Telur GAMMA-sjóði hafa jákvæð áhrif á leigumarkaðinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 28. október 2015 12:09 Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur að sjóðir á borð við GAMMA hafi ýtt undir fasteignaverð en stutt við leigumarkaðinn. Vísir „Ég held að það sé nokkuð ljóst að kaupin sem slík hafa væntanlega ýtt undir fasteignaverð á þessum svæðum, en áhrifin á leiguverð held ég að séu hins vegar kannski flóknar,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.Vísir fjallaði í morgun með ítarlegum hætti um fjárfestingar fjögurra sjóða GAMMA sem hafa á undanförnum árum keypt upp um 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu og sett í útleigu. Frá þeim tíma hefur leigu- og fasteignaverð hækkað mikið.Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur GAMMA og sambærileg félög styðja við leigumarkaðinn.Vísir/Andri MarinóDaníel telur fjárfestingar GAMMA hafi aukið framboð á leigumarkaði þó að þau hafi hugsanlega ýtt undir fasteignaverð. „Þetta hefur stutt leigumarkaðinn að því leiti að framboð á leiguhúsnæði hefur aukist og aukið framboð þýðir yfirleitt lægra verð,“ segir hann og bætir við að staðan virðist þó vera sú að eftirspurn eftir leiguhúsnæði sé svo mikil að hækkun á sér engu að síður stað. Daníel veltir því upp að ef sjóðir á borð við GAMMA hefðu ekki fjárfest húsnæði til að leigja það út, hvort að leiguverð væri þá hærr. „Ef að maður gefur sér það að þeir hefðu ekki farið inn á markaðinn, þá væri fjöldi leiguíbúða í útleigu færri sem því nemur,“ segir hann. Að því leiti styðji fjárfestingar sjóða GAMMA og fleiri fagfjárfesta við þróun leigumarkaðrins. „Ef að þeir hefðu ekki ákveðið að fara í þessar fjárfestingar þá væru þessar 400 íbúðir ef til vill ekki allar í útleigu í dag,“ segir hann. „Þetta eykur framboð.“ Tengdar fréttir GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. 28. október 2015 10:30 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
„Ég held að það sé nokkuð ljóst að kaupin sem slík hafa væntanlega ýtt undir fasteignaverð á þessum svæðum, en áhrifin á leiguverð held ég að séu hins vegar kannski flóknar,“ segir Daníel Svavarsson, forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans.Vísir fjallaði í morgun með ítarlegum hætti um fjárfestingar fjögurra sjóða GAMMA sem hafa á undanförnum árum keypt upp um 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu og sett í útleigu. Frá þeim tíma hefur leigu- og fasteignaverð hækkað mikið.Forstöðumaður Hagfræðideildar Landsbankans telur GAMMA og sambærileg félög styðja við leigumarkaðinn.Vísir/Andri MarinóDaníel telur fjárfestingar GAMMA hafi aukið framboð á leigumarkaði þó að þau hafi hugsanlega ýtt undir fasteignaverð. „Þetta hefur stutt leigumarkaðinn að því leiti að framboð á leiguhúsnæði hefur aukist og aukið framboð þýðir yfirleitt lægra verð,“ segir hann og bætir við að staðan virðist þó vera sú að eftirspurn eftir leiguhúsnæði sé svo mikil að hækkun á sér engu að síður stað. Daníel veltir því upp að ef sjóðir á borð við GAMMA hefðu ekki fjárfest húsnæði til að leigja það út, hvort að leiguverð væri þá hærr. „Ef að maður gefur sér það að þeir hefðu ekki farið inn á markaðinn, þá væri fjöldi leiguíbúða í útleigu færri sem því nemur,“ segir hann. Að því leiti styðji fjárfestingar sjóða GAMMA og fleiri fagfjárfesta við þróun leigumarkaðrins. „Ef að þeir hefðu ekki ákveðið að fara í þessar fjárfestingar þá væru þessar 400 íbúðir ef til vill ekki allar í útleigu í dag,“ segir hann. „Þetta eykur framboð.“
Tengdar fréttir GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. 28. október 2015 10:30 Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
GAMMA-sjóðirnir teygja sig um alla borg Fjórir sjóðir undir stjórn GAMMA, með milljarða króna úr að spila, hafa keypt tæplega 500 fasteignir á höfuðborgarsvæðinu. 28. október 2015 10:30