Gengið framhjá hagsmunum almennings í samningum við þrotabú föllnu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2015 13:46 Talsmenn Indefence segjast ekki sannfærðir um að gætt sé að hagsmunum almennings í væntanlegum samningum við þrotabú föllnu bankanna. vísir/arnþór Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings. Gjaldeyrishöft Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira