Margir styðja kjarakröfur aldraðra og öryrkja Björgvin Guðmundsson skrifar 10. september 2015 00:00 Viðbrögð við grein minni í Fréttablaðinu um áskorun á Alþingi voru gífurlega mikil. Mjög margir hringdu og lýstu yfir stuðningi við, að Alþingi samþykkti að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax til samræmis við hækkun lágmarkslauna. Menn telja þetta sanngjarna kröfu. Menn álíta það eðlilegt og sjálfsagt, að lífeyrir hækki strax jafnmikið og lægstu laun og, að það verði afturvirkt frá 1. maí sl. Það er óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ætlað að hafa af lífeyrisþegum hækkun í átta mánuði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm, að það má engan tíma missa fyrir lagfæringu þeirra. Lagfæringin verður að gerast strax.Mikill stuðningur við aldraða og öryrkja Það fer ekki á milli mála, að almenningur stendur með öldruðum og öryrkjum og vill að lífeyrir þeirra verði hækkaður strax. En hvernig er með stjórnmálamennina? Vilja þeir styðja lífeyrisþega? Þeir geta svarað því, þegar Alþingi kemur saman nú í september. Þá geta þeir samþykkt í einu hljóði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja nákvæmlega jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu. Þeir geta skapað réttlæti og bundið endi á það ranglæti, að ákveðnum hópi eldri borgara og öryrkja sé svo naumt skammtaður lífeyrir, að hann dugi ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar Alþingi leiðréttir þetta mun afstaða almennings til Alþingis breytast í einu vetfangi og verða jákvæð. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi að gera en að skapa réttlæti?Stenst Alþingi prófið? Það er kominn tími til að Alþingi breyti um vinnubrögð, hætti að karpa um ómerkilega hluti og snúi sér að alvarlegum málum, sem varða réttlæti fyrir borgarana. Sú kynslóð Íslendinga, sem nú er orðin öldruð, hefur átt stóran þátt í að skapa Ísland dagsins í dag. Þessi kynslóð hefur að verulegu leyti byggt upp Ísland. En samt býr stór hluti þessarar kynslóðar við mjög slæm kjör. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi en að bæta hér úr og laga ríkulega kjör þessarar kynslóðar?40 þúsund eldri borgarar Eldri borgarar (65 ára og eldri) eru 40 þúsund í dag. Öryrkjar eru um 17 þúsund. Aldraðir verða 45 þúsund árið 2020. Þessi stóri hópur aldraðra og öryrkja mun fylgjast grannt með störfum Alþingis, nú þegar það kemur saman á ný. Í augum eldri borgara og öryrkja er Alþingi að gangast undir próf. Allur þessi mikli fjöldi aldraðra og öryrkja spyr: Mun Alþingi standast prófið og leiðrétta kjör lífeyrisþega eða fellur Alþingi á prófinu? Málið er í höndum Alþingis. Valdið er í höndum Alþingis. Vonandi stenst Alþingi prófið.Samfylkingin styður kjarakröfurnar Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að Samfylkingin flytji tillögu á Alþingi strax í upphafi þingsins um, að lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund krónur á mánuði eins og lágmarkslaun. Vonandi fylgja hinir flokkarnir á eftir svo málið fái meirihluta í þinginu. Þetta eru virkilegar gleðifréttir og leiða í ljós, að kjarabarátta eldri borgara er að byrja að bera árangur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Viðbrögð við grein minni í Fréttablaðinu um áskorun á Alþingi voru gífurlega mikil. Mjög margir hringdu og lýstu yfir stuðningi við, að Alþingi samþykkti að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja strax til samræmis við hækkun lágmarkslauna. Menn telja þetta sanngjarna kröfu. Menn álíta það eðlilegt og sjálfsagt, að lífeyrir hækki strax jafnmikið og lægstu laun og, að það verði afturvirkt frá 1. maí sl. Það er óskiljanlegt, að ríkisstjórnin skuli hafa ætlað að hafa af lífeyrisþegum hækkun í átta mánuði. Kjör lífeyrisþega eru það slæm, að það má engan tíma missa fyrir lagfæringu þeirra. Lagfæringin verður að gerast strax.Mikill stuðningur við aldraða og öryrkja Það fer ekki á milli mála, að almenningur stendur með öldruðum og öryrkjum og vill að lífeyrir þeirra verði hækkaður strax. En hvernig er með stjórnmálamennina? Vilja þeir styðja lífeyrisþega? Þeir geta svarað því, þegar Alþingi kemur saman nú í september. Þá geta þeir samþykkt í einu hljóði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja nákvæmlega jafnmikið og lágmarkslaun hækkuðu. Þeir geta skapað réttlæti og bundið endi á það ranglæti, að ákveðnum hópi eldri borgara og öryrkja sé svo naumt skammtaður lífeyrir, að hann dugi ekki fyrir brýnustu útgjöldum. Þegar Alþingi leiðréttir þetta mun afstaða almennings til Alþingis breytast í einu vetfangi og verða jákvæð. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi að gera en að skapa réttlæti?Stenst Alþingi prófið? Það er kominn tími til að Alþingi breyti um vinnubrögð, hætti að karpa um ómerkilega hluti og snúi sér að alvarlegum málum, sem varða réttlæti fyrir borgarana. Sú kynslóð Íslendinga, sem nú er orðin öldruð, hefur átt stóran þátt í að skapa Ísland dagsins í dag. Þessi kynslóð hefur að verulegu leyti byggt upp Ísland. En samt býr stór hluti þessarar kynslóðar við mjög slæm kjör. Hvað er mikilvægara fyrir Alþingi en að bæta hér úr og laga ríkulega kjör þessarar kynslóðar?40 þúsund eldri borgarar Eldri borgarar (65 ára og eldri) eru 40 þúsund í dag. Öryrkjar eru um 17 þúsund. Aldraðir verða 45 þúsund árið 2020. Þessi stóri hópur aldraðra og öryrkja mun fylgjast grannt með störfum Alþingis, nú þegar það kemur saman á ný. Í augum eldri borgara og öryrkja er Alþingi að gangast undir próf. Allur þessi mikli fjöldi aldraðra og öryrkja spyr: Mun Alþingi standast prófið og leiðrétta kjör lífeyrisþega eða fellur Alþingi á prófinu? Málið er í höndum Alþingis. Valdið er í höndum Alþingis. Vonandi stenst Alþingi prófið.Samfylkingin styður kjarakröfurnar Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist, að Samfylkingin flytji tillögu á Alþingi strax í upphafi þingsins um, að lífeyrir aldraðra hækki í 300 þúsund krónur á mánuði eins og lágmarkslaun. Vonandi fylgja hinir flokkarnir á eftir svo málið fái meirihluta í þinginu. Þetta eru virkilegar gleðifréttir og leiða í ljós, að kjarabarátta eldri borgara er að byrja að bera árangur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun