James með 29 stig gegn gömlu félögunum | Myndbönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. október 2015 11:18 Gömlu liðsfélagarnir LeBron James og Dwayne Wade heilsast fyrir leik Cleveland og Miami. vísir/getty Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. LeBron James skoraði 29 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 10 stiga sigur, 102-92, á hans gömlu félögum í Miami Heat. James hitti úr 13 af 19 skotum sínum í leiknum en Cleveland hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Kevin Love átti einnig góðan leik í nótt og skoraði 24 stig og tók 14 fráköst. Dwayne Wade var atkvæðamestur hjá Miami með 25 stig. Oklahoma City Thunder vann þriggja stiga sigur, 139-136, á Orlando Magic í tvíframlengdum leik í Orlando. Heimamenn hittu frábærlega í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 67-53. OKC vaknaði til lífsins í seinni hálfleiks og Russell Westbrook tryggði liðinu framlengingu með ótrúlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Westbrook kom OKC þremur stigum yfir, 126-123, þegar rúmar sjö sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni en þristur frá Victor Oladipo þýddi að grípa þurfti til annarrar framlengingar þar sem gestirnir reyndust svo sterkari. Westbrook fór á kostum liði Oklahoma; skoraði 48 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kevin Durant var litlu síðri með 43 stig og 12 fráköst. Tobias Harris skoraði mest fyrir Orlando, eða 30 stig, og þá var Oladipo með þrennu; 21 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Meistarar Golden State Warriors unnu öruggan sigur, 112-92, á Houston Rockets á útivelli. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State sem hefur unnið báða leiki sína til þessa. Mareese Speights skoraði 14 stig af bekknum en alls fengu meistararnir 48 stig frá varamönnum sínum í leiknum. Montrelz Harrell skoraði 17 stig fyrir Houston en James Harden, þeirra besti maður, náði sér ekki á strik. Harden endaði með 16 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar en hann hitti aðeins úr fjórum af 18 skotum sínum utan af velli.Úrslitin í nótt: Miami 92-102 Cleveland Orlando 136-139 Oklahoma Houston 92-112 Golden State Sacramento 132-114 LA Lakers Phoenix 110-92 Portland Denver 78-95 Minnesota San Antonio 102-75 Brooklyn Milwaukee 113-118 Washington Atlanta 97-94 Charlotte Detroit 98-94 Chicago Boston 103-113 Toronto Philadelphia 71-99 UtahÆvintýraleg lokamínúta í leik Orlando og Oklahoma James og Wade áttust við í nótt Marcus Smart með ótrúlegan þrist NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA-deildinni vestanhafs í nótt. LeBron James skoraði 29 stig þegar Cleveland Cavaliers vann 10 stiga sigur, 102-92, á hans gömlu félögum í Miami Heat. James hitti úr 13 af 19 skotum sínum í leiknum en Cleveland hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. Kevin Love átti einnig góðan leik í nótt og skoraði 24 stig og tók 14 fráköst. Dwayne Wade var atkvæðamestur hjá Miami með 25 stig. Oklahoma City Thunder vann þriggja stiga sigur, 139-136, á Orlando Magic í tvíframlengdum leik í Orlando. Heimamenn hittu frábærlega í fyrri hálfleik og leiddu að honum loknum, 67-53. OKC vaknaði til lífsins í seinni hálfleiks og Russell Westbrook tryggði liðinu framlengingu með ótrúlegri þriggja stiga körfu rétt áður en leiktíminn rann út. Westbrook kom OKC þremur stigum yfir, 126-123, þegar rúmar sjö sekúndur voru eftir af fyrri framlengingunni en þristur frá Victor Oladipo þýddi að grípa þurfti til annarrar framlengingar þar sem gestirnir reyndust svo sterkari. Westbrook fór á kostum liði Oklahoma; skoraði 48 stig, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Kevin Durant var litlu síðri með 43 stig og 12 fráköst. Tobias Harris skoraði mest fyrir Orlando, eða 30 stig, og þá var Oladipo með þrennu; 21 stig, 13 fráköst og 10 stoðsendingar. Meistarar Golden State Warriors unnu öruggan sigur, 112-92, á Houston Rockets á útivelli. Stephen Curry skoraði 25 stig fyrir Golden State sem hefur unnið báða leiki sína til þessa. Mareese Speights skoraði 14 stig af bekknum en alls fengu meistararnir 48 stig frá varamönnum sínum í leiknum. Montrelz Harrell skoraði 17 stig fyrir Houston en James Harden, þeirra besti maður, náði sér ekki á strik. Harden endaði með 16 stig, sjö fráköst og fimm stoðsendingar en hann hitti aðeins úr fjórum af 18 skotum sínum utan af velli.Úrslitin í nótt: Miami 92-102 Cleveland Orlando 136-139 Oklahoma Houston 92-112 Golden State Sacramento 132-114 LA Lakers Phoenix 110-92 Portland Denver 78-95 Minnesota San Antonio 102-75 Brooklyn Milwaukee 113-118 Washington Atlanta 97-94 Charlotte Detroit 98-94 Chicago Boston 103-113 Toronto Philadelphia 71-99 UtahÆvintýraleg lokamínúta í leik Orlando og Oklahoma James og Wade áttust við í nótt Marcus Smart með ótrúlegan þrist
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira