Gluggakaupin gulls ígildi Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 06:00 fréttablaðið Félagaskiptaglugginn um mitt mót á Íslandi, sem stendur opinn frá 15.-31. júlí, hefur kannski sjaldan gert jafn mikið fyrir jafn mörg lið í Pepsi-deild karla og á þessu ári. Sumir „gluggakarlarnir“, eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa skipt sköpum fyrir nokkur lið þó sum hafi keypt köttinn í sekknum eins og gerist og gengur. Fjórir erlendir leikmenn; þrír sem komu að utan og einn sem skipti um lið innanlands, gerðu heilmikið fyrir liðin sem þeir komu til. Þetta eru Daninn Kennie Chopart sem gekk í raðir Fjölnis, Serbinn Vladimir Tufegdzec sem kom til Víkings, Spánverjinn José Enrique, Sito, sem samdi við ÍBV og Trínidadinn Jonathan Glenn sem skipti frá ÍBV til Breiðabliks.Hélt titilbaráttunni á lífi Breiðablik er búið að vera í toppbaráttunni nánast allt Íslandsmótið, en þegar Jonathan Glenn kom frekar óvænt frá ÍBV var liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir FH. Fátt var meira rætt í kringum Blikaliðið en hversu mikið það vantaði markaskorara þar sem Ellert Hreinsson stóð ekki undir væntingum. Glenn misnotaði dauðafæri gegn KR í fyrsta leik en fór svo á flug og er búinn að skora sjö mörk í átta leikjum. Hann einn tryggði Breiðabliki sex dýrmæt stig með mörkum í tveimur 1-0 sigrum á Stjörnunni og Val á útivelli.Skelfilegur en svo frábær Það getur verið stutt á milli í fótboltanum. Daninn Kennie Chopart, sem var öflugur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, leit skelfilega út hjá Fjölni í fyrsta leik sem liðið tapaði, 4-0, í Vestmannaeyjum. Einhverjir héldu að Fjölnir hefði keypt köttinn í sekknum svo var reyndar ekki. Chopart hefur síðan þá skorað fimm mörk í átta leikjum og er stór ástæða þess að Fjölnismenn eiga enn möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn byggðu leik sinn á sterkri vörn framan af, en með Chopart sem neistann í framlínunni skorar Fjölnir nú meira en nokkru sinni fyrr og stefnir hraðbyri að markmiði sínu að ná að minnsta kosti fimmta sæti.Rosaleg frumraun Víkingar hafa oft látið meira að sér kveða í félagaskiptaglugganum þegar illa hefur gengið. Liðið var í ruglinu eftir hálft mót; með níu stig í tíunda sæti og gat varla keypt sér sigur. Milos Milojevic tók við þjálfun liðsins og horfði heim til Serbíu. Hann vissi af 24 ára gömlum framherja sem byrjaði á því að skora eitt mark og leggja upp önnur fjögur eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik gegn Keflavík. Í heildina er Tufegdzic búinn að skora þrjú mörk í níu leikjum, en hann tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks á útivelli gegn Stjörnunni. Hraði hans og styrkur hefur gætt sóknarleik Víkings nýju lífi og þurftu Víkingar svo sannarlega á því að halda.Spænskir töfrar ÍBV er ekki sloppið við fall, en það er í góðri stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið var í ellefta sæti með átta stig þegar mótið var hálfnað, en þá mætti Spánverjinn José Enrique, Sito, til leiks. Hann byrjaði á því að skora tvö mörk í fyrsta leik gegn Fjölni í sigurleik og bætti við öðrum tveimur gegn Leikni í mikilvægum sigri í fallslag í Breiðholti. Í heildina er hann búinn að skora sex mörk í níu leikjum og haldi ÍBV sér uppi – sem allar líkur eru á – getur liðið að stórum hluta þakkað Sito fyrir það. ÍBV hefur ekki tapað leik sem Sito hefur skorað í.Kettir í sekk Ekki heppnast öll kaup eins og gerist og gengur. Það getur verið dýrkeypt í fallbaráttunni eins og Keflavík og Leiknir geta vitnað um. Keflavík fékk reyndar norska framherjann Martin Hummervoll sem er góður spilari og ljósið í myrkrinu í Bítlabænum. Aðrir leikmenn á borð við Farid Zato, Chuck og enska varnarmanninn Paul Bignot hafa engan veginn heppnast. Liðið er nálægt því að verða það slakasta í sögu tólf liða deildar. Leiknismenn þurftu ekkert meira en framherja þar sem þeir sem komu til liðsins fyrir tímabilið klikkuðu algjörlega. Veðjað var á Hollendinginn Danny Schreurs sem skilaði ekki einu marki í sjö leikjum. Hann klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru og nú er búið að senda hann heim fyrir agabrot. Leiknismenn eru líklegir til að fylgja Keflavík niður um deild. Schreurs verður ekki kennt alfarið um það, en hann stóð ekki undir væntingum og var svo sannarlega kötturinn í sekknum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira
Félagaskiptaglugginn um mitt mót á Íslandi, sem stendur opinn frá 15.-31. júlí, hefur kannski sjaldan gert jafn mikið fyrir jafn mörg lið í Pepsi-deild karla og á þessu ári. Sumir „gluggakarlarnir“, eins og þeir eru stundum kallaðir, hafa skipt sköpum fyrir nokkur lið þó sum hafi keypt köttinn í sekknum eins og gerist og gengur. Fjórir erlendir leikmenn; þrír sem komu að utan og einn sem skipti um lið innanlands, gerðu heilmikið fyrir liðin sem þeir komu til. Þetta eru Daninn Kennie Chopart sem gekk í raðir Fjölnis, Serbinn Vladimir Tufegdzec sem kom til Víkings, Spánverjinn José Enrique, Sito, sem samdi við ÍBV og Trínidadinn Jonathan Glenn sem skipti frá ÍBV til Breiðabliks.Hélt titilbaráttunni á lífi Breiðablik er búið að vera í toppbaráttunni nánast allt Íslandsmótið, en þegar Jonathan Glenn kom frekar óvænt frá ÍBV var liðið í þriðja sæti, tveimur stigum á eftir FH. Fátt var meira rætt í kringum Blikaliðið en hversu mikið það vantaði markaskorara þar sem Ellert Hreinsson stóð ekki undir væntingum. Glenn misnotaði dauðafæri gegn KR í fyrsta leik en fór svo á flug og er búinn að skora sjö mörk í átta leikjum. Hann einn tryggði Breiðabliki sex dýrmæt stig með mörkum í tveimur 1-0 sigrum á Stjörnunni og Val á útivelli.Skelfilegur en svo frábær Það getur verið stutt á milli í fótboltanum. Daninn Kennie Chopart, sem var öflugur með Stjörnunni í Pepsi-deildinni fyrir tveimur árum, leit skelfilega út hjá Fjölni í fyrsta leik sem liðið tapaði, 4-0, í Vestmannaeyjum. Einhverjir héldu að Fjölnir hefði keypt köttinn í sekknum svo var reyndar ekki. Chopart hefur síðan þá skorað fimm mörk í átta leikjum og er stór ástæða þess að Fjölnismenn eiga enn möguleika á Evrópusæti þegar tvær umferðir eru eftir. Fjölnismenn byggðu leik sinn á sterkri vörn framan af, en með Chopart sem neistann í framlínunni skorar Fjölnir nú meira en nokkru sinni fyrr og stefnir hraðbyri að markmiði sínu að ná að minnsta kosti fimmta sæti.Rosaleg frumraun Víkingar hafa oft látið meira að sér kveða í félagaskiptaglugganum þegar illa hefur gengið. Liðið var í ruglinu eftir hálft mót; með níu stig í tíunda sæti og gat varla keypt sér sigur. Milos Milojevic tók við þjálfun liðsins og horfði heim til Serbíu. Hann vissi af 24 ára gömlum framherja sem byrjaði á því að skora eitt mark og leggja upp önnur fjögur eftir að koma inn á sem varamaður í hálfleik gegn Keflavík. Í heildina er Tufegdzic búinn að skora þrjú mörk í níu leikjum, en hann tryggði liðinu stig með marki undir lok leiks á útivelli gegn Stjörnunni. Hraði hans og styrkur hefur gætt sóknarleik Víkings nýju lífi og þurftu Víkingar svo sannarlega á því að halda.Spænskir töfrar ÍBV er ekki sloppið við fall, en það er í góðri stöðu þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið var í ellefta sæti með átta stig þegar mótið var hálfnað, en þá mætti Spánverjinn José Enrique, Sito, til leiks. Hann byrjaði á því að skora tvö mörk í fyrsta leik gegn Fjölni í sigurleik og bætti við öðrum tveimur gegn Leikni í mikilvægum sigri í fallslag í Breiðholti. Í heildina er hann búinn að skora sex mörk í níu leikjum og haldi ÍBV sér uppi – sem allar líkur eru á – getur liðið að stórum hluta þakkað Sito fyrir það. ÍBV hefur ekki tapað leik sem Sito hefur skorað í.Kettir í sekk Ekki heppnast öll kaup eins og gerist og gengur. Það getur verið dýrkeypt í fallbaráttunni eins og Keflavík og Leiknir geta vitnað um. Keflavík fékk reyndar norska framherjann Martin Hummervoll sem er góður spilari og ljósið í myrkrinu í Bítlabænum. Aðrir leikmenn á borð við Farid Zato, Chuck og enska varnarmanninn Paul Bignot hafa engan veginn heppnast. Liðið er nálægt því að verða það slakasta í sögu tólf liða deildar. Leiknismenn þurftu ekkert meira en framherja þar sem þeir sem komu til liðsins fyrir tímabilið klikkuðu algjörlega. Veðjað var á Hollendinginn Danny Schreurs sem skilaði ekki einu marki í sjö leikjum. Hann klúðraði hverju dauðafærinu á fætur öðru og nú er búið að senda hann heim fyrir agabrot. Leiknismenn eru líklegir til að fylgja Keflavík niður um deild. Schreurs verður ekki kennt alfarið um það, en hann stóð ekki undir væntingum og var svo sannarlega kötturinn í sekknum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti „Holan var of djúp“ Körfubolti „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Körfubolti „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ Körfubolti „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Spiluðu óvart rangt lag fyrir stórleikinn á Villa Park Fótbolti „Gott að vera komin heim“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Sjá meira