Rodgers stórkostlegur í öruggum sigri Green Bay Packers | Myndbönd Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. september 2015 17:45 Rodgers gefur hér skipanir til Randall Cobb. Vísir/Getty Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers unnu sannfærandi 38-28 sigur á Kansas City Chiefs í lokaleik 3. umferð í NFL-deildinni á heimavelli í nótt. Leikmenn Packers höfðu unnið báða leiki sína fram að leik gærdagsins en Kansas City Chiefs tapaði á útivelli gegn Denver Broncos í síðustu umferð eftir sigur á Houston Texans í fyrstu umferð. Rodgers hóf leikinn með látum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum strax í fyrsta leikhluta og alls þremur snertimörkum í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Kansas City Chiefs áttu í töluvert meiri vandræðum í sóknarleiknum en tókst að komast á blað með snertimarki frá Jamaal Charles í öðrum leikhluta en Green Bay Packers leiddi 24-7 í hálfleik.Jamaal Charles teygir sig í endamarkið fyrir snertimarki.Vísir/GettyEftir sitt hvort snertimarkið í þriðja leikhluta reyndu leikmenn Kansas City að saxa á forskot heimamanna í fjórða leikhluta og hljóp Jamaal Charles tvisvar til viðbótar í markið fyrir snertimarki en vörn liðsins tókst ekki að stöðva Aaron Rodgers. Green Bay Packers skoraði snertimark í fjórða leikhluta sem gerði út um leikinn. Átti Rodgers stutta sendingu á Randall Cobb sem skoraði snertimark, sitt þriðja í leiknum og fimmta snertimarkssending Rodgers í leiknum. Green Bay hefur unnið fyrstu þrjá leiki tímabilsins en liðið mætir vængbrotnu liði San Fransisco 49ers á útivelli í næstu umferð á meðan leikmenn Kansas City Chiefs eiga fyrir höndum erfiðan leik gegn Cincinnatti Bengals. Hægt er að sjá allt það helsta úr leiknum hér, bestu tilþrif Rodgers í leiknum hér og tilþrif Jamaal Charles hér. NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers unnu sannfærandi 38-28 sigur á Kansas City Chiefs í lokaleik 3. umferð í NFL-deildinni á heimavelli í nótt. Leikmenn Packers höfðu unnið báða leiki sína fram að leik gærdagsins en Kansas City Chiefs tapaði á útivelli gegn Denver Broncos í síðustu umferð eftir sigur á Houston Texans í fyrstu umferð. Rodgers hóf leikinn með látum og kastaði fyrir tveimur snertimörkum strax í fyrsta leikhluta og alls þremur snertimörkum í fyrri hálfleik. Gestirnir frá Kansas City Chiefs áttu í töluvert meiri vandræðum í sóknarleiknum en tókst að komast á blað með snertimarki frá Jamaal Charles í öðrum leikhluta en Green Bay Packers leiddi 24-7 í hálfleik.Jamaal Charles teygir sig í endamarkið fyrir snertimarki.Vísir/GettyEftir sitt hvort snertimarkið í þriðja leikhluta reyndu leikmenn Kansas City að saxa á forskot heimamanna í fjórða leikhluta og hljóp Jamaal Charles tvisvar til viðbótar í markið fyrir snertimarki en vörn liðsins tókst ekki að stöðva Aaron Rodgers. Green Bay Packers skoraði snertimark í fjórða leikhluta sem gerði út um leikinn. Átti Rodgers stutta sendingu á Randall Cobb sem skoraði snertimark, sitt þriðja í leiknum og fimmta snertimarkssending Rodgers í leiknum. Green Bay hefur unnið fyrstu þrjá leiki tímabilsins en liðið mætir vængbrotnu liði San Fransisco 49ers á útivelli í næstu umferð á meðan leikmenn Kansas City Chiefs eiga fyrir höndum erfiðan leik gegn Cincinnatti Bengals. Hægt er að sjá allt það helsta úr leiknum hér, bestu tilþrif Rodgers í leiknum hér og tilþrif Jamaal Charles hér.
NFL Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira