Ætlar að lækka raftækjaverðið 8. október 2015 13:15 Hljómurinn í heyrnartólunum þykir mjög góður. Þeir sem prófa eru flestir undrandi á gæðunum, sérstaklega í ljósi þess hvað þau eru á góðu verði. KYNNING Touch heita þráðlaus heyrnartól sem komu á markað fyrir skemmstu. Frumkvöðullinn Garðar Garðarsson byrjaði að þróa þau fyrir ári og standa þau að hans sögn jafnfætis öðrum sambærilegum heyrnartólum að gæðum. Verðið er þó langtum betra en þekkst hefur. „Ég hef verið að vinna að því þróa sjónvörp síðastliðin þrjú ár. Í tengslum við það hef ég ferðast til Kína og fyrir ári fékk ég þá hugmynd að bæta heyrnartólum við. Ég heimsótti verksmiðju í Kína og keypti þar heyrnartól sem ég hef síðan verið að þróa og breyta. Ég lét fjarlægja SD-kort og útvarp en efla hljóð og bassa í staðinn og útkoman er ansi góð. Hljómurinn er frábær og bassinn geggjaður og alveg á pari við sambærileg heyrnartól,“ segir Garðar Garðarsson.Fullt verð er um 14.000 krónur. N1 korthafar fá heyrnartólin hins vegar á sérstöku kynningartilboði, eða á 7.500 krónur.Touch-heyrnartólin fást í verslunum N1. Fullt verð er 14.000 en N1 korthafar fá þau á 7.500 á meðan á sérstöku kynningartilboði stendur. Verðið á sambærilegum heyrnatólum er hins vegar í kringum 20 til 30 þúsund,“ segir Garðar sem hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að lækka raftækjaverð á Íslandi. „Jóhannes í Bónus lækkaði matarverðið og ég ætla mér að lækka raftækjaverðið.“ Garðar er enn að þróa sjónvörpin en vonast til að þau komist á markað einhvern tíma á nýju ári. „Í dag er staðan þannig að fólk getur flogið til Danmerkur, keypt sér sjónvarp og komið með það heim en samt verið að borga minna en það myndi greiða fyrir sjónvarp út úr búð hér heima. Þessu vil ég breyta. Ég vil að fólk geti keypt gott sjónvarp á viðráðanlegu verði og jafnvel nokkur heyrnartól með,“ segir hann glaður í bragði. Touch-heyrnatólin eru þráðlaus og hægt að tengja við símann, iPadinn, sjónvarp og önnur Bluetooth-tæki. Það má líka stinga þeim í samband. Með einu klikki er svo hægt að svara með þeim í símann,“ útskýrir Garðar. Hann segir þau tilvalin jafnt heima fyrir, á ferðinni og í ræktinni og hafa þeir sem hafa prófað lýst yfir mikilli ánægju með þau. „Ég er að vonum ánægður með það enda markmið mitt að vera með góðar vörur á verði sem allir geta verið ánægðir með.“ Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira
KYNNING Touch heita þráðlaus heyrnartól sem komu á markað fyrir skemmstu. Frumkvöðullinn Garðar Garðarsson byrjaði að þróa þau fyrir ári og standa þau að hans sögn jafnfætis öðrum sambærilegum heyrnartólum að gæðum. Verðið er þó langtum betra en þekkst hefur. „Ég hef verið að vinna að því þróa sjónvörp síðastliðin þrjú ár. Í tengslum við það hef ég ferðast til Kína og fyrir ári fékk ég þá hugmynd að bæta heyrnartólum við. Ég heimsótti verksmiðju í Kína og keypti þar heyrnartól sem ég hef síðan verið að þróa og breyta. Ég lét fjarlægja SD-kort og útvarp en efla hljóð og bassa í staðinn og útkoman er ansi góð. Hljómurinn er frábær og bassinn geggjaður og alveg á pari við sambærileg heyrnartól,“ segir Garðar Garðarsson.Fullt verð er um 14.000 krónur. N1 korthafar fá heyrnartólin hins vegar á sérstöku kynningartilboði, eða á 7.500 krónur.Touch-heyrnartólin fást í verslunum N1. Fullt verð er 14.000 en N1 korthafar fá þau á 7.500 á meðan á sérstöku kynningartilboði stendur. Verðið á sambærilegum heyrnatólum er hins vegar í kringum 20 til 30 þúsund,“ segir Garðar sem hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að lækka raftækjaverð á Íslandi. „Jóhannes í Bónus lækkaði matarverðið og ég ætla mér að lækka raftækjaverðið.“ Garðar er enn að þróa sjónvörpin en vonast til að þau komist á markað einhvern tíma á nýju ári. „Í dag er staðan þannig að fólk getur flogið til Danmerkur, keypt sér sjónvarp og komið með það heim en samt verið að borga minna en það myndi greiða fyrir sjónvarp út úr búð hér heima. Þessu vil ég breyta. Ég vil að fólk geti keypt gott sjónvarp á viðráðanlegu verði og jafnvel nokkur heyrnartól með,“ segir hann glaður í bragði. Touch-heyrnatólin eru þráðlaus og hægt að tengja við símann, iPadinn, sjónvarp og önnur Bluetooth-tæki. Það má líka stinga þeim í samband. Með einu klikki er svo hægt að svara með þeim í símann,“ útskýrir Garðar. Hann segir þau tilvalin jafnt heima fyrir, á ferðinni og í ræktinni og hafa þeir sem hafa prófað lýst yfir mikilli ánægju með þau. „Ég er að vonum ánægður með það enda markmið mitt að vera með góðar vörur á verði sem allir geta verið ánægðir með.“
Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Þola gluggarnir þínir íslenskt veðurfar? Greiðsluáskorun Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Frumsýning á Audi Q6 e-tron lúxussportjeppanum Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Sjá meira