Bandaríkjamenn tryggðu sér Forsetabikarinn eftir mikla spennu á lokahringnum Kári Örn Hinriksson skrifar 11. október 2015 13:00 Haas feðgarnir höfðu ríka ástæðu til þess að brosa. Getty Spennan hefur sjaldan verið meiri á lokadegi Forsetabikarsins heldur en í nótt en Bandaríkjamenn tryggðu sér sinn sjöunda sigur í röð á dramatískan hátt. Fyrir lokahringinn þar sem einmenningur var spilaður átti bandaríska liðið eitt stig á stjörnu prýtt lið heimsúrvalsins en bæði lið tryggðu sér sex stig á lokahringnum og því sigruðu þeir bandarísku með 15 og hálfum vinningi gegn 14 og hálfum. Hetja Bandaríkjanna reyndist Bill Haas, sonur Jay Haas, fyrirliða liðsins. Bill hafði verið valinn í liðið af föður sínum við litla hrifningu margra en hann réttlætti valið svo sannarlega með því að ná í úrslitastigið í mögnuðum leik gegn heimamanninum Sang Moon Bae. Bestu frammistöðu mótsins átti samt sem áður Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace en hann sigraði alla sína fimm leiki fyrir Evrópuliðið þrátt fyrir að hafa spilað við stjörnur eins og Bubba Watson, Jordan Spieth og Rickie Fowler. Forsetabikarinn í ár fullkomnaði stórskemmtilegt golftímabil þar sem Jordan Spieth og Jason Day skiptust á að grípa fyrirsagnirnar með frábærum frammistöðum en næsta tímabil á PGA-mótaröðinni hefst í næstu viku með Frys.com Open. Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Spennan hefur sjaldan verið meiri á lokadegi Forsetabikarsins heldur en í nótt en Bandaríkjamenn tryggðu sér sinn sjöunda sigur í röð á dramatískan hátt. Fyrir lokahringinn þar sem einmenningur var spilaður átti bandaríska liðið eitt stig á stjörnu prýtt lið heimsúrvalsins en bæði lið tryggðu sér sex stig á lokahringnum og því sigruðu þeir bandarísku með 15 og hálfum vinningi gegn 14 og hálfum. Hetja Bandaríkjanna reyndist Bill Haas, sonur Jay Haas, fyrirliða liðsins. Bill hafði verið valinn í liðið af föður sínum við litla hrifningu margra en hann réttlætti valið svo sannarlega með því að ná í úrslitastigið í mögnuðum leik gegn heimamanninum Sang Moon Bae. Bestu frammistöðu mótsins átti samt sem áður Suður-Afríkumaðurinn Branden Grace en hann sigraði alla sína fimm leiki fyrir Evrópuliðið þrátt fyrir að hafa spilað við stjörnur eins og Bubba Watson, Jordan Spieth og Rickie Fowler. Forsetabikarinn í ár fullkomnaði stórskemmtilegt golftímabil þar sem Jordan Spieth og Jason Day skiptust á að grípa fyrirsagnirnar með frábærum frammistöðum en næsta tímabil á PGA-mótaröðinni hefst í næstu viku með Frys.com Open.
Golf Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira