Rut: Komum ákveðnari til leiks á morgun Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. október 2015 13:00 Rut í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Valli „Við ætlum okkur að gera betur en í leiknum á fimmtudaginn, það er margt sem við getum gert betur og við ætlum okkur að koma mun ákveðnari til leiks á sunnudaginn,“ sagði Rut Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir æfingu í dag en liðið á leik gegn Þýskalandi á morgun. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes á fimmtudaginn en sóknarleikur liðsins var ekki nægilega góður í leiknum. „Við spiluðum fína vörn, sérstaklega í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn var augljóslega ekki nægilega góður. Við áttum erfitt með að komast í gegn um vörn franska liðsins, þær spiluðu framarlega ólíkt því sem Þýskaland gerir. Við þurfum að reyna að keyra upp meiri hraða í sóknarleiknum á morgun.“ Rut vonaðist til þess að með betri varnarleik fengi íslenska liðið fleiri auðveld mörk. „Það var ekki nægilega mikil markvarsla gegn Frökkum útaf vörninni, við vorum að missa þær of mikið í gegn og fyrir vikið fengum við engin hraðaupphlaup og við þurfum að fá hraðaupphlaupsmörk. Það gefur svo mikið fyrir liðið og alla að fá hraðaupphlaupsmörk.“ Rut telur að þýska liðið henti því íslenska jafnvel betur. „Þær eru stórar og sterkar eins og franska liðið en ekki jafn snöggar og treysta meira á skytturnar. Við erum flestar frekar hraðar á fótunum og við náðum ekki að nýta það gegn Frakklandi en við getum vonandi nýtt okkur það á morgun.“ Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þurfum að laga sóknina Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. 10. október 2015 07:00 Ágúst: Of margar sem spiluðu undir getu í dag Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag. 8. október 2015 19:34 Tíu marka tap í Frakklandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes í dag. 8. október 2015 18:20 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
„Við ætlum okkur að gera betur en í leiknum á fimmtudaginn, það er margt sem við getum gert betur og við ætlum okkur að koma mun ákveðnari til leiks á sunnudaginn,“ sagði Rut Jónsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir æfingu í dag en liðið á leik gegn Þýskalandi á morgun. Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes á fimmtudaginn en sóknarleikur liðsins var ekki nægilega góður í leiknum. „Við spiluðum fína vörn, sérstaklega í fyrri hálfleik en sóknarleikurinn var augljóslega ekki nægilega góður. Við áttum erfitt með að komast í gegn um vörn franska liðsins, þær spiluðu framarlega ólíkt því sem Þýskaland gerir. Við þurfum að reyna að keyra upp meiri hraða í sóknarleiknum á morgun.“ Rut vonaðist til þess að með betri varnarleik fengi íslenska liðið fleiri auðveld mörk. „Það var ekki nægilega mikil markvarsla gegn Frökkum útaf vörninni, við vorum að missa þær of mikið í gegn og fyrir vikið fengum við engin hraðaupphlaup og við þurfum að fá hraðaupphlaupsmörk. Það gefur svo mikið fyrir liðið og alla að fá hraðaupphlaupsmörk.“ Rut telur að þýska liðið henti því íslenska jafnvel betur. „Þær eru stórar og sterkar eins og franska liðið en ekki jafn snöggar og treysta meira á skytturnar. Við erum flestar frekar hraðar á fótunum og við náðum ekki að nýta það gegn Frakklandi en við getum vonandi nýtt okkur það á morgun.“
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Þurfum að laga sóknina Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. 10. október 2015 07:00 Ágúst: Of margar sem spiluðu undir getu í dag Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag. 8. október 2015 19:34 Tíu marka tap í Frakklandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes í dag. 8. október 2015 18:20 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi Íslenski boltinn Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Fleiri fréttir Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Leik lokið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sjá meira
Þurfum að laga sóknina Stelpurnar okkar í íslenska handboltalandsliðinu mæta Þýskalandi í öðrum leik liðsins í undankeppni EM 2017, en sá fyrsti tapaðist gegn firnasterku liði Frakklands á fimmtudagskvöldið. Þjóðverjar eru með sterkt lið sem er vant því að vera á stórmótum. 10. október 2015 07:00
Ágúst: Of margar sem spiluðu undir getu í dag Ágúst Jóhannsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, var að vonum vonsvikinn með 10 marka tap, 27-17, fyrir Frökkum í undankeppni EM 2016 í Frakklandi í dag. 8. október 2015 19:34
Tíu marka tap í Frakklandi Íslenska kvennalandsliðið í handbolta hóf undankeppni EM 2016 á 10 marka tapi, 27-17, fyrir Frakklandi í Antibes í dag. 8. október 2015 18:20