heilbrigðisgeirans, að nægt framboð sé af sálfræðiaðstoð og áfallahjálp og að íslenskukennsla geti farið fram, þó ekki sé nema að einhverju leyti, á móðurmáli flóttamannanna. Við þá, sem álíta að íslensk stjórnvöld ættu fyrsta að taka til heima fyrir, áður en ráðist er í að flytja þurfandi fólk til landsins, vil ég segja þetta: Þessir valmöguleikar útiloka ekki hvor annan! Það er ekki verið að ræða um að taka af fólki þau réttindi sem fylgja því að vera íslenskur ríkisborgari og færa flóttamönnum hann í staðinn á silfurfati. Haldið verður áfram að vinna í málefnum öryrkja, heimilislausra, geðsjúkra og aldraðra, samhliða vinnu við málefni flóttamanna. Svo verður bara að segjast að vandamálin heima fyrir verða svo ósköp lítilvæg, sé litið á þau í samanburði við þau vandamál sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr baráttu þeirra sem erfitt eiga á Íslandi, en munum það að yfir 2.600 manns hafa látist það sem af er ári við það eitt að reyna að bjarga sjálfum sér og fjölskyldum sínum úr lífshættu! Ég efast um að nokkrir Íslendingar sjái sinn einasta lífsmöguleika í því að hætta lífi og limum við að setjast um borð í árabát og leggja í langferð yfir hafið til nágrannalandanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar eru, ásamt 146 öðrum þjóðum, aðili að alþjóðasamningi um stöðu flóttamanna. Samningurinn er frá 1951 og bókun sama efnis frá 1968. Ríki, sem eru aðilar að bókuninni, skuldbinda sig til að beita efnisákvæðum samningsins um flóttamenn, eins og þeir eru skilgreindir í samningnum. Í stuttu máli má segja, að með aðild að samningnum samþykki Íslendingar skilgreiningu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) á hugtakinu flóttamaður, og fylgi þeim reglum, sem um þá eru settar í alþjóðasamningum. Flóttamenn, sem eru skrásettir í flóttamannabúðum UNHCR, og hafa fengið viðurkennda stöðu sem slíkir, geta stundum ekki nýtt sér vernd í því landi, þar sem þeir eru staddir hverju sinni, og það er því oft mat Flóttamannastofnunarinnar, að nauðsynlegt sé að flytja þá til þriðja lands. Þegar svo er, þá biðla SÞ til aðildarríkja samningsins að taka við þessum einstaklingum og veita þeim vernd samkvæmt ákvæðum samningsins. Þessir flóttamenn eru oft nefndir „kvótaflóttamenn“, þ.e. „resettlement refugees“. Hælisleitendur, sem oft eru nefndir svo í fréttum, eru ekki í þessum hópi. Það eru þessir kvótaflóttamenn, sem rætt er hvort Íslendingar eigi að taka við. Flóttamenn, sem nú þegar hafa verið skilgreindir sem slíkir og eiga skýlausan rétt á að sækja um hæli á Íslandi. Íslendingar hafa í yfir 50 ár verið aðilar að samningi, sem staðfestir þennan rétt þeirra. Það virðist sem þessi staðreynd hafi farið fram hjá meirihluta þeirra, sem mæla gegn móttöku flóttamanna. Hér er ekki um að ræða einhverja „lukkuriddara“, sem stökkva um borð í báta í leit að betur launaðri vinnu, eða konur og unglingsstúlkur, sem hafa heyrt að gaman sé að versla í Lindex. Þvert á móti er hér um að ræða fólk, sem æðstu yfirvöld flóttamannamála í heiminum hafa viðurkennt sem einstaklinga sem „er/u utan heimalands síns […] af ástæðuríkum ótta við að verða ofsóttur vegna kynþáttar, trúarbragða, þjóðernis, aðildar í sérstökum félagsmálaflokkum eða stjórnmálaskoðana, og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, færa sér í nyt vernd þess lands; eða þann, sem er ríkisfangslaus, og er utan þess lands, þar sem hann áður hafði reglulegt aðsetur, vegna slíkra atburða og getur ekki eða vill ekki, vegna slíks ótta, hverfa þangað aftur.“ (skilgreining á hugtakinu flóttamaður skv. 1. gr. alþjóðasamnings um stöðu flóttamanna). Við höfum öll séð myndirnar í fréttum og á samfélagsmiðlum. Enginn gerir að gamni sínu að koma sér í þá stöðu, sem þar birtist okkur. Frá árinu 1956 hefur Ísland tekið á móti níu kvótaflóttamönnum að meðaltali á ári. Það eru tæplega þrír flóttamenn á hverja 100 þúsund íbúa. Til samanburðar hafa Finnar tekið við tíu sinnum fleiri, eða 34 á hverja 100.000, Norðmenn 123 á hverja 100.000 og Svíar 160 á hverja 100.000. Ef við öll þykjumst í augnablik vera sammála um, að taka eigi við kvótaflóttamönnum og fjölga í hópnum; hvernig á þá að standa að því, og hversu mörgum eigum við að taka við? Persónulega tel ég, að í stað þess að taka við 50, þá þyrfti talan að vera mun hærri. Það er ekki þar með sagt, að við eigum að keppa við hæstu tölur nágrannaríkjanna, enda værum við þá að tala um yfir 400 manns á ári, sem íslenska aðferðin við móttöku flóttamanna myndi ekki ráða við. Fram að þessu hefur Rauði kross Íslands borið hitann og þungann af móttöku flóttamanna á Íslandi, og hafa samtökin staðið sig með eindæmum vel við það verkefni. Þetta má greina í öllum viðhorfskönnunum og viðtölum, sem tekin hafa verið við flóttamenn, búsetta á Íslandi. En ef íslensk ríkisstjórn ræðst í það verkefni að veita fjölda kvótaflóttamanna búsetu á Íslandi, þá er það ekki raunsætt að ætlast til þess, að félagasamtök og sjálfboðaliðar annist það verkefni alfarið. Það þarf að setja ákveðinn ramma utan um þjónustu við flóttamenn og aðlögun þeirra að samfélaginu. Í Noregi tilheyrir þessi þjónusta sveitarfélögunum. Þegar skrifað er undir samning um búsetu flóttamanns í tilteknu sveitarfélagi, þá flyst viðkomandi frá flóttamannahæli (asylmottak) til sveitarfélagsins. Það er þá á ábyrgð sveitarfélagsins að útvega einstaklingi eða fjölskyldu húsnæði, hvort sem það er á almennum leigumarkaði eða í félagsbústöðum. Einnig ber sveitarfélaginu skylda til að tryggja einstaklingunum aðlögunarferli, sem felur í sér norskukennslu, samfélagskennslu, ásamt öðru námi og verkefnum, sem miða að því að viðkomandi geti á tveimur árum útskrifast úr þessu ferli og við taki launuð atvinna eða framhaldsnám. Þetta ferli er ekki gallalaust, en mætti þó taka til fyrirmyndar, þegar Íslendingar ráðast í móttöku og aðlögun nýrra flóttamanna. Að mörgu er að huga og mikilvægt, að vel sé staðið að þessu starfi, og þá ekki síst heilbrigðisþættinum. Hlýhugurinn, sem komið hefur fram í íslensku samfélagi síðustu daga, er stórkostlegur. Ég vil þó benda á, að þessar lausnir eru flestar hverjar skammtímalausnir. Þær eru sannarlega mikilvægar, þegar neyðin ber að dyrum. Um leið er þó nauðsynlegt, að hefja vinnu og leit að langtímalausnum og framhaldsaðstoð skipulögð. Tryggja þarf að hægt sé að veita þá þjónustu sem flóttamennirnir þurfa á að halda, á tungumáli sem þeir skilja. Því er mikilvægt að túlkaþjónusta sé fyrir hendi innan heilbrigðisgeirans, að nægt framboð sé af sálfræðiaðstoð og áfallahjálp og að íslenskukennsla geti farið fram, þó ekki sé nema að einhverju leyti, á móðurmáli flóttamannanna. Við þá, sem álíta að íslensk stjórnvöld ættu fyrsta að taka til heima fyrir, áður en ráðist er í að flytja þurfandi fólk til landsins, vil ég segja þetta: Þessir valmöguleikar útiloka ekki hvor annan! Það er ekki verið að ræða um að taka af fólki þau réttindi sem fylgja því að vera íslenskur ríkisborgari og færa flóttamönnum hann í staðinn á silfurfati. Haldið verður áfram að vinna í málefnum öryrkja, heimilislausra, geðsjúkra og aldraðra, samhliða vinnu við málefni flóttamanna. Svo verður bara að segjast að vandamálin heima fyrir verða svo ósköp lítilvæg, sé litið á þau í samanburði við þau vandamál sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Nú vil ég alls ekki gera lítið úr baráttu þeirra sem erfitt eiga á Íslandi, en munum það að yfir 2.600 manns hafa látist það sem af er ári við það eitt að reyna að bjarga sjálfum sér og fjölskyldum sínum úr lífshættu! Ég efast um að nokkrir Íslendingar sjái sinn einasta lífsmöguleika í því að hætta lífi og limum við að setjast um borð í árabát og leggja í langferð yfir hafið til nágrannalandanna.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun