Grétar á leið frá KR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2015 18:27 Grétar verður ekki leikmaður KR á næsta tímabili. vísir/stefán Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á förum frá KR en félagið hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi varnarmannsins reynda. Grétar greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu en þar segist hann ekki vera hættur í fótbolta. Grétar, sem er á 33. aldursári, er uppalinn hjá KR en lék með Sindra, Víkingi og Val áður en hann sneri aftur í Vesturbæinn fyrir tímabilið 2008. Síðan þá hefur hann leikið 157 deildarleiki með KR og skorað 16 mörk en hann er einn af leikjahæstu leikmönnum Vesturbæjarliðsins í efstu deild. Grétar varð tvívegis Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Grétar lék 11 leiki með KR í sumar en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar.Færslu Grétars má lesa hér að neðan: Kæru vinir, Nú er komið að ákveðnum tímamótum á mínum fótboltaferli. KR hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæðið í samningum okkar. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem svona hlutir gerast hjá KR og mér, á ýmsu hefur gengið í gegnum tíðina. Ég er uppalinn KR-ingur og stór hluti af lífi mínu hefur snúist um félagið. Margar af bestu stundum lífs míns hef ég átt í KR. Árið 1999 var ég tekinn upp í meistarflokk KR. Þá fékk ég að njóta þeirra forréttinda að æfa og spila með öllum kempunum sem voru í liðinu á þeim tíma og hef ég unnið með frábærum þjálfurum eins og Willum Þór Þórssyni, Rúnari Kristinssyni og samstarfsmönnum þeirra og stjórnum knattspyrnudeildarinnar. Allir bikarmeistaratiltarnir voru magnaðir enda er alveg einstök tilfinning að vinna skemmtilegasta fótboltaleik á hverju ári. Íslands- og bikarmeistara titilarnir 2011 voru auðvitað magnaðir og leikmannahópurinn sem félagið hefur haft á að skipa frá 2008-2015 er í einu orði frábær. Fyrir mig persónulega stendur Íslandsmeistaratitillinn 2013 samt upp úr öllum ferlinum. Ég vona að ég hafi sett ákveðið fordæmi fyrir tímabilið 2013 með því að berjast fyrir sæti í liðnu þegar ákveðið hafði verið að setja mig til hliðar. Ég var ekkert að velta mér upp úr einhverju óréttlæti eða ósanngirni, horfa þess í stað inn á við. Skoða skjálfan mig og gerðir mínar og í kjölfar þess, leggja meira á mig og sanna mig á nýjan leik. Vissulega tók það sinn tíma en að lokum vildu þjálfararnir nýta mína krafta og tímabliði 2013 endaði sem eitt af mínum bestu tímabilum á ferlinum. Fyrir síðasta tímabil voru svipaðar aðstæður í gangi en á endanum náðum við saman, ég og stjórnendur KR og ég byrjaði af miklum krafti. Að vísu lenti ég í erfiðum meiðslum um áramótin og var að mestu frá fram í mars. Þá tók sinn tíma að koma sér í form. Engu að síður var nýlokin fótboltavertíð á margan hátt dálítíð skrítin fyrir mig persónuleg, en einnig mjög lærdómsrík. Í öllu því mótlæti sem ég hef lent í á ferlinum hingað til þá hef ég lært eitt og það er að hafa alltaf trú á sjálfum mér. Ég eyði ekki tíma mínum í að benda á aðra og kenna öðrum um. Allt byrjar og endar hjá manni sjálfum. Ég er bara þannig gerður að gefast aldrei upp. Ég legg einfaldlega meira á mig til að sanna fyrir þeim sem ekki hafa trú á mér hversu rangt þeir höfðu fyrir sér. Síst af öllu er ég hættur í fótbolta og ég mun áfram gera það sem ég geri best, og það er að leggja enn meira á mig og standa enn á ný uppi sem sigurvegari. Þessi pistill er að miklu leiti skrifaður sem hvatning fyrir sjálfan mig en einnig útskýring fyrir fjölskyldu og vinum. Við sjáum svo til hvað gerist næst. Með baráttukveðjum, Grétar Sigfinnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson er á förum frá KR en félagið hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi varnarmannsins reynda. Grétar greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu en þar segist hann ekki vera hættur í fótbolta. Grétar, sem er á 33. aldursári, er uppalinn hjá KR en lék með Sindra, Víkingi og Val áður en hann sneri aftur í Vesturbæinn fyrir tímabilið 2008. Síðan þá hefur hann leikið 157 deildarleiki með KR og skorað 16 mörk en hann er einn af leikjahæstu leikmönnum Vesturbæjarliðsins í efstu deild. Grétar varð tvívegis Íslandsmeistari með KR og fjórum sinnum bikarmeistari. Grétar lék 11 leiki með KR í sumar en liðið endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar.Færslu Grétars má lesa hér að neðan: Kæru vinir, Nú er komið að ákveðnum tímamótum á mínum fótboltaferli. KR hefur ákveðið að nýta sér uppsagnarákvæðið í samningum okkar. Þetta er að vísu ekki í fyrsta skiptið sem svona hlutir gerast hjá KR og mér, á ýmsu hefur gengið í gegnum tíðina. Ég er uppalinn KR-ingur og stór hluti af lífi mínu hefur snúist um félagið. Margar af bestu stundum lífs míns hef ég átt í KR. Árið 1999 var ég tekinn upp í meistarflokk KR. Þá fékk ég að njóta þeirra forréttinda að æfa og spila með öllum kempunum sem voru í liðinu á þeim tíma og hef ég unnið með frábærum þjálfurum eins og Willum Þór Þórssyni, Rúnari Kristinssyni og samstarfsmönnum þeirra og stjórnum knattspyrnudeildarinnar. Allir bikarmeistaratiltarnir voru magnaðir enda er alveg einstök tilfinning að vinna skemmtilegasta fótboltaleik á hverju ári. Íslands- og bikarmeistara titilarnir 2011 voru auðvitað magnaðir og leikmannahópurinn sem félagið hefur haft á að skipa frá 2008-2015 er í einu orði frábær. Fyrir mig persónulega stendur Íslandsmeistaratitillinn 2013 samt upp úr öllum ferlinum. Ég vona að ég hafi sett ákveðið fordæmi fyrir tímabilið 2013 með því að berjast fyrir sæti í liðnu þegar ákveðið hafði verið að setja mig til hliðar. Ég var ekkert að velta mér upp úr einhverju óréttlæti eða ósanngirni, horfa þess í stað inn á við. Skoða skjálfan mig og gerðir mínar og í kjölfar þess, leggja meira á mig og sanna mig á nýjan leik. Vissulega tók það sinn tíma en að lokum vildu þjálfararnir nýta mína krafta og tímabliði 2013 endaði sem eitt af mínum bestu tímabilum á ferlinum. Fyrir síðasta tímabil voru svipaðar aðstæður í gangi en á endanum náðum við saman, ég og stjórnendur KR og ég byrjaði af miklum krafti. Að vísu lenti ég í erfiðum meiðslum um áramótin og var að mestu frá fram í mars. Þá tók sinn tíma að koma sér í form. Engu að síður var nýlokin fótboltavertíð á margan hátt dálítíð skrítin fyrir mig persónuleg, en einnig mjög lærdómsrík. Í öllu því mótlæti sem ég hef lent í á ferlinum hingað til þá hef ég lært eitt og það er að hafa alltaf trú á sjálfum mér. Ég eyði ekki tíma mínum í að benda á aðra og kenna öðrum um. Allt byrjar og endar hjá manni sjálfum. Ég er bara þannig gerður að gefast aldrei upp. Ég legg einfaldlega meira á mig til að sanna fyrir þeim sem ekki hafa trú á mér hversu rangt þeir höfðu fyrir sér. Síst af öllu er ég hættur í fótbolta og ég mun áfram gera það sem ég geri best, og það er að leggja enn meira á mig og standa enn á ný uppi sem sigurvegari. Þessi pistill er að miklu leiti skrifaður sem hvatning fyrir sjálfan mig en einnig útskýring fyrir fjölskyldu og vinum. Við sjáum svo til hvað gerist næst. Með baráttukveðjum, Grétar Sigfinnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hver veitir fyrsta höggið? Körfubolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira