

Hverja óttumst við?
„Það er enn hægt að stöðva þessa þróun á Íslandi !!!!
Fyrsta skrefið er að tala opinskátt og láta ekki íslenska Political Correct fasismann hræða sig frá því að kalla hlutum réttum nöfnum !!!!“
Skiljanlega hófust margir handa við hreingerningar á sínum samfélagsmiðlum og eyddu út nýbirtum og vafasömum djammtístum, enda almennt skynsamlegt að segja aðeins það sem er við hæfi á slíkum skelfingartímum.
Þrátt fyrir það birtist okkur fjöldi færslna sem voru umtalsvert meira óviðeigandi en léttvæg djammtíst, sem fjölmiðlar þurftu beinlínis að ritskoða. Ég man og fann það sjálfur að hörmungum loknum, þegar ég lagðist loks á koddann minn, að ég óttaðist ekki fleiri hryðjuverk komandi daga, heldur röng viðbrögð þeirra sem ala á fordómum og einangrun.
Þó stærstur hluti þjóðarinnar hafi fundið til með fórnarlömbum miskunnarlausra árása var, því miður, allt of stór hópur fólks sem vildi ekkert annað sjá en hörmulegar lausnir við röngum vanda.
„hvenar á að fara útrýma þessum islam viðbjóði? já það er þannig að þettar rusl sem stóð af þessu helvítis ógeðis múslimar“
Sökudólgarnir, að þeirra mati, voru fórnarlömbin.
Þessi pistill er ætlaður þeim sem sjá stöðuna svona. Til þeirra sem hringja reglulega inn á Útvarp Sögu í leit að samþykki fyrir sínum vanhugsuðu skoðunum. Sem sjá ástæðu til að loka dyrunum á þá sem síst skyldi. Einmitt þá sem flýja hörmungar hryðjuverkamanna.
„er þetta ekki málið fyri þig og þinn miðbæ?rotta?“
Það er mér algjör skelfing að margir Íslendingar hugsi svona. Að það sé þeim svo óskiljanlegt að flóttafólk séu þau sem flýja það fólk sem framkvæmir þessar skelfilegu árásir. Það er ekkert samasem merki að finna, en þó er auðvelt fyrir marga í kringum okkur að búa það til úr engu.
Viðvörunarbjöllunum hefur verið hringt og við sjáum ljósið smám saman dofna sem leiddi hina upplýstu Evrópu. Það eru ekki innflytjendur sem breiða yfir birtuna og leiða okkur á myrkar brautir, heldur þeir sem úthýsa þeim. Evrópa finnur sig á sömu braut og áður leiddi okkur til heimsstyrjalda.
„Hvað sem þessi skrímsli gera munu því miður margir vitgrannir Íslendingar halda uppi vörnum fyrir þau og kalla okkur sem höfum eitthvað við þetta að athuga “rasista”“
Flóðbylgja fordóma og einangrunasinna skellur á okkur öllum. Því er rík ástæða til að opna augun og binda enda á þetta ástand áður en það færir okkur aftur á þann upphafspunkt sem tók okkur nærri öld að vinna okkur frá.
Við eigum ekki að þurfa að eyða kröftum okkar í að hneykslast út í hvort annað. Því það er einmitt sú gildra sem hryðjuverkamenn leggja fyrir okkur. Þeir vilja sjá okkur sundruð frekar en sameinuð í því að taka á móti flóttamönnum, sem eru jafn andsnúnir hryðjuverkamönnunum og við.
„Já hvað stendur aftur til að taka á móti mörgum frá Sýrlandi? 55 eða 555? Verður frábært hér eftir svona 5 ár. Komin moska og nóg af liði til að hlusta á boðskapinn þaðan. Boðskap um dauða yfir samkynhneigðum, konum, kristnum ofl ofl.“
Samfélagið okkar er á slæmum stað þegar við förum að sofa og óttumst ekki fyrst og fremst árásir á fleiri fórnarlömb, heldur einnig viðbrögð samborgara okkar, sem ala aðeins á því hatri sem knýr hryðjuverkaógnina áfram. Satt að segja veit líklega enginn um eina rétta lausn við þessum vanda okkar. Ég leyfi mér þó að fullyrða að það eina sem fær fáfræði, fordóma og tilheyrandi voðaverk stöðvuð sé upplýstari, opnari og frjálsari heimur. Hann byrjar hér.
Skoðun

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar

Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað
Sæþór Randalsson skrifar

Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga
Sólrún María Ólafsdóttir skrifar

Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði?
Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar

Þegar rykið hefur sest
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

Búum til réttlátt lífeyriskerfi
Hrafn Magnússon skrifar

Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur…
Stefán Pálsson skrifar

Hin raunverulega byggðastefna
Jón Þór Kristjánsson skrifar

Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi
Ó. Ingi Tómasson skrifar

Rúmir 30 milljarðar í fangelsi
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Sérstök staða orkusveitarfélaga!
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna
Elín Íris Fanndal skrifar

Drögum úr fordómum í garð Breiðholts
Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar

Er almenningur rusl?
Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Líffræðilega ómögulegt
Björn Ólafsson skrifar

Veiðigjaldið stendur undir kostnaði
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Minn gamli góði flokkur
Hólmgeir Baldursson skrifar

Hve lengi tekur sjórinn við?
Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar

Orkan okkar, börnin og barnabörnin
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar

Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns?
Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands?
Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar

Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna
Ragna Sigurðardóttir skrifar