RIFF kvikmyndahátíð var sett í 12. sinn í gærkvöldi og var opnunarmyndin Tale of Tales eftir Matteo Garrone sýnd í Gamla bíó. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra setti hátíðina.
Eftir sýningu nutu gestir tóna jazzbandsins Bananas sem spilar á árlegum kvikmyndatónleikum RIFF föstudaginn næstkomandi í Salnum og plötusnúðurinn Arnljótur Sigurðsson úr hljómsveitinni Ojbarasta þeytti skífum.
Meðfylgjandi myndir eru frá opnunarkvöldinu.
Fjölmenni á setningarhátíð RIFF - Myndir
Stefán Árni Pálsson skrifar
