Aron Elís skoraði sigurmark í uppbótartíma og reddaði Guðmundi fyrir horn Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2015 18:59 Aron Elís skoraði sitt fimmta mark í deildinni. mynd/aafk.no Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira
Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ Körfubolti Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Fleiri fréttir „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi Sjá meira