Beckenbauer nú til rannsóknar vegna spillingarmála innan FIFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2015 17:00 Franz Beckenbauer og Sepp Blatter. Vísir/Getty Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. Sepp Blatter, forseti FIFA og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið settir í 90 daga bann vegna peningagreiðslu sem fór þeirra á milli en þeir hafa báðir áfrýjað þeirri niðurstöðu. Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur einnig verið settur í bann vegna misnotkunar á fjármunum sambandsins. Franz Beckenbauer og Angel Maria Villar Llona, formaður spænska knattspyrnusambandsins, eru nú báðir komnir inn á borð hjá rannsóknarnefndinni og þetta spillingarmál verður bara stærra og sóðalegra með hverjum deginum. Þeir Beckenbauer og Villar voru á sínum tíma ekki tilbúnir að aðstoða við rannsókn á því hvernig Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Beckenbauer var í framkvæmdanefndinni sem kaus um hvar HM 2018 og HM 2022 áttu að fara fram og hann var einnig í formaður skipulagsnefndar HM 2006 í Þýskalandi en Þjóðverjar voru sakaðir um það í síðustu viku að hafa keypt atkvæði í baráttunni um að fá að halda þá keppni. Angel Maria Villar Llona hefur verið formaður spænska sambandsins frá 1988 og er annar valdamesti maður innan UEFA á eftir forsetanum Michel Platini. FIFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Sjá meira
Franz Beckenbauer og formaður spænska knattspyrnusambandsins eru tvö nýjustu nöfnin sem hafa flækst í rannsókn Alþjóðaknattspyrnusambandsins á spillingu meðal háttsettra starfsmanna sambandsins. Sepp Blatter, forseti FIFA og Michel Platini, forseti UEFA, hafa báðir verið settir í 90 daga bann vegna peningagreiðslu sem fór þeirra á milli en þeir hafa báðir áfrýjað þeirri niðurstöðu. Framkvæmdastjórinn Jerome Valcke hefur einnig verið settur í bann vegna misnotkunar á fjármunum sambandsins. Franz Beckenbauer og Angel Maria Villar Llona, formaður spænska knattspyrnusambandsins, eru nú báðir komnir inn á borð hjá rannsóknarnefndinni og þetta spillingarmál verður bara stærra og sóðalegra með hverjum deginum. Þeir Beckenbauer og Villar voru á sínum tíma ekki tilbúnir að aðstoða við rannsókn á því hvernig Rússland og Katar fengu úthlutað næstu tveimur heimsmeistarakeppnum. Beckenbauer var í framkvæmdanefndinni sem kaus um hvar HM 2018 og HM 2022 áttu að fara fram og hann var einnig í formaður skipulagsnefndar HM 2006 í Þýskalandi en Þjóðverjar voru sakaðir um það í síðustu viku að hafa keypt atkvæði í baráttunni um að fá að halda þá keppni. Angel Maria Villar Llona hefur verið formaður spænska sambandsins frá 1988 og er annar valdamesti maður innan UEFA á eftir forsetanum Michel Platini.
FIFA Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Sjá meira