Gervais snýr aftur á Golden Globe: Sjáðu hvernig hann hefur staðið sig
Stefán Árni Pálsson skrifar
Ricky Gervais er nokkuð fyndinn.vísir/getty
Breski grínistinn Ricky Gervais snýr aftur á Golden Globe-verðlaunahátíðina og verður kynnir þegar verðlaunin verða afhent í 73. skiptið í janúar á næsta ári.
Gervais var kynnir á verðlaununum þrjú ár í röð eða frá 2010-12 og fór gjörsamlega á kostum.
Tina Fey og Amy Poehler hafa séð um þessi hlutverk að undanförnu og slógu einnig í gegn. Nú mætir Gervais aftur á sviðið.