Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal fylgdi Gunnari til Las Vegas í júlí þar sem Gunnar pakkaði saman Bandaríkjamanninum Brandon Thatch í eftirminnilegum bardaga.
Þátturinn hefst klukkan 19:40 en þessi þáttur var framleiddur af Stórveldinu. Atvinnumennirnir okkar 2 hefur síðan göngu sína þann 13. desember en Auðunn hefur einnig umsjón með þeim þáttum.
Stórveldið sér einnig um framleiðsluna á þeim þáttum og Samúel Bjarki Pétursson og Gunnar Páll Ólafsson leikstýra þeim.