Ekki er langt síðan poppgoðið þurfti að slaufa tónleikum sínum í Osló vegna áreitis aðdáenda og í myndbandi sem ferðast nú um vefinn á ógnarhraða sést hann aftur með allt á hornum sér.
Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, er tekið í gær á veitingastað í frönsku borginni Cannes þar sem Bieber sat að hádegissnæðingi með félögum sínum.
Miklar vangaveltur hófust í kjölfar myndbandsbirtingarinnar enda má Bieber vart hósta án þess að fjölmiðlar geri sé mat úr því.
Stjörnubloggarinn Perez Hilton hélt því þannig fram að uppnámið mætti rekja til pirrings popparins út í aðdáendur sem mynduðu máltíðina hans af miklum móð.
Bieber sagði það á Twitter vera alrangt. Félagi hans hafi fært honum slæm, persónuleg tíðindi. #ÉgSkalSýnaÞér skrifaði stjarnan við tístið og vísaði þannig í nýjasta myndband sitt sem var einmitt tekið upp á Íslandi eins og frægt er orðið.
@PerezHilton lol. No one is flipping out dude. My buddy had just told me some bad personal news. Don't lie please. #IllShowYou
— Justin Bieber (@justinbieber) November 7, 2015
Justin Bieber I love you this much pic.twitter.com/ScVsXWdTDc
— Justin Bieber News (@biebersgiIinsky) November 7, 2015
i love you more @justinbieber pic.twitter.com/dedvxlnD6w
— anka (@SecuteBelieber) November 7, 2015
@justinbieber love you too pic.twitter.com/20PIuurpOe
— ☾Jessie /JUSTIN RTED (@JustinftAriana4) November 7, 2015
I love u guys. This is funny as hell
— Justin Bieber (@justinbieber) November 7, 2015