Davíð Arnar Ágústsson og Emil Karel Einarsson áttu virkilega góðan dag fyrir Þór Þorlákshöfn sem vann góðan sigur á Stjörnunni á fimmtudag, en lokatölur urðu 86-76, Þór í vil.
Strákarnir í Körfuboltakvöldi í gærkvöldi; þeir Kjartan Atli Kjartansson, Fannar Ólafsson og Hermann Hauksson fóru vel yfir málin og sögðu sína skoðun á þessum tveimur ungu piltum.
Davíð Arnar hefur áður verið tekinn fyrir í Körfuboltakvöldi og virðast þeir vera gífurlega ánægðir með kappann enda er hann kominn með viðurefnið „Dabbi konungur."
Allt innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.

