Lögreglumaður í kjarabaráttu birtir launaseðilinn sinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. október 2015 11:20 Lögreglumenn mótmæltu fyrir utan Stjórnarráðið í liðinni viku. Vísir Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í launaseðli mannsins sem kollegi hans birtir á Facebook í dag en sem kunnugt er standa lögreglumenn landsins í kjarabaráttu og krefjast hærri launa. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, birtir launaseðilinn fyrir hönd lögreglumannsins sem sinnir útköllum á vettvangi.„Þennan mánuð var það þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni. Hótanir, ógnað með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys þar sem vettvangur var ekki fyrir hvern sem er, heimilisofbeldi þar sem börn komu mikið við sögu og margt margt annað,“ segir Sigvaldi í færslu með launaseðlinum.Um er að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu eins og sést á launaseðlinum að ofan. Hann fær útborgað eftir skatt 285 þúsund krónur.Starfið frábært en launin ekki Sigvaldi segir í samtali við Vísi nauðsynlegt að fram komi að lögreglumenn séu ekki að kvarta yfir starfinu sínu. Það sé frábært. Það séu launin hins vegar ekki. „Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.“ Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en hafa minnt á stöðu sína með reglulegu millibili undanfarnar vikur. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lögreglumaður með sjö ára starfsreynslu er með 454 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta kemur fram í launaseðli mannsins sem kollegi hans birtir á Facebook í dag en sem kunnugt er standa lögreglumenn landsins í kjarabaráttu og krefjast hærri launa. Sigvaldi Arnar Lárusson, varðstjóri hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum, birtir launaseðilinn fyrir hönd lögreglumannsins sem sinnir útköllum á vettvangi.„Þennan mánuð var það þetta týpíska sem allir þekkja úr vinnunni. Hótanir, ógnað með hníf, sjálfsvíg, andlát, banaslys þar sem vettvangur var ekki fyrir hvern sem er, heimilisofbeldi þar sem börn komu mikið við sögu og margt margt annað,“ segir Sigvaldi í færslu með launaseðlinum.Um er að ræða laun fyrir fullan mánuð auk þrekálags og sérstakrar álagsgreiðslu eins og sést á launaseðlinum að ofan. Hann fær útborgað eftir skatt 285 þúsund krónur.Starfið frábært en launin ekki Sigvaldi segir í samtali við Vísi nauðsynlegt að fram komi að lögreglumenn séu ekki að kvarta yfir starfinu sínu. Það sé frábært. Það séu launin hins vegar ekki. „Jú við völdum okkur starfið sjálf engin spurning og erum ekki að kvarta undan starfinu. Við erum að kvarta undan helvítis laununum. Eigandi þessa seðils er bugaður eftir að hann fékk launaseðilinn. Á bakvið þetta eru næturvaktir og helgarvaktir.“ Lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt en hafa minnt á stöðu sína með reglulegu millibili undanfarnar vikur.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30 Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Tíu létust í skotárás í skóla í Bandaríkjunum Tuttugu til viðbótar særðust en árásarmaðurinn er látinn. Hann gekk á milli bygginga og hóf skothríð. 1. október 2015 21:30
Árásargjarnir undir áhrifum teknir á Keflavíkurflugvelli Litlu munaði að til slagsmála hefði komið um borð í vél Wizz air á dögunum. 2. október 2015 15:05