Þjálfari NBA-meistaranna þarf að taka sér frí Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2015 10:30 Steve Kerr í leik með Golden State Warriors liðinu í fyrra. Vísir/Getty Steve Kerr gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni en fyrsta sumarið sem NBA-meistaraþjálfari hefur reynst honum erfitt. Steve Kerr þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á baki eftir að hafa slasað sig í leik fimm í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Cleveland Cavaliers. Fyrri aðgerðin var 28. júlí og sú síðari 4. september. Steve Kerr var hinsvegar mættur til starfa hjá Golden State Warriors en undirbúningstímabilið hófst í þessari viku. Þegar á reyndi þá sá Kerr hinsvegar að það besta í stöðunni væri að gefa sér lengri tíma til að jafna sig á aðgerðinni. „Ég áttaði mig á því eftir fyrstu tvo daga æfingabúðanna að það rétta í stöðunni væri að stíga til baka og einbeita mér að fullu að endurhæfingunni svo að ég verði orðinn góður þegar tímabilið byrjar," sagði Steve Kerr í fréttatilkynningu til ESPN. Steve Kerr ákvað því að taka sér frí á næstunni og mun því ekki koma meira að þjálfun Golden State liðsins á undirbúningstímabilinu sem mun taka um fjórar vikur. Hvorki forráðamenn Golden State Warriors né Steve Kerr eru tilbúnir að gefa það út hvenær þjálfarinn kemur aftur út leyfinu en á meðan hann er í burtu þá mun Luke Walton sinna starfi aðalþjálfara. Það er þó almennt búist við því að Steve Kerr verði kominn til starfa þegar Golden State Warriors hefur tilvörn sína á móti New Orleans Pelicans 27. október næstkomandi. Golden State Warriors vann 67 af 82 deildarleikjum og 16 af 21 leik í úrslitakeppninni á fyrsta tímabili Steve Kerr. Steve Kerr varð þarna NBA-meistari í sjötta sinn en hann vann titilinn fimm sinnum sem leikmaður Chicago Bulls (3, 1996–1998) og San Antonio Spurs (2, 1999 og 2003). NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Steve Kerr gerði Golden State Warriors að NBA-meisturum á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari í deildinni en fyrsta sumarið sem NBA-meistaraþjálfari hefur reynst honum erfitt. Steve Kerr þurfti að gangast undir tvær aðgerðir á baki eftir að hafa slasað sig í leik fimm í lokaúrslitum NBA-deildarinnar á móti Cleveland Cavaliers. Fyrri aðgerðin var 28. júlí og sú síðari 4. september. Steve Kerr var hinsvegar mættur til starfa hjá Golden State Warriors en undirbúningstímabilið hófst í þessari viku. Þegar á reyndi þá sá Kerr hinsvegar að það besta í stöðunni væri að gefa sér lengri tíma til að jafna sig á aðgerðinni. „Ég áttaði mig á því eftir fyrstu tvo daga æfingabúðanna að það rétta í stöðunni væri að stíga til baka og einbeita mér að fullu að endurhæfingunni svo að ég verði orðinn góður þegar tímabilið byrjar," sagði Steve Kerr í fréttatilkynningu til ESPN. Steve Kerr ákvað því að taka sér frí á næstunni og mun því ekki koma meira að þjálfun Golden State liðsins á undirbúningstímabilinu sem mun taka um fjórar vikur. Hvorki forráðamenn Golden State Warriors né Steve Kerr eru tilbúnir að gefa það út hvenær þjálfarinn kemur aftur út leyfinu en á meðan hann er í burtu þá mun Luke Walton sinna starfi aðalþjálfara. Það er þó almennt búist við því að Steve Kerr verði kominn til starfa þegar Golden State Warriors hefur tilvörn sína á móti New Orleans Pelicans 27. október næstkomandi. Golden State Warriors vann 67 af 82 deildarleikjum og 16 af 21 leik í úrslitakeppninni á fyrsta tímabili Steve Kerr. Steve Kerr varð þarna NBA-meistari í sjötta sinn en hann vann titilinn fimm sinnum sem leikmaður Chicago Bulls (3, 1996–1998) og San Antonio Spurs (2, 1999 og 2003).
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira