Hvaðan flýr fólk Toshiki Toma skrifar 24. september 2015 11:15 Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Toshiki Toma Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að Dyflinnarreglugerðin sé meingölluð á svo margvíslegan hátt og það að halda í hana leysir enginn vandamál, heldur heldur gerir flóttafólk, sem eru þolendur ofbeldis og einræðis í heimalandi sínu, enn og aftur að fórnarlömbum í Evrópu. Gallar Dyflinnarreglugerðarinnar eru margir, en hér langar mig að benda á einn af þeim, sem snýst um nokkra umsækjendur um alþjóðalega vernd hérlendis. Í síðustu viku var tveimur Írönum, Mehdi og Reza að nafni, synjað um hæli af kærunefnd útlendingamála, en ástæða synjunarinnar var Dyflinnarreglugerðin. Þeir voru tveir einstaklingar og þekktu ekki hvor til annars þar til þeir hittust hérlendis. Mehdi flúði Íran vegna þess hann tók þátt í lýðræðishreyfingu sem taldist ólögleg þar í landi. Reza flúði vegna þess að hann mætti ýmist ofsóknum gegn kristnu fólki, en hann tók þátt í starfssemi í söfnuði sem nefndist „kirkju af húsi“ en það var leynisöfnuður. Báðir sóttu fyrst um hæli í Noregi. Þar var þeim synjað en brottvísunin var ekki framkvæmd strax. Þeir bjuggu í Noregi, í mörg ár, án borgaralegra réttinda eftir synjunina, Mehdi samtals sjö ár og Reza í 8 ár. Síðasta ár nutu þeir bókstaflega engrar aðstoðar frá norska ríkinu, það voru vinir þeirra sem hjálpuðu þeim að lifa af. „Starfsmaður Útlendingaeftirlitsins kom til mín nokkrum sinnum eina vikuna og reyndi að fá mig til að skrifa undir samþykki þar sem átti að vísa mér úr landi til Íran,“ segir Mehdi og heldur áfram. „Hann kom aftur rétt eftir að kunningi minn, sem dvaldi í sama húsnæði og ég, var fjarlægður úr húsinu af lögreglu og vísað úr landi. Hann spurði mig: „Ef til vill er betra fyrir þig að skrifa undir núna?“ Eru þetta eitthvað annað en andlegar pyntingar. Sjö ár, átta ár eru langur tími. Margt getur breyst í lífi manns, sérstaklega ungs fólks á þeim tíma. Í Noregi gekk Reza inn í PDKI (Democratic Party of Iranian Kurdistan) og varð virkilega pólitískur. Mehdi skírðist til kristinnar trúar og varð virkur, trúaður kristinn maður. Hættan sem fylgdi brottvísun til Írans tvöfaldaðist fyrir þá. Mehdi og Reza komu til Íslands eftir margra ára óöryggi í lífinu í Noregi og sóttu þeir þar um hæli. Hvaða ríki flúðu þeir? Jú, fyrst og fremst Íran. En síðan Noreg, myndi ég segja. Sjö og átta ára lif án nokkurra réttinda en að mínu mati ekkert annað en óbeinar ofsóknir. Og gallinn við Dyflinnarreglugerðina er sá að hún fer algerlega frá þessum réttindalausum árum verndarumsækjenda. Dyflinnarreglugerð túlkar mál þeirra sem „eina umsókn fyrir hvorn um sig“, en í raun eru um tvö mál að ræða, þ.e. flóttinn frá Íran og svo hælisumsóknin í Noregi þar sem þeir voru algjörlega réttindalausir árum saman. Ef við leitum réttlætis, getum við ekki hunsað árin sem Mehdi og Reza hafa eytt í Noregi. Þetta atriði snýst ekki aðeins við Mehdi og Reza. Það eru fleiri sem eru í svipuðum aðstæðum. Nígerískur vinur minn eyddi níu árum á Ítalíu og síðan þremur á Íslandi. Vinur minn frá Ghana eyddi fimm árum í Ítalíu og síðan tveimur á Íslandi. Það eru alltof margir sem eru búnir að eyða fjórum til fimm árum í hælisleit, oftast án réttinda í viðkomandi landi á meðan. Þannig að ef íslensk stjórnvöld hætta ekki að beita fyrir sig Dyflinnarreglugerðinni, mun fleiri umsækjendum um alþjóðlega vernd verða fórnað. Ég vil halda áfram að skora á yfirvöld að afnema Dyflinnarreglugerðina án tafar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun