Þrestir unnu stærstu kvikmyndaverðlaun Suður-Ameríku Stefán Árni Pálsson skrifar 5. nóvember 2015 16:00 Rúnar Rúnarsson má sjá hér til hægri. vísir Um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma tilkynnti leikkonan Geraldine Chaplin, elsta dóttir Charlie Chaplin, að kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hefði hlotið hin virðulegu Bandeira Paulista aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Mostra í Sao Paulo í Brasilíu, sem er mikill heiður fyrir aðstandendur Þrasta þar sem þetta eru stærstu og mikilvægustu kvikmyndaverðlaun Suður-Ameríku. Þetta voru þó ekki einu verðlaun Þrasta því að CAA - Samtök Kvikmyndahandritahöfunda í Brasilíu, veittu myndinni sín verðlaun fyrir besta handritið. Rúnar og Lilja Snorradóttir framleiðandi voru viðstödd hátíðina. „Þetta var frábær ferð hjá okkur. Uppselt var á allar sýningar Þrasta og við fengum frábær viðbrögð. Fólk hló og grét yfir myndinni. Það er svo gaman að koma í önnur menningarsamfélög og upplifa viðbrögð fólks. Þetta var Suður-amerísk frumsýning hjá okkur og erum við í skýjunum yfir þessu öllu saman. Þessi verðlaun gefa fín fyrirheit um góða dreifingu myndarinnar í álfunni“ segir Lilja. „Það var heill her af hæfileikaríku fólki sem gerði þessa mynd að veruleika með dugnaði sínum og elju og ég á ekki til orð til að lýsa því hvað ég er stoltur af þeim. Þetta er búið að vera frábær uppskera hjá okkur“ segir Rúnar. Þetta er ekki fyrsta rósin í hnappagat aðstandenda myndarinnar, en fyrr í haust fengu Þrestir aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni eins og frægt er orðið. Sú hátíð er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum en það eru ein af stærstu verðlaunum sem íslensk mynd hefur hlotið. Þrestir hlutu einnig á dögunum aðalverðlaunin í 1-2 keppninni á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi og Silfur Hugo á kvikmyndahátíðinni í Chicago. Þrestir er önnur mynd Rúnars í fullri lengd. Sú fyrsta var Eldfjall sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2011 og sópaði upp verðlaunum um allan heim. Rúnari skaut fram á sjónarsviðið þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmyndina árið 2006, sem var myndin Síðasti bærinn. ÞRESTIR, sem byrjaði nýlega í almennum sýningum á Íslandi, er ljóðræn dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Rade Serbedzija.Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni. Óskarinn Tengdar fréttir Þrestir hlaut Silver Hugo verðlaunin Chicago International Film Festival hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. 24. október 2015 11:29 „Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“ Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma. 16. október 2015 15:15 Falleg en full kunnugleg þroskasaga Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri. 5. október 2015 09:30 Þrestir verðlaunaðir á kvikmyndahátíðinni í Varsjá Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki. 18. október 2015 10:51 Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Sjá meira
Um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma tilkynnti leikkonan Geraldine Chaplin, elsta dóttir Charlie Chaplin, að kvikmyndin Þrestir eftir Rúnar Rúnarsson hefði hlotið hin virðulegu Bandeira Paulista aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Mostra í Sao Paulo í Brasilíu, sem er mikill heiður fyrir aðstandendur Þrasta þar sem þetta eru stærstu og mikilvægustu kvikmyndaverðlaun Suður-Ameríku. Þetta voru þó ekki einu verðlaun Þrasta því að CAA - Samtök Kvikmyndahandritahöfunda í Brasilíu, veittu myndinni sín verðlaun fyrir besta handritið. Rúnar og Lilja Snorradóttir framleiðandi voru viðstödd hátíðina. „Þetta var frábær ferð hjá okkur. Uppselt var á allar sýningar Þrasta og við fengum frábær viðbrögð. Fólk hló og grét yfir myndinni. Það er svo gaman að koma í önnur menningarsamfélög og upplifa viðbrögð fólks. Þetta var Suður-amerísk frumsýning hjá okkur og erum við í skýjunum yfir þessu öllu saman. Þessi verðlaun gefa fín fyrirheit um góða dreifingu myndarinnar í álfunni“ segir Lilja. „Það var heill her af hæfileikaríku fólki sem gerði þessa mynd að veruleika með dugnaði sínum og elju og ég á ekki til orð til að lýsa því hvað ég er stoltur af þeim. Þetta er búið að vera frábær uppskera hjá okkur“ segir Rúnar. Þetta er ekki fyrsta rósin í hnappagat aðstandenda myndarinnar, en fyrr í haust fengu Þrestir aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian á Spáni eins og frægt er orðið. Sú hátíð er ein af svokölluðum A-kvikmyndahátíðum en það eru ein af stærstu verðlaunum sem íslensk mynd hefur hlotið. Þrestir hlutu einnig á dögunum aðalverðlaunin í 1-2 keppninni á kvikmyndahátíðinni í Varsjá í Póllandi og Silfur Hugo á kvikmyndahátíðinni í Chicago. Þrestir er önnur mynd Rúnars í fullri lengd. Sú fyrsta var Eldfjall sem var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2011 og sópaði upp verðlaunum um allan heim. Rúnari skaut fram á sjónarsviðið þegar hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir bestu leiknu stuttmyndina árið 2006, sem var myndin Síðasti bærinn. ÞRESTIR, sem byrjaði nýlega í almennum sýningum á Íslandi, er ljóðræn dramatísk mynd sem fjallar um 16 ára pilt sem sendur er á æskustöðvarnar vestur á firði til að búa með föður sínum sem hann hefur ekki séð í ein sex ár. Í aðalhlutverkum eru Atli Óskar Fjalarsson, Ingvar E. Sigurðsson, Rakel Björk Björnsdóttir og Rade Serbedzija.Tónlist myndarinnar er samin af Kjartani Sveinssyni.
Óskarinn Tengdar fréttir Þrestir hlaut Silver Hugo verðlaunin Chicago International Film Festival hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. 24. október 2015 11:29 „Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“ Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma. 16. október 2015 15:15 Falleg en full kunnugleg þroskasaga Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri. 5. október 2015 09:30 Þrestir verðlaunaðir á kvikmyndahátíðinni í Varsjá Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki. 18. október 2015 10:51 Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Sjá meira
Þrestir hlaut Silver Hugo verðlaunin Chicago International Film Festival hátíðin er elsta og ein virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. 24. október 2015 11:29
„Ég hræðist ekki eigin nekt á hvíta tjaldinu“ Það er erfitt að hrífast ekki af orkunni og fjörinu sem fylgir Rakel Björk Björnsdóttur leikkonu. Það er ekki nóg með að af henni drjúpi fegurð og glaðværð heldur er hún einnig með smitandi bros og eftir örfá andartök er líkt og blaðamaður hafi drukkið úr æskubrunninum og fundið fyrri ljóma. 16. október 2015 15:15
Falleg en full kunnugleg þroskasaga Áferðarfalleg mynd sem heldur athygli með flottum augnablikum og oft fyndin. En hún er full kunnugleg og persónurnar í henni hefðu geta verið sterkari og dýpri. 5. október 2015 09:30
Þrestir verðlaunaðir á kvikmyndahátíðinni í Varsjá Kvikmynd Rúnars Rúnarssonar hlaut aðalverðlaunin í svokölluðum 1-2 flokki. 18. október 2015 10:51
Hrútar unnu aðalverðlaunin í Zürich Kvikmyndin Hrútar vann um helgina "Gullna augað“ á kvikmyndahátíðinni í Zürich í Sviss. Þetta eru aðalverðlaunin í flokki alþjóðlegra kvikmynda í fullri lengd en alls tóku fimmtán myndir þátt í keppninni. 5. október 2015 08:00