Er Ísland án áætlunar? Svandís Svavarsdóttir skrifar 30. september 2015 07:00 Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir án nokkurra fyrirvara á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Þótt lítið hafi farið fyrir frumkvæði af þessu tagi í málaflokknum hjá forsætisráðherranum mátti vona að hér hefðu orðið þáttaskil. Skömmu síðar var yfirlýsingin hins vegar dregin í land af hálfu bæði aðstoðarmanns ráðherrans og sjálfs umhverfisráðherra. Heldur ráðherrann að orð hans á erlendri grundu fréttist ekki hingað heim? Hefur yfirlýsingin verið dregin til baka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aðstoðarmaðurinn talar um að Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildarmarkmiðum Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunar verði 40% fyrir árið 2030. Ekki liggur fyrir hvað felast mun í „sanngjörnu hlutfalli“ eða hvernig standa eiga að því. Því er alls ekki ljóst hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að beita sér í jafn risastóru og brýnu máli og alþjóðasamningum og aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvar er ný aðgerðaáætlun? Hver eru markmiðin? Við fáum að vita að orð forsætisráðherra standast ekki skoðun, draga þarf í land það sem fullyrt var svo drýgindalega á fundi í Sameinuðu þjóðunum. Hver er áætlunin? Í raun kemur ekki á óvart að bakkað sé með orð forsætisráðherra enda skýrt að yfirlýsingin rímar ekki við einbeitta og úrelta atvinnustefnu ríkisstjórnar hans. Ekkert gæti verið jafn fjarri göfugum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stórkarlaleg og mengandi stóriðjustefna Sigmundar Davíðs og félaga. En ganga þessi markmið um 40% samdrátt í samvinnu við Evrópusambandið nógu langt ef hugur fylgir máli? Ekki að mati okkar Vinstri grænna. Ísland á að geta orðið kolefnishlutlaust hagkerfi fyrir árið 2050. Að því markmiði og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2015 til ársins 2030 ættum við að vinna. Þau heimsmarkmið ganga út á að eyða fátækt, tryggja mannréttindi og jöfn réttindi jarðarbúa með hliðsjón af hagsmunum náttúrunnar og umhverfisvernd. Það væri alvöru áætlun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Athygli vakti þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti því yfir án nokkurra fyrirvara á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna að Ísland ætlaði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40% fyrir árið 2030. Þótt lítið hafi farið fyrir frumkvæði af þessu tagi í málaflokknum hjá forsætisráðherranum mátti vona að hér hefðu orðið þáttaskil. Skömmu síðar var yfirlýsingin hins vegar dregin í land af hálfu bæði aðstoðarmanns ráðherrans og sjálfs umhverfisráðherra. Heldur ráðherrann að orð hans á erlendri grundu fréttist ekki hingað heim? Hefur yfirlýsingin verið dregin til baka á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? Aðstoðarmaðurinn talar um að Ísland muni taka við „sanngjörnu hlutfalli“ af heildarmarkmiðum Evrópusambandsríkjanna um að heildarminnkun losunar verði 40% fyrir árið 2030. Ekki liggur fyrir hvað felast mun í „sanngjörnu hlutfalli“ eða hvernig standa eiga að því. Því er alls ekki ljóst hvort og þá hvernig ríkisstjórnin ætlar sér að beita sér í jafn risastóru og brýnu máli og alþjóðasamningum og aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Hvar er ný aðgerðaáætlun? Hver eru markmiðin? Við fáum að vita að orð forsætisráðherra standast ekki skoðun, draga þarf í land það sem fullyrt var svo drýgindalega á fundi í Sameinuðu þjóðunum. Hver er áætlunin? Í raun kemur ekki á óvart að bakkað sé með orð forsætisráðherra enda skýrt að yfirlýsingin rímar ekki við einbeitta og úrelta atvinnustefnu ríkisstjórnar hans. Ekkert gæti verið jafn fjarri göfugum markmiðum um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stórkarlaleg og mengandi stóriðjustefna Sigmundar Davíðs og félaga. En ganga þessi markmið um 40% samdrátt í samvinnu við Evrópusambandið nógu langt ef hugur fylgir máli? Ekki að mati okkar Vinstri grænna. Ísland á að geta orðið kolefnishlutlaust hagkerfi fyrir árið 2050. Að því markmiði og heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun 2015 til ársins 2030 ættum við að vinna. Þau heimsmarkmið ganga út á að eyða fátækt, tryggja mannréttindi og jöfn réttindi jarðarbúa með hliðsjón af hagsmunum náttúrunnar og umhverfisvernd. Það væri alvöru áætlun.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun