Hanaa Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Skruðningar berast úr símanum sem liggur á borðinu fyrir framan mig í vinnunni. „Átakalínan færist stöðugt til.“ Í símanum er yfirmaður UNICEF í Sýrlandi, Hanaa Singer. Hún er alvörugefin. Lýsir hörðum bardögum. Að utan berst umferðarniður, strætó keyrir að Suðurlandsbraut. Röddin í Damaskus bergmálar á línunni. Segir frá því að einungis þriðja hvert sjúkrahús í Sýrlandi sé í dag starfhæft. Skólasókn í landinu hafi hríðfallið. „Tveggja áratuga árangur í menntamálum hefur glatast,“ segir Hanaa. Sýrland var áður millitekjuríki og nær öll börn fóru í skóla. Hanaa bendir á að í dag sé fjórði hver skóli ónýtur eða notaður sem neyðarskýli fyrir fólk á flótta. Kennarar hafi flúið, það vanti skólabækur, skólatöskur. Vanti allt. Ég fæ kökk í hálsinn. Röddin í Damaskus ætlar hins vegar ekki að gefast upp. Útskýrir hvernig námsgögnum verður á næstu vikum og mánuðum dreift til meira en einnar milljónar nemenda, hvernig gert verður við 600 skóla og heimanámi komið til 500.000 barna sem eru á átakasvæðum og komast ekki í skóla. Það verður að halda börnunum virkum, þau mega ekki detta úr námi í mörg ár. Hættan á týndri kynslóð er raunveruleg.Börn í stórhættu í Aleppo Úr símtækinu berst lýsing á skelfilegum aðstæðum í Aleppo. Þar sem áður var iðandi mannlíf í fallegri stórborg eru í dag rústir einar. Fornar og stórmerkilegar menningarminjar hafa verið eyðilagðar. Vatnsskortur í borginni er gríðarlegur. Grafalvarlegur. Óhreinlæti hefur aukist, sjúkdómahætta sömuleiðis. Sjúkdómar koma alltaf verst niður á ungum börnum. 80% minna vatn er að fá í Aleppo nú en fyrir stríðið. Börn þurfa að fara í gegnum vegatálma og yfir átakalínur með vatnsbrúsa til að ná í vatn fyrir fjölskyldur sínar. Rogast til baka með fulla brúsa af vatni. Það er auðveldara fyrir börn en fullorðna að komast í gegnum vegatálmana, þess vegna fara þau. Enginn kemst af án vatns. Hanaa lýsir því hvernig börnin eru við þetta í stórhættu. Hvernig UNICEF keyrir hreint vatn í tankbílum til 1,2 milljóna manna á hverjum einasta degi til að bregðast við. Síðan titrar röddin: „Við getum bara fjármagnað þetta í þrjár vikur í viðbót.“xxxxVeturinn er alvörumál Nístandi staðreyndir halda áfram að berast úr símtækinu. „Svo er það veturinn í Sýrlandi … Hann er alvörumál.“ Í nóvember byrjar að kólna verulega. Í desember og janúar fer hitastigið niður í tvær til fimm gráður og sums staðar undir frostmark. Frá Damaskus berst döpur rödd sem lýsir börnum í Sýrlandi sem dóu í fyrra úr kulda. En hún gefst ekki upp. Ætlar að hita skólastofur vítt og breitt um landið og setja upp færanlegar heilsugæslur til að fylgjast með heilsu barna, þau eru fljót að veikjast í kuldanum. Ætlar að dreifa vetrarfötum til nærri einnar milljónar barna. Fatnaðurinn er búinn til innanlands í Sýrlandi því það veitir konum atvinnutækifæri, styrkir efnahaginn og kemur í veg fyrir sendingarkostnað. Staðreyndirnar að utan verða yfirþyrmandi. Líka neyðaraðgerðirnar. Stríðið er búið að standa svo lengi, umfang aðgerðanna er svo gríðarlegt. Í fyrra náði UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, til dæmis að veita meira en einni milljón barna frá Sýrlandi sálrænan stuðning. Börnin voru í áfalli. Ekkert barn á að þurfa að ganga í gegnum það sem þau hafa gert. Það er yndislegt að svona mörg börn hafi fengið hjálp – en um leið skuggalegt að svo mörg hafi þurft á henni að halda. Frá því að stríðið hófst hefur UNICEF veitt milljónum og aftur milljónum barna neyðarhjálp. Starfsfólk UNICEF í Aleppo, Damaskus, Homs, Tartous og Hasakah leggur sig í mikla hættu á hverjum einasta degi við að koma til hjálpar. Sumir þurfa að forða sér undan skothríð úr sprengjuvörpum.Sýrland móttökuríki Hanaa bendir á að Sýrland hafi tekið á móti miklum fjölda flóttamanna fyrir stríðið. Fólki í örvæntingarfullri leit að skjóli frá stríði í nágrannaríkinu Írak. Og staðreynd málsins: Sýrland tók við þrisvar sinnum fleiri flóttamönnum þá en hafa leitað til Evrópu nú. Ég skil ekki hvernig þessi magnaða kona kemst í gegnum daginn og hvernig hún fer að því að vinna vinnuna sína. Fólk eins og hún hefur staðið vaktina frá því að stríðið hófst. Verður þar áfram. Gefst ekki upp við að berjast fyrir réttindum allra barna – alltaf.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun