Wow air tapar hálfum milljarði ingvar haraldsson skrifar 8. október 2015 11:25 Skúli Mogensen, forstjóri, stofnandi og eigandi Wow air. vísir/vilhelm Flugfélagið Wow air tapaði 560 milljónum króna á síðasta ári. Skúli Mogensen, forstóri, stofnandi og eigandi Wow air, segir það helst skýrast af því að félagið hafi neyðst til að fresta Norður-Ameríkuflugi um eitt ár þar sem félagið hafi ekki fengið úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli. „Fyrir vikið þurfti að afbóka og færa til þúsundir farþega með tilheyrandi kostnaði. Heildarkostnaðurinn við undirbúninginn fyrir Norður-Ameríkuflugið og þessar tilfærslur voru nærri 500 milljónir sem gjaldfærðust á fyrri helmingi 2014 og skýrir að mestu leiti tap ársins,“ segir Skúli í tilkynningu. Þar kemur fram að á fyrri helmingi ársins nam tap félagsins 618 milljónum eftir skatta á meðan seinni helmingur ársins skilaði 58 milljónum í hagnað eftir skatta. Tekjur félagsins í fyrra námu 10.7 milljörðum króna miðað við 9.9 milljarða króna árið 2013, sem er aukning um 8,1 prósent. EBITDA ársins var neikvæð um 536 milljónir króna. „Við sjáum mikinn viðsnúning á rekstri félagsins árið 2015 eftir að við hófum loks Norður-Ameríkuflug okkar en meðalsætanýting á þeim flugum hefur verið yfir 90% og heildarfarþegaaukning á fyrstu 9 mánuðum ársins er 38% miðað við sama tíma og í fyrra,“ bætir Skúli við. WOW air segir að þar sem hætt hafa þurft við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku hafði það haft áhrif á fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu. „Þar sem félagið var knúið til þess að hætta við flug til Boston var ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri sumarið 2014. Fyrir vikið varð WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms sem hafði verið í sölu frá miðjum september árið 2013. Þessi niðurstaða hafði áhrif á þúsundir farþega sem höfðu keypt flug með WOW air. Komið var til móts við þessa farþega að öllu leyti og þeim boðin endurgreiðsla sem skýrir tap á fyrsta helmingi ársins 2014,“ segir í tilkynningunni. Telja þjóðina alla hafa tapað á frestun AmeríkuflugsÞá hafði WOW air fjárfest um 150 milljónum króna í undirbúning fyrir áætlunarflug til Norður-Ameríku. Auk þess megi vera ljóst að íslenska ferðaþjónustan í heild sinni hafi orðið fyrir verulegum tekjumissi árið 2014 vegna þess að WOW air varð að hætta við Norður-Ameríku flug sitt. „WOW air hafði gert ráð fyrir um 23 þúsund erlendum farþegum frá Boston og um 12 þúsund erlendum farþegum frá Stokkhólmi miðað við 80% sætanýtingu á vélum sínum. Þess má geta að yfir 90% meðalsætanýting hefur verið á flugum WOW air frá Norður-Ameríku síðan félagið hóf þaðan flug í vor. Miðað við meðalkortaveltu erlendra ferðamanna eyðir ferðamaður um 115.000 krónum hér á landi. Miðað við að fyrrnefndir ferðamenn komu ekki til landsins árið 2014 runnu ekki 4 milljarðar króna til hótela, bílaleiguaðila, íslenskra hönnuða, veitingastaða eða annarra afþreyingar- og þjónustuaðila á þessu ári. Jafnframt eru hreinar tekjur ríkissjóðs á hvern farþega um 32 þúsund krónur samkvæmt vefsíðu Fjármálaráðuneytisins og tapaði því ríkið um 1,1 milljarði króna árið 2014 á því að WOW air stundaði ekki áætlunarflug frá Norður-Ameríku það árið. Síðast en ekki síst töpuðu íslenskir neytendur þar sem engin samkeppni ríkti í flugi til Norður- Ameríku og Svíþjóðar árið 2014,“ segir í tilkynningu frá Wow. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45 Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36 WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Flugfélagið Wow air tapaði 560 milljónum króna á síðasta ári. Skúli Mogensen, forstóri, stofnandi og eigandi Wow air, segir það helst skýrast af því að félagið hafi neyðst til að fresta Norður-Ameríkuflugi um eitt ár þar sem félagið hafi ekki fengið úthlutaða nauðsynlega brottfarartíma á Keflavíkurflugvelli. „Fyrir vikið þurfti að afbóka og færa til þúsundir farþega með tilheyrandi kostnaði. Heildarkostnaðurinn við undirbúninginn fyrir Norður-Ameríkuflugið og þessar tilfærslur voru nærri 500 milljónir sem gjaldfærðust á fyrri helmingi 2014 og skýrir að mestu leiti tap ársins,“ segir Skúli í tilkynningu. Þar kemur fram að á fyrri helmingi ársins nam tap félagsins 618 milljónum eftir skatta á meðan seinni helmingur ársins skilaði 58 milljónum í hagnað eftir skatta. Tekjur félagsins í fyrra námu 10.7 milljörðum króna miðað við 9.9 milljarða króna árið 2013, sem er aukning um 8,1 prósent. EBITDA ársins var neikvæð um 536 milljónir króna. „Við sjáum mikinn viðsnúning á rekstri félagsins árið 2015 eftir að við hófum loks Norður-Ameríkuflug okkar en meðalsætanýting á þeim flugum hefur verið yfir 90% og heildarfarþegaaukning á fyrstu 9 mánuðum ársins er 38% miðað við sama tíma og í fyrra,“ bætir Skúli við. WOW air segir að þar sem hætt hafa þurft við fyrirhugað flug til Norður-Ameríku hafði það haft áhrif á fyrirhugaða stækkun félagsins í Evrópu. „Þar sem félagið var knúið til þess að hætta við flug til Boston var ekki grundvöllur fyrir því að vera með fimm flugvélar í rekstri sumarið 2014. Fyrir vikið varð WOW air einnig að hætta við flug til Stokkhólms sem hafði verið í sölu frá miðjum september árið 2013. Þessi niðurstaða hafði áhrif á þúsundir farþega sem höfðu keypt flug með WOW air. Komið var til móts við þessa farþega að öllu leyti og þeim boðin endurgreiðsla sem skýrir tap á fyrsta helmingi ársins 2014,“ segir í tilkynningunni. Telja þjóðina alla hafa tapað á frestun AmeríkuflugsÞá hafði WOW air fjárfest um 150 milljónum króna í undirbúning fyrir áætlunarflug til Norður-Ameríku. Auk þess megi vera ljóst að íslenska ferðaþjónustan í heild sinni hafi orðið fyrir verulegum tekjumissi árið 2014 vegna þess að WOW air varð að hætta við Norður-Ameríku flug sitt. „WOW air hafði gert ráð fyrir um 23 þúsund erlendum farþegum frá Boston og um 12 þúsund erlendum farþegum frá Stokkhólmi miðað við 80% sætanýtingu á vélum sínum. Þess má geta að yfir 90% meðalsætanýting hefur verið á flugum WOW air frá Norður-Ameríku síðan félagið hóf þaðan flug í vor. Miðað við meðalkortaveltu erlendra ferðamanna eyðir ferðamaður um 115.000 krónum hér á landi. Miðað við að fyrrnefndir ferðamenn komu ekki til landsins árið 2014 runnu ekki 4 milljarðar króna til hótela, bílaleiguaðila, íslenskra hönnuða, veitingastaða eða annarra afþreyingar- og þjónustuaðila á þessu ári. Jafnframt eru hreinar tekjur ríkissjóðs á hvern farþega um 32 þúsund krónur samkvæmt vefsíðu Fjármálaráðuneytisins og tapaði því ríkið um 1,1 milljarði króna árið 2014 á því að WOW air stundaði ekki áætlunarflug frá Norður-Ameríku það árið. Síðast en ekki síst töpuðu íslenskir neytendur þar sem engin samkeppni ríkti í flugi til Norður- Ameríku og Svíþjóðar árið 2014,“ segir í tilkynningu frá Wow.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45 Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36 WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45 Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Wow ætlar að tvöfalda sætaframboð í Ameríkuflugi Síðan WOW air hóf áætlunarflug til Boston hefur fjöldi farþega frá Boston til Íslands aukist um 130% en þá eru ekki meðtaldir tengifarþegar sem halda áfram með vélum félagsins til áfangastaða í Evrópu. 10. september 2015 13:45
Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. 7. október 2015 13:36
WOW air íhugar skaðabótamál Lögmaður segir augljóst að sniðganga ríkisins hafi valdið tjóni. 5. maí 2015 07:45