Það sem ég vonast eftir á Parísarfundinum Ban Ki-moon skrifar 21. nóvember 2015 07:00 Í þau tæplega níu ár sem ég hef verið aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hef ég ferðast til margra staða víða um heim þar sem afleiðingar loftslagsbreytinga eru þegar farnar að blasa við. Ég hef margoft rætt við leiðtoga ríkja heims, forystumenn í atvinnulífi og almenna borgara um brýna þörf fyrir andspyrnu á heimsvísu. Hvers vegna er þetta mál mér svo kært? Í fyrsta lagi vegna þess að eins og allir afar ber ég hag barnabarnanna fyrir brjósti og vil að þau njóti fegurðar og allsnægta heilbrigðrar plánetu. Og eins og allar manneskjur tek ég nærri mér að sjá að flóð, þurrkar og eldsvoðar færast í aukana, að eyþjóðir eigi á hættu að missa land sitt og að ófáar dýrategundir séu að hverfa. Hans heilagleiki Frans páfi og aðrir trúarleiðtogar hafa minnt okkur á að það er siðferðileg skylda okkar að sýna þeim samstöðu sem eru fátækastir og minnst mega sín og hafa í senn gert minnst til að valda loftslagsbreytingum og verða fyrst og harðast fyrir barðinu á þeim. Í öðru lagi þá hef ég sem oddviti Sameinuðu þjóðanna lagt áherslu á loftslagsbreytingar vegna þess að þær eru vandamál sem engin þjóð getur glímt við upp á eigin spýtur. Loftslagsbreytingar skeyta ekki um vegabréf; losun á einum stað veldur usla alls staðar. Þær ógna lífi og lífsviðurværi um allan heim. Efnahagslegur stöðugleiki og öryggi þjóða eru í hættu, Sameinuðu þjóðirnar einar eru í stakk búnar til þess að bregðast við þessu einstaka hnattræna vandamáli sem krefst sameiginlegra andsvara.Farin að sjá árangur Samningaviðræður fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (30. nóvember til 11. desember) hafa gengið hægt og treglega. En við erum farin að sjá árangur. 166 ríki, sem í sameiningu standa fyrir 90% losunar efna sem valda gróðurhúsaáhrifum, hafa hlýtt kalli Sameinuðu þjóðanna og skilað landsmarkmiðum í loftslagsmálum. Ef þessum áætlunum verður hrint í framkvæmd á árangursríkan hátt, munu þær draga úr hækkun hitastigs, þannig að hún yrði um það bil 3 gráður á Celsius um aldarlok. Þetta eru talsverðar framfarir. En þetta er ekki nóg. Það sem við þurfum að gera nú er að spýta í lófana og minnka losun í heiminum meir og hraðar, þannig að við höldum hækkun hitastigs í heiminum innan tveggja gráða á Celsius. Um leið verðum við að styðja við bakið á ríkjum til þess að aðlagast óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga sem þegar eru farnar að koma í ljós. Því fyrr sem við bregðumst við, því betra fyrir alla; í veði eru aukinn stöðugleiki og öryggi; öflugri og varanlegri hagvöxtur, aukinn viðnámsþróttur gegn áföllum; hreinna loft og vatn; bætt heilsa. Þetta mun ekki takast á skömmum tíma. Loftslagsráðstefnan í París er ekki endastöð. Niðurstöður hennar eru ekki hámark heldur lágmark, gólf en ekki þak. Hún ætti að vera vendipunktur á leið okkar í átt til minni losunar og aukins viðnámsþróttar gagnvart loftslagsbreytingum.Nú er komið að ríkisstjórnum Um allan heim er verið að fylkja liði. Borgir, fyrirtæki og fjárfestar, trúarleiðtogar og almennir borgarar leggja sín lóð á vogarskálarnar til að minnka útblástur og auka viðnámsþrótt. Nú er komið að ríkisstjórnum að ganga frá innihaldsríku, bindandi samkomulagi í París til þess að setja skýrar reglur og finna auknum metnaði heimsins farveg. Til að svo megi verða verða samningamenn að fá skýrar leiðbeiningar að ofan. Ég tel að þessa sé að vænta. Leiðtogar G20 ríkjanna, sem hittust að máli fyrir skemmstu í Antalya í Tyrklandi, hétu aðgerðum í loftslagmálum. Og meira en 120 leiðtogar ríkja og ríkisstjórna hafa staðfest þátttöku í fundinum í París, þrátt fyrir auknar áhyggjur af öryggi í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Ég tel að niðurstöður Parísarfundarins verði að einkennast af fjórum þáttum eigi hann að teljast árangursríkur en þeir eru varanleiki, sveigjanleiki, samstaða og trúverðugleiki. Við skulum fyrst líta á varanleikann. Parísarfundurinn verður að komast að niðurstöðu í samræmi við það langtímamarkmið að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsius. Þá ber að senda skýr skilaboð til markaðarins um að það sé ekki aðeins óhjákvæmilegt að hagkerfi heimsins verði kolefnasnautt, heldur sé sú jákvæða vegferð þegar hafin. Í öðru lagi ber samkomulaginu að fela í sér sveigjanleika til þess að ekki þurfi sífellt að semja upp á nýtt. Það verður að vera hægt að taka tillit til breytinga í hagkerfi heimsins og mynda jafnvægi á milli forystu þróaðra ríkja og aukinnar ábyrgðar þróunarríkja. Í þriðja lagi verður samkomulagið að sýna í verki samstöðu meðal annars í krafti fjármagns- og tækniflutninga til þróunarríkja. Þróuðum ríkjum ber að standa við fyrirheit um að 100 milljörðum Bandaríkjadala sé varið árlega, ekki síðar en 2020, til aðlögunar og mildunar á áhrifum loftslagsbreytinga. Í fjórða lagi ber að komast að trúverðugu samkomulagi um að bregðast við sífellt auknum afleiðingum loftslagsbreytinga. Það verður að gera ráð fyrir að ríkisstjórnir endurmeti og efli landsmarkmið sín á fimm ára fresti í takt við kröfur vísinda. Í Parísarsamkomulaginu verða að vera ákvæði um gagnsæja og öfluga ferla til að meta, fylgjast með og gera grein fyrir árangri. Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar til að styðja ríki í að hrinda slíkum samningi í framkvæmd.Skýr boðskapur Innihaldsríkt samkomulag í París mun stuðla að betri morgundegi. Það mun greiða fyrir upprætingu fátæktar, hreinsun andrúmsloftsins og verndun sjávar og eflingu almenns heilbrigðis, skapa störf og leysa grænar lausnir úr læðingi. Þá mun það glæða vonir um að Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun verði náð. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég tel loftslagsbreytingar svo mikilvægar sem raun ber vitni. Boðskapur minn til leiðtoga heimsins er skýr: árangur Parísarfundarins er á ykkar ábyrgð. Stund heilbrigðrar skynsemi, málamiðlana og einhugar er runnin upp. Það er kominn tími til að líta út fyrir þrönga hagsmuni einstakra þjóða og hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Íbúar heimsins og komandi kynslóðir treysta á framsýni ykkar og hugrekki til að grípa sögulegt tækifæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Í þau tæplega níu ár sem ég hef verið aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hef ég ferðast til margra staða víða um heim þar sem afleiðingar loftslagsbreytinga eru þegar farnar að blasa við. Ég hef margoft rætt við leiðtoga ríkja heims, forystumenn í atvinnulífi og almenna borgara um brýna þörf fyrir andspyrnu á heimsvísu. Hvers vegna er þetta mál mér svo kært? Í fyrsta lagi vegna þess að eins og allir afar ber ég hag barnabarnanna fyrir brjósti og vil að þau njóti fegurðar og allsnægta heilbrigðrar plánetu. Og eins og allar manneskjur tek ég nærri mér að sjá að flóð, þurrkar og eldsvoðar færast í aukana, að eyþjóðir eigi á hættu að missa land sitt og að ófáar dýrategundir séu að hverfa. Hans heilagleiki Frans páfi og aðrir trúarleiðtogar hafa minnt okkur á að það er siðferðileg skylda okkar að sýna þeim samstöðu sem eru fátækastir og minnst mega sín og hafa í senn gert minnst til að valda loftslagsbreytingum og verða fyrst og harðast fyrir barðinu á þeim. Í öðru lagi þá hef ég sem oddviti Sameinuðu þjóðanna lagt áherslu á loftslagsbreytingar vegna þess að þær eru vandamál sem engin þjóð getur glímt við upp á eigin spýtur. Loftslagsbreytingar skeyta ekki um vegabréf; losun á einum stað veldur usla alls staðar. Þær ógna lífi og lífsviðurværi um allan heim. Efnahagslegur stöðugleiki og öryggi þjóða eru í hættu, Sameinuðu þjóðirnar einar eru í stakk búnar til þess að bregðast við þessu einstaka hnattræna vandamáli sem krefst sameiginlegra andsvara.Farin að sjá árangur Samningaviðræður fyrir Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í París (30. nóvember til 11. desember) hafa gengið hægt og treglega. En við erum farin að sjá árangur. 166 ríki, sem í sameiningu standa fyrir 90% losunar efna sem valda gróðurhúsaáhrifum, hafa hlýtt kalli Sameinuðu þjóðanna og skilað landsmarkmiðum í loftslagsmálum. Ef þessum áætlunum verður hrint í framkvæmd á árangursríkan hátt, munu þær draga úr hækkun hitastigs, þannig að hún yrði um það bil 3 gráður á Celsius um aldarlok. Þetta eru talsverðar framfarir. En þetta er ekki nóg. Það sem við þurfum að gera nú er að spýta í lófana og minnka losun í heiminum meir og hraðar, þannig að við höldum hækkun hitastigs í heiminum innan tveggja gráða á Celsius. Um leið verðum við að styðja við bakið á ríkjum til þess að aðlagast óumflýjanlegum afleiðingum loftslagsbreytinga sem þegar eru farnar að koma í ljós. Því fyrr sem við bregðumst við, því betra fyrir alla; í veði eru aukinn stöðugleiki og öryggi; öflugri og varanlegri hagvöxtur, aukinn viðnámsþróttur gegn áföllum; hreinna loft og vatn; bætt heilsa. Þetta mun ekki takast á skömmum tíma. Loftslagsráðstefnan í París er ekki endastöð. Niðurstöður hennar eru ekki hámark heldur lágmark, gólf en ekki þak. Hún ætti að vera vendipunktur á leið okkar í átt til minni losunar og aukins viðnámsþróttar gagnvart loftslagsbreytingum.Nú er komið að ríkisstjórnum Um allan heim er verið að fylkja liði. Borgir, fyrirtæki og fjárfestar, trúarleiðtogar og almennir borgarar leggja sín lóð á vogarskálarnar til að minnka útblástur og auka viðnámsþrótt. Nú er komið að ríkisstjórnum að ganga frá innihaldsríku, bindandi samkomulagi í París til þess að setja skýrar reglur og finna auknum metnaði heimsins farveg. Til að svo megi verða verða samningamenn að fá skýrar leiðbeiningar að ofan. Ég tel að þessa sé að vænta. Leiðtogar G20 ríkjanna, sem hittust að máli fyrir skemmstu í Antalya í Tyrklandi, hétu aðgerðum í loftslagmálum. Og meira en 120 leiðtogar ríkja og ríkisstjórna hafa staðfest þátttöku í fundinum í París, þrátt fyrir auknar áhyggjur af öryggi í kjölfar hryðjuverkaárásanna. Ég tel að niðurstöður Parísarfundarins verði að einkennast af fjórum þáttum eigi hann að teljast árangursríkur en þeir eru varanleiki, sveigjanleiki, samstaða og trúverðugleiki. Við skulum fyrst líta á varanleikann. Parísarfundurinn verður að komast að niðurstöðu í samræmi við það langtímamarkmið að halda hlýnun jarðar innan tveggja gráða á Celsius. Þá ber að senda skýr skilaboð til markaðarins um að það sé ekki aðeins óhjákvæmilegt að hagkerfi heimsins verði kolefnasnautt, heldur sé sú jákvæða vegferð þegar hafin. Í öðru lagi ber samkomulaginu að fela í sér sveigjanleika til þess að ekki þurfi sífellt að semja upp á nýtt. Það verður að vera hægt að taka tillit til breytinga í hagkerfi heimsins og mynda jafnvægi á milli forystu þróaðra ríkja og aukinnar ábyrgðar þróunarríkja. Í þriðja lagi verður samkomulagið að sýna í verki samstöðu meðal annars í krafti fjármagns- og tækniflutninga til þróunarríkja. Þróuðum ríkjum ber að standa við fyrirheit um að 100 milljörðum Bandaríkjadala sé varið árlega, ekki síðar en 2020, til aðlögunar og mildunar á áhrifum loftslagsbreytinga. Í fjórða lagi ber að komast að trúverðugu samkomulagi um að bregðast við sífellt auknum afleiðingum loftslagsbreytinga. Það verður að gera ráð fyrir að ríkisstjórnir endurmeti og efli landsmarkmið sín á fimm ára fresti í takt við kröfur vísinda. Í Parísarsamkomulaginu verða að vera ákvæði um gagnsæja og öfluga ferla til að meta, fylgjast með og gera grein fyrir árangri. Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar til að styðja ríki í að hrinda slíkum samningi í framkvæmd.Skýr boðskapur Innihaldsríkt samkomulag í París mun stuðla að betri morgundegi. Það mun greiða fyrir upprætingu fátæktar, hreinsun andrúmsloftsins og verndun sjávar og eflingu almenns heilbrigðis, skapa störf og leysa grænar lausnir úr læðingi. Þá mun það glæða vonir um að Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun verði náð. Þetta eru ástæðurnar fyrir því að ég tel loftslagsbreytingar svo mikilvægar sem raun ber vitni. Boðskapur minn til leiðtoga heimsins er skýr: árangur Parísarfundarins er á ykkar ábyrgð. Stund heilbrigðrar skynsemi, málamiðlana og einhugar er runnin upp. Það er kominn tími til að líta út fyrir þrönga hagsmuni einstakra þjóða og hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Íbúar heimsins og komandi kynslóðir treysta á framsýni ykkar og hugrekki til að grípa sögulegt tækifæri.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun