Nektarmyndir af Justin Bieber setja allt á annan endann Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. október 2015 22:20 Bieber beraði bossann á Bora Bora fyrr í sumar og deildi þá þessari mynd með heiminum. Mynd/Instagram Íslandsvinurinn og stórstjarnan Justin Bieber hefur enn á ný stolið fyrirsögnum fjölmiðla beggja vegna Atlantsála. Myndir af kappanum þar sem hann sést ganga kviknakinn til laugar á Bora Bora fara nú sem flensa í farþegaþotu um veraldarvefinn eftir að New York Daily News birtu þær undir kvöld. Ófáir, ekki síst Íslendingar, hafa velt því fyrir sér hvernig popparann sé vaxinn suður á bóginn á síðustu misserum eftir að myndir af honum á nærbuxunum einum klæða fóru á flakk. Það gerði til að mynda Vala Grand fyrir skemmstu sem sagði að ekkert samræmi væri á milli þeirrar bungu sem Bieber skartaði í myndatöku fyrir fataframleiðandann Calvin Klein hér um árið og þeirri sem fylgdi honum upp úr íslenskri lækjarsprænu á dögunum. Gekk hún svo langt að segja að um hrein og bein „vörusvik“ væri að ræða.„Vörusvik!“ voru niðurstöður hávísindalegrar samanburðarrannsóknar Völu Grand.Vísir lætur það þá liggja á milli hluta en af myndunum að dæma virðist myndvinnsludeild tískufyrirtækisins ekki hafa þurft að vinna fyrir laununum sínum þann vinnudaginn. Annað sem hefur vakið eftirtekt netverja er konan sem sést í bakgrunni annarrar myndarinnar. Glöggir hafa bent á að þarna sé um að ræða fyrirsætuna Jayde Pierce en hún hefur verið bendluð við Bieber á síðustu misserum. Þau eyddu saman rómantískri viku í Los Angeles fyrr á þessu ári og þá hafa þau áður sést í hitabeltisparadísinni Bora Bora. Þá spígsporaði Bieber einng á Adamsklæðnum og deildi þjóhnappamynd á Instagram sem óhætt er að segja að hafi einnig sett veraldarvefinn á hliðina.Netverjar voru ekki lengi að gera sér mat úr klæðaleysis ungstirnisins og má sjá afrakstur nokkurra þeirra hér að neðan.Someone should tell Justin Bieber if you go to Nathan's it doesn't make you a hot dog. pic.twitter.com/Lr8tSypxDl— Jian DeLeon (@jiandeleon) October 7, 2015 Don't worry bro I got you @justinbieber pic.twitter.com/3nLwjWDEFY— Luke Furnival (@itisfurny) October 7, 2015 .@justinbieber, this could be us but you playin' #WhatDoYouPeen pic.twitter.com/0crhsuesVB— PAPER Magazine (@papermagazine) October 7, 2015 Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Íslandsvinurinn og stórstjarnan Justin Bieber hefur enn á ný stolið fyrirsögnum fjölmiðla beggja vegna Atlantsála. Myndir af kappanum þar sem hann sést ganga kviknakinn til laugar á Bora Bora fara nú sem flensa í farþegaþotu um veraldarvefinn eftir að New York Daily News birtu þær undir kvöld. Ófáir, ekki síst Íslendingar, hafa velt því fyrir sér hvernig popparann sé vaxinn suður á bóginn á síðustu misserum eftir að myndir af honum á nærbuxunum einum klæða fóru á flakk. Það gerði til að mynda Vala Grand fyrir skemmstu sem sagði að ekkert samræmi væri á milli þeirrar bungu sem Bieber skartaði í myndatöku fyrir fataframleiðandann Calvin Klein hér um árið og þeirri sem fylgdi honum upp úr íslenskri lækjarsprænu á dögunum. Gekk hún svo langt að segja að um hrein og bein „vörusvik“ væri að ræða.„Vörusvik!“ voru niðurstöður hávísindalegrar samanburðarrannsóknar Völu Grand.Vísir lætur það þá liggja á milli hluta en af myndunum að dæma virðist myndvinnsludeild tískufyrirtækisins ekki hafa þurft að vinna fyrir laununum sínum þann vinnudaginn. Annað sem hefur vakið eftirtekt netverja er konan sem sést í bakgrunni annarrar myndarinnar. Glöggir hafa bent á að þarna sé um að ræða fyrirsætuna Jayde Pierce en hún hefur verið bendluð við Bieber á síðustu misserum. Þau eyddu saman rómantískri viku í Los Angeles fyrr á þessu ári og þá hafa þau áður sést í hitabeltisparadísinni Bora Bora. Þá spígsporaði Bieber einng á Adamsklæðnum og deildi þjóhnappamynd á Instagram sem óhætt er að segja að hafi einnig sett veraldarvefinn á hliðina.Netverjar voru ekki lengi að gera sér mat úr klæðaleysis ungstirnisins og má sjá afrakstur nokkurra þeirra hér að neðan.Someone should tell Justin Bieber if you go to Nathan's it doesn't make you a hot dog. pic.twitter.com/Lr8tSypxDl— Jian DeLeon (@jiandeleon) October 7, 2015 Don't worry bro I got you @justinbieber pic.twitter.com/3nLwjWDEFY— Luke Furnival (@itisfurny) October 7, 2015 .@justinbieber, this could be us but you playin' #WhatDoYouPeen pic.twitter.com/0crhsuesVB— PAPER Magazine (@papermagazine) October 7, 2015
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Fleiri fréttir Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Sjá meira
Bieber berar bossann á Bora Bora Þjóhnappar ungstirnisins setja veraldarvefinn á hliðina. 7. júlí 2015 19:36