Harden fór á kostum í fjórða sigri Rockets í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. nóvember 2015 11:00 Skeggið á Harden þykir til fyrirmyndar. Vísir/Getty James Harden og félagar í Houston Rockets eru heldur betur mættir til leiks í NBA-deildinni en Harden setti niður 46 stig í tíu stiga sigri á Los Angeles Clippers í nótt en þetta var fjórði sigur Rockets í röð. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Rockets unnið fjóra leiki í röð, þar á meðal gegn Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers sem munu líklegast berjast um efstu sætin í Vesturdeildinni við Rockets. Eftir að hafa sett 43 stig gegn Sacramento Kings í gær fylgdi Harden því með 46 stigum í nótt en liðsfélagi hans, Dwight Howard, bauð upp á tröllatvennu með 20 stig og 20 fráköst. Leikmenn Los Angeles Clippers söknuðu greinilega leikstjórnandans Chris Paul í leiknum en Blake Griffin var stigahæstur í liðinu með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst.Stephen Curry reynir hér að stela boltanum gegn Rajon Rondo án árangurs.Vísir/gettyMeistararnir í Golden State Warriors virðast einfaldlega vera óstöðvandi þessa dagana en þeir unnu áttunda leik sinn í röð í gær með níu stiga sigri á Sacramento Kings, 103-94. Kom ekki að sök að Rajon Rondo, leikmaður Sacramento, hafi náð þrefaldri tvennu með 14 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst. Stephen Curry, skotbakvörður liðsins, hitti óvenju illa úr þriggja stiga skotum í leiknum en hann hitti aðeins úr 2 skotum af 10 en liðsfélagar hans björguðu honum fyrir horn enda hefur hann bjargað liðsfélögum sínum margoft. Þá unnu Atlanta Hawks sjöunda leikinn í röð í nótt gegn Washington Wizards 114-99 en leikmenn liðsins hafa heldur betur svarað gagnrýnisröddunum sem heyrðust eftir tap í fyrsta leik liðsins á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af bestu tilþrifunum úr leikjum kvöldsins ásamt því besta úr leik James Harden gegn Los Angeles Clippers og leik Andrew Wiggins gegn Chicago Bulls.Úrslit gærkvöldsins: Minnesota Timberwolves 102-93 Chicago Bulls Orlando Magic 105-97 Philadelphia 76ers Washington Wizards 99-114 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 98-107 Dallas Mavericks Brooklyn Nets 86-94 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 94-114 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 79-89 Utah Jazz Golden State Warriors 103-94 Sacramento Kings Houston Rockets 109-105 Los Angeles ClippersBestu tilþrif gærkvöldsins: Frábærar frammistöður hjá Harden og Wiggins: NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
James Harden og félagar í Houston Rockets eru heldur betur mættir til leiks í NBA-deildinni en Harden setti niður 46 stig í tíu stiga sigri á Los Angeles Clippers í nótt en þetta var fjórði sigur Rockets í röð. Eftir að hafa tapað fyrstu þremur leikjum tímabilsins hafa Rockets unnið fjóra leiki í röð, þar á meðal gegn Oklahoma City Thunder og Los Angeles Clippers sem munu líklegast berjast um efstu sætin í Vesturdeildinni við Rockets. Eftir að hafa sett 43 stig gegn Sacramento Kings í gær fylgdi Harden því með 46 stigum í nótt en liðsfélagi hans, Dwight Howard, bauð upp á tröllatvennu með 20 stig og 20 fráköst. Leikmenn Los Angeles Clippers söknuðu greinilega leikstjórnandans Chris Paul í leiknum en Blake Griffin var stigahæstur í liðinu með 35 stig ásamt því að taka 11 fráköst.Stephen Curry reynir hér að stela boltanum gegn Rajon Rondo án árangurs.Vísir/gettyMeistararnir í Golden State Warriors virðast einfaldlega vera óstöðvandi þessa dagana en þeir unnu áttunda leik sinn í röð í gær með níu stiga sigri á Sacramento Kings, 103-94. Kom ekki að sök að Rajon Rondo, leikmaður Sacramento, hafi náð þrefaldri tvennu með 14 stig, 15 stoðsendingar og 12 fráköst. Stephen Curry, skotbakvörður liðsins, hitti óvenju illa úr þriggja stiga skotum í leiknum en hann hitti aðeins úr 2 skotum af 10 en liðsfélagar hans björguðu honum fyrir horn enda hefur hann bjargað liðsfélögum sínum margoft. Þá unnu Atlanta Hawks sjöunda leikinn í röð í nótt gegn Washington Wizards 114-99 en leikmenn liðsins hafa heldur betur svarað gagnrýnisröddunum sem heyrðust eftir tap í fyrsta leik liðsins á tímabilinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af bestu tilþrifunum úr leikjum kvöldsins ásamt því besta úr leik James Harden gegn Los Angeles Clippers og leik Andrew Wiggins gegn Chicago Bulls.Úrslit gærkvöldsins: Minnesota Timberwolves 102-93 Chicago Bulls Orlando Magic 105-97 Philadelphia 76ers Washington Wizards 99-114 Atlanta Hawks New Orleans Pelicans 98-107 Dallas Mavericks Brooklyn Nets 86-94 Milwaukee Bucks Charlotte Hornets 94-114 San Antonio Spurs Memphis Grizzlies 79-89 Utah Jazz Golden State Warriors 103-94 Sacramento Kings Houston Rockets 109-105 Los Angeles ClippersBestu tilþrif gærkvöldsins: Frábærar frammistöður hjá Harden og Wiggins:
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira