Þegar Guðmundur kom í Munaðarnes Ögmundur Jónasson skrifar 7. október 2015 07:00 Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta greinarkorn fjallar um heimsókn hins mikla baráttumanns fyrir réttindum fatlaðs fólks, Guðmundar Magnússonar, í Munaðarnes fyrir allmörgum árum. Greinin fjallar þó fyrst og fremst um boðaða nýja byggingarreglugerð um afnám kvaða. Ég var formaður BSRB á þessum tíma og jafnframt í forsvari fyrir orlofsbyggðir bandalagsins. Við höfðum þá nýlokið við að gera eitt sumarhúsanna upp frá grunni þannig að allt væri sniðið að þörfum fatlaðs fólks, hækkanlegar og lækkanlegar innréttingar og síðast en ekki síst salerni og baðherbergi þannig úr garði gerð að auðvelt var að athafna sig fyrir fólk í hjólastól. Á þessum tíma settum við einnig lyftu á milli hæða í þjónustumiðstöðina svo fatlað fólk gæti farið frítt um. Við vorum nokkuð góð með okkur þegar við opnuðum nýuppgerða húsið en Guðmundi, sem góðum félaga og manni sem þekkti erfiðleikana frá fyrstu hendi, hafði verið boðið að taka þátt í fögnuðinum. Ég hélt ræðu og hann hélt ræðu. Hans ræða var eftirminnileg. Hann hrósaði okkur í hástert fyrir framtakið en sagði að þetta væri bara fyrsta skrefið. Svo kom sagan. Skömmu eftir að hann slasaðist og lamaðist þannig að hann varð bundinn við hjólastól upp frá því, hafði hann komið í orlofsbyggðirnar í Munaðarnesi að heimsækja fjölskyldu sína. Hann kvaðst minnast þess hve mjög hann hefði hlakkað til heimsóknarinnar. Hún hefði hins vegar snúist upp í martröð. Þannig var að orlofshúsin höfðu verið byggð áður en vitund manna hafði almennt vaknað um þarfir fatlaðs fólks og öllum reglugerðum þar að lútandi auk þess áfátt. Frá því hafi verið skemmst að segja að í Munaðarnesi hafi hann ekki komist á salerni og því afráðið að flýta sér sem mest hann mátti aftur til síns heima.Sæmandi fyrir alla „Og lærdómurinn af þessu,“ sagði Guðmundur, „er að það er ekki nóg að byggja eitt hús sniðið að þörfum fatlaðs fólks, heldur þarf að byggja öll hús á þann veg. Við sem búum við fötlun erum nefnilega líka gestkomandi hjá ykkur hinum!“ Mér kom þessi saga í hug þegar ég nú les um hina miklu baráttu gegn reglugerðum um húsnæðisstaðla, sem ganga út á að gera byggingaverktökum auðveldara um vik að byggja húsnæði fyrir tekjulítið fólk. „Burt með reglugerðafarganið,“ segja menn við góðar undirtektir. En gæti verið að reglugerðunum hafi verið ætlað að tryggja að einvörðungu verði reist íbúðarhúsnæði sem er sæmandi fyrir alla, fatlaða jafnt sem ófatlaða, tekjulága jafnt sem tekjuháa? Reynslumikill arkitekt með góða dómgreind, segir mér að reglugerðarsmiðir hafi farið offari og sitthvað þurfi að einfalda. Vísar hann í ábendingar Arkitektafélagsins. En hugleiðum málið frá öllum hliðum áður en við stöndum upp til að klappa og fagna einfaldara lífi verktökum til handa.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar