Augnapot kostaði 42 milljónir | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2015 09:00 Aqib Talib getur stundum farið fram úr sér þó góður leikmaður sé. vísir/getty Aqib Talib, bakvörður Denver Broncos í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, gerði einn heimskulegasta hlut sem sést hefur í íþróttaheiminum á þessu ári á sunnudaginn. Þegar Denver mátti alls ekki við því að fá á sig víti undir lok leiksins gegn Indianapolis Colts í sjónvarpsleik helgarinnar á Stöð 2 Sport á sunnudaginn tók Talib upp á því að pota í augað á mótherja sínum. Denver kom inn í leikinn sem eitt af fjórum ósigruðum liðum deildarinnar, en með hjálp Talib tókst Indianapolis að verða fyrsta liðið til að fella Peyton Manning og félaga. Vonn Miller, samherji Talibs, og Dwayne Allen, leikmaður Colts, áttu í smá orðaskiptum eins og gerist og gengur í NFL. Talib ákvað þó að blanda sér í leikinn og pota þéttingsfast í augað á Allen. Fyrir það fékk hann auðvitað stórt víti sem fór langt með að tryggja Colts sigurinn. Ótrúlegt en satt var Talib þó ekki sparkað út úr húsinu. Aganefnd NFL er búin að ákveða að Talib fær eins leiks bann fyrir augnapotið og því verður hann sektaður um laun fyrir einn leik. Frá þessu greinir ESPN. Augnapotið kostar hann því 42 milljónir króna sem er sú upphæð sem hann fær fyrir hvern leik miðað við 654 milljóna króna grunnlaun. Talib er nefnilega einn besti varnarmaður deildarinnar og á risasamningi hjá Denver Broncos. „Þeir hafa fullan rétt á að refsa mér og mér finnst ég eiga skilið þessa refsingu. Ég ætlaði ekki að pota í augað á honum eins og þið sjáið. Þetta var óviljaverk,“ sagði Talib við fréttamenn inn í búningsklefa eftir leikinn. Óviljaverk? Hér má sjá það helsta úr leiknum en atvikið sem um ræðir kemur eftir fjórar mínútur. NFL Tengdar fréttir Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15 Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Sjá meira
Aqib Talib, bakvörður Denver Broncos í NFL-deildinni í amerískum fótbolta, gerði einn heimskulegasta hlut sem sést hefur í íþróttaheiminum á þessu ári á sunnudaginn. Þegar Denver mátti alls ekki við því að fá á sig víti undir lok leiksins gegn Indianapolis Colts í sjónvarpsleik helgarinnar á Stöð 2 Sport á sunnudaginn tók Talib upp á því að pota í augað á mótherja sínum. Denver kom inn í leikinn sem eitt af fjórum ósigruðum liðum deildarinnar, en með hjálp Talib tókst Indianapolis að verða fyrsta liðið til að fella Peyton Manning og félaga. Vonn Miller, samherji Talibs, og Dwayne Allen, leikmaður Colts, áttu í smá orðaskiptum eins og gerist og gengur í NFL. Talib ákvað þó að blanda sér í leikinn og pota þéttingsfast í augað á Allen. Fyrir það fékk hann auðvitað stórt víti sem fór langt með að tryggja Colts sigurinn. Ótrúlegt en satt var Talib þó ekki sparkað út úr húsinu. Aganefnd NFL er búin að ákveða að Talib fær eins leiks bann fyrir augnapotið og því verður hann sektaður um laun fyrir einn leik. Frá þessu greinir ESPN. Augnapotið kostar hann því 42 milljónir króna sem er sú upphæð sem hann fær fyrir hvern leik miðað við 654 milljóna króna grunnlaun. Talib er nefnilega einn besti varnarmaður deildarinnar og á risasamningi hjá Denver Broncos. „Þeir hafa fullan rétt á að refsa mér og mér finnst ég eiga skilið þessa refsingu. Ég ætlaði ekki að pota í augað á honum eins og þið sjáið. Þetta var óviljaverk,“ sagði Talib við fréttamenn inn í búningsklefa eftir leikinn. Óviljaverk? Hér má sjá það helsta úr leiknum en atvikið sem um ræðir kemur eftir fjórar mínútur.
NFL Tengdar fréttir Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15 Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við stóðum af okkur storminn“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað FCK tímabundið á toppinn Höfðu betur eftir framlengdan leik Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Valur og KR unnu Scania Cup Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Sjá meira
Kærði NFL-stjörnu fyrir að stela fána Einn besti leikmaður NFL-deildarinnar reif niður fána andstæðinganna í gær og lét sig hverfa með fánann. 9. nóvember 2015 23:15
Peyton kvaddi gamla heimavöllinn með tapi Það eru enn þrjú ósigruð lið í NFL-deildinni eftir leiki helgarinnar. 9. nóvember 2015 11:00